Brynjar Þór: Höfum gert þetta margoft áður Smári Jökull Jónsson skrifar 21. apríl 2017 21:25 Brynjar Þór Björnsson skoraði 18 stig fyrir KR í kvöld. vísir/ernir Brynjar Þór Björnsson setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur og skoraði 18 stig í ótrúlegum sigri KR gegn Grindavík í kvöld. KR getur tryggt sér titilinn á heimavelli á mánudag. „Sanngjarnt eða ekki, við tökum sigurinn. Grindvíkingarnir spiluðu frábærlega og Lewis Clinch var auðvitað frábær og Ólafur Ólafsson líka. Þeir börðust fyrir öllu og létu okkar hafa fyrir öllum fráköstum. Þeir eru gríðarlega sterkir og ég tek hattinn ofan fyrir þeim en ég tek sigurinn allan daginn,“ sagði Brynjar Þór Björnsson í samtali við Vísi strax að leik loknum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 20-4 í upphafi. KR kom hins vegar til baka áður en fyrsti leikhluti var á enda en voru að elta nær allan leikinn. „Ég held að við höfum kannski verið værukærir, vorum yfir og þú veist að þú átt heimavöllinn inni. Ég fann það sjálfur að ég var svona aðeins rólegri. Þeir byrjuðu á stórskotasýningu í byrjun en þristarnir sem þeir voru að setja voru svakalegir og það datt allt með þeim.“ „Mér fannst við tækla það vel og við brotnuðum ekki heldur drógum djúpt andann og fundum hvað virkaði. Við komum okkur aftur inn í leikinn og síðan var þetta í lokin ákveðin heppni. Það þurfa margir hlutir að gerast þegar þú ert 10 stigum undir, og það gerðist í kvöld,“ bætti Brynjar við en Philip Alawoya skoraði ótrúlega sigurkörfu þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. KR-liðið er hokið af reynslu og sýndi það og sannaði í kvöld að það skiptir máli í leikjum eins og þeim í kvöld. „Þetta er karakterinn í liðinu og við höfum gert þetta margoft áður að koma til baka í fjórða leikhluta. Þegar við stígum aðeins upp og förum að spila betri vörn þá eiga lið erfitt með að skora. Þeir fóru aðeins frá sínu og hættu að hitta skotunum. Við stoppuðum sóknarfráköstin í lokin sem var lykilatriði.“ KR getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á mánudaginn þegar liðin mætast í þriðja sinn í Vesturbænum. Þeir voru einmitt í sömu stöðu í fyrra en töpuðu þá þriðja leiknum gegn Haukum. „Ég man í fyrra þá vorum við 2-0 yfir og mættum frekar værukærir. Það er hrikalega gaman að spila þegar bikarinn er kominn í hús og þú veist að ef þú vinnur þá lyftir þú bikarnum. Af reynslunni að dæma munum við mæta aðeins klárari en í fyrra og sjá til þess að bikarinn fari á loft á mánudaginn,“ sagði Brynjar Þór að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 88-89 | KR komið í 2-0 eftir ótrúlega sigurkörfu KR er komið í 2-0 í einvíginu gegn Grindavík eftir ótrúlegan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. KR getur tryggt sér sigurinn á heimavelli á mánudag. 21. apríl 2017 21:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur og skoraði 18 stig í ótrúlegum sigri KR gegn Grindavík í kvöld. KR getur tryggt sér titilinn á heimavelli á mánudag. „Sanngjarnt eða ekki, við tökum sigurinn. Grindvíkingarnir spiluðu frábærlega og Lewis Clinch var auðvitað frábær og Ólafur Ólafsson líka. Þeir börðust fyrir öllu og létu okkar hafa fyrir öllum fráköstum. Þeir eru gríðarlega sterkir og ég tek hattinn ofan fyrir þeim en ég tek sigurinn allan daginn,“ sagði Brynjar Þór Björnsson í samtali við Vísi strax að leik loknum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 20-4 í upphafi. KR kom hins vegar til baka áður en fyrsti leikhluti var á enda en voru að elta nær allan leikinn. „Ég held að við höfum kannski verið værukærir, vorum yfir og þú veist að þú átt heimavöllinn inni. Ég fann það sjálfur að ég var svona aðeins rólegri. Þeir byrjuðu á stórskotasýningu í byrjun en þristarnir sem þeir voru að setja voru svakalegir og það datt allt með þeim.“ „Mér fannst við tækla það vel og við brotnuðum ekki heldur drógum djúpt andann og fundum hvað virkaði. Við komum okkur aftur inn í leikinn og síðan var þetta í lokin ákveðin heppni. Það þurfa margir hlutir að gerast þegar þú ert 10 stigum undir, og það gerðist í kvöld,“ bætti Brynjar við en Philip Alawoya skoraði ótrúlega sigurkörfu þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. KR-liðið er hokið af reynslu og sýndi það og sannaði í kvöld að það skiptir máli í leikjum eins og þeim í kvöld. „Þetta er karakterinn í liðinu og við höfum gert þetta margoft áður að koma til baka í fjórða leikhluta. Þegar við stígum aðeins upp og förum að spila betri vörn þá eiga lið erfitt með að skora. Þeir fóru aðeins frá sínu og hættu að hitta skotunum. Við stoppuðum sóknarfráköstin í lokin sem var lykilatriði.“ KR getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á mánudaginn þegar liðin mætast í þriðja sinn í Vesturbænum. Þeir voru einmitt í sömu stöðu í fyrra en töpuðu þá þriðja leiknum gegn Haukum. „Ég man í fyrra þá vorum við 2-0 yfir og mættum frekar værukærir. Það er hrikalega gaman að spila þegar bikarinn er kominn í hús og þú veist að ef þú vinnur þá lyftir þú bikarnum. Af reynslunni að dæma munum við mæta aðeins klárari en í fyrra og sjá til þess að bikarinn fari á loft á mánudaginn,“ sagði Brynjar Þór að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 88-89 | KR komið í 2-0 eftir ótrúlega sigurkörfu KR er komið í 2-0 í einvíginu gegn Grindavík eftir ótrúlegan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. KR getur tryggt sér sigurinn á heimavelli á mánudag. 21. apríl 2017 21:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - KR 88-89 | KR komið í 2-0 eftir ótrúlega sigurkörfu KR er komið í 2-0 í einvíginu gegn Grindavík eftir ótrúlegan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. KR getur tryggt sér sigurinn á heimavelli á mánudag. 21. apríl 2017 21:45
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum