Justin Shouse leggur skóna á hilluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2017 00:17 Justin Shouse fagnað af samherjum sínum eftir að Stjarnan vann bikarinn afar óvænt í Laugardalshöll eftir sigur á stjörnuprýddu liði KR. Vísir/Vilhelm Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar í Domino’s-deild karla í körfubolta, hefur lagt skóna á hilluna. Þetta tilkynnti hann á Facebook í kvöld í ítarlegri færslu þar segist hann hafa tekið ákvörðunina í febrúar. „Á morgun er Sumardagurinn fyrsti á Íslandi og á sama tíma hefst nýr kafli í lífi mínu. Ég ákvað í febrúar að þetta yrði mitt síðasta tímabil í körfunni,“ segir Justin. Hann hefur spilað utan heimalandsins, Bandaríkjanna, undanfarin tólf ár en hann steig sín fyrstu skref í íslenskum körfubolta með Drangi í Vík í Mýrdal haustið 2004. Síðan þá hefur hann verði lykilmaður með Snæfelli í Stykkishólmi áður en hann gekk til liðs við Garðbæinga árið 2008. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011 og hefur spilað fyrir Íslands hönd. Í lok færslunnar segist hann þó hafa farið á nógu marga tónleika með hljómsveitum á sínum „síðasta túr“ til að vita að maður eigi aldrei að segja aldrei. Færsla Justins á Facebook í kvöld. Justin gekk ekki heill til skógar hans síðasta tímabil í boltanum og munaði um minna. Hann fékk alvarlegt höfuðhögg í leik gegn Njarðvík í janúar og var lengi frá vegna meiðslanna. Stjörnumönnum var slátrað af Grindavík í undanúrslitum Dominos'-deildarinnar og féllu úr leik 0-3. Justin varð bikarmeistari með Snæfelli og tvisvar með Stjörnunni. Sigurinn í úrslitaleiknum gegn KR árið 2009 var sérstaklega eftirminnilegur. Jón Arnór Stefánsson hefur sagst enn eiga andvökunætur vegna tapsins en KR-ingar voru einstaklega vel mannaðir þetta ár.Rætt var ítarlega við Justin Shouse í Fréttablaðinu fyrir fjórum árum og farið yfir körfuboltaævintýrið, allt frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum yfir í Garðabæinn með viðkomu í Þýskalandi og Stykkishólmi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hef unnið fyrir ríkisborgararéttinum Justin Shouse hefur sett svip sinn á íslenskan körfubolta síðastliðin átta ár. Fátt benti til þess að Bandaríkjamaðurinn 23 ára, sem renndi blint í sjóinn í Vík í Mýrdal haustið 2004, yrði kjörinn besti leikmaður efstu deildar sjö árum síðar. Í dag er hann óumdeildur leiðtogi Stjörnunnar sem margir reikna með að tryggi sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil áður en apríl er allur. 13. apríl 2013 10:00 Stjarnan bikarmeistari eftir sigur í háspennuleik Stjarnan varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta eftir sigur á KR, 78-76, í miklum háspennuleik í Laugardalshöllinni. 15. febrúar 2009 16:04 Justin Shouse: Blendnar tilfinningar Stjörnumaðurinn Justin Shouse var afar kátur eftir að hans lið hafði sópað hans gamla liði, Snæfell, í sumarfrí með sannfærandi sigri í Fjárhúsinu. 31. mars 2011 22:05 Justin myndi spila fótbrotinn Justin Shouse hefur ekki getað æft af fullum krafti með Stjörnunni síðustu daga eftir að hafa fengið heilahristing á dögunum. 2. apríl 2013 11:39 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar í Domino’s-deild karla í körfubolta, hefur lagt skóna á hilluna. Þetta tilkynnti hann á Facebook í kvöld í ítarlegri færslu þar segist hann hafa tekið ákvörðunina í febrúar. „Á morgun er Sumardagurinn fyrsti á Íslandi og á sama tíma hefst nýr kafli í lífi mínu. Ég ákvað í febrúar að þetta yrði mitt síðasta tímabil í körfunni,“ segir Justin. Hann hefur spilað utan heimalandsins, Bandaríkjanna, undanfarin tólf ár en hann steig sín fyrstu skref í íslenskum körfubolta með Drangi í Vík í Mýrdal haustið 2004. Síðan þá hefur hann verði lykilmaður með Snæfelli í Stykkishólmi áður en hann gekk til liðs við Garðbæinga árið 2008. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011 og hefur spilað fyrir Íslands hönd. Í lok færslunnar segist hann þó hafa farið á nógu marga tónleika með hljómsveitum á sínum „síðasta túr“ til að vita að maður eigi aldrei að segja aldrei. Færsla Justins á Facebook í kvöld. Justin gekk ekki heill til skógar hans síðasta tímabil í boltanum og munaði um minna. Hann fékk alvarlegt höfuðhögg í leik gegn Njarðvík í janúar og var lengi frá vegna meiðslanna. Stjörnumönnum var slátrað af Grindavík í undanúrslitum Dominos'-deildarinnar og féllu úr leik 0-3. Justin varð bikarmeistari með Snæfelli og tvisvar með Stjörnunni. Sigurinn í úrslitaleiknum gegn KR árið 2009 var sérstaklega eftirminnilegur. Jón Arnór Stefánsson hefur sagst enn eiga andvökunætur vegna tapsins en KR-ingar voru einstaklega vel mannaðir þetta ár.Rætt var ítarlega við Justin Shouse í Fréttablaðinu fyrir fjórum árum og farið yfir körfuboltaævintýrið, allt frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum yfir í Garðabæinn með viðkomu í Þýskalandi og Stykkishólmi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hef unnið fyrir ríkisborgararéttinum Justin Shouse hefur sett svip sinn á íslenskan körfubolta síðastliðin átta ár. Fátt benti til þess að Bandaríkjamaðurinn 23 ára, sem renndi blint í sjóinn í Vík í Mýrdal haustið 2004, yrði kjörinn besti leikmaður efstu deildar sjö árum síðar. Í dag er hann óumdeildur leiðtogi Stjörnunnar sem margir reikna með að tryggi sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil áður en apríl er allur. 13. apríl 2013 10:00 Stjarnan bikarmeistari eftir sigur í háspennuleik Stjarnan varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta eftir sigur á KR, 78-76, í miklum háspennuleik í Laugardalshöllinni. 15. febrúar 2009 16:04 Justin Shouse: Blendnar tilfinningar Stjörnumaðurinn Justin Shouse var afar kátur eftir að hans lið hafði sópað hans gamla liði, Snæfell, í sumarfrí með sannfærandi sigri í Fjárhúsinu. 31. mars 2011 22:05 Justin myndi spila fótbrotinn Justin Shouse hefur ekki getað æft af fullum krafti með Stjörnunni síðustu daga eftir að hafa fengið heilahristing á dögunum. 2. apríl 2013 11:39 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Hef unnið fyrir ríkisborgararéttinum Justin Shouse hefur sett svip sinn á íslenskan körfubolta síðastliðin átta ár. Fátt benti til þess að Bandaríkjamaðurinn 23 ára, sem renndi blint í sjóinn í Vík í Mýrdal haustið 2004, yrði kjörinn besti leikmaður efstu deildar sjö árum síðar. Í dag er hann óumdeildur leiðtogi Stjörnunnar sem margir reikna með að tryggi sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil áður en apríl er allur. 13. apríl 2013 10:00
Stjarnan bikarmeistari eftir sigur í háspennuleik Stjarnan varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta eftir sigur á KR, 78-76, í miklum háspennuleik í Laugardalshöllinni. 15. febrúar 2009 16:04
Justin Shouse: Blendnar tilfinningar Stjörnumaðurinn Justin Shouse var afar kátur eftir að hans lið hafði sópað hans gamla liði, Snæfell, í sumarfrí með sannfærandi sigri í Fjárhúsinu. 31. mars 2011 22:05
Justin myndi spila fótbrotinn Justin Shouse hefur ekki getað æft af fullum krafti með Stjörnunni síðustu daga eftir að hafa fengið heilahristing á dögunum. 2. apríl 2013 11:39