Óli Jóh hjólar í Pepsi-mörkin: „Það er eins og menn séu í Football Manager upp í slotinu þarna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2017 22:00 Ólafur var miskátur í leikslok. vísir/eyþór Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna var ánægður með sína menn eftir góðan sigur Vals á Víkingi Ólafsvík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. Hann var þó mjög gagnrýninn á umfjöllun Pepsi-markanna um Valsliðið í sérstökum upphitunarþætti fyrir mótið. Valsmenn léku á löngu köflum fantafínan fótbolta og hefðu með smá heppni getað útbúið markasúpu á Hlíðarenda. Leikmenn liðsins óðu hreinlega í færum en inn vildi boltinn ekki fyrr en Dion Acoff braut ísinn á 65. mínútu. „Við fengum nú ansi mörg færi í þessum leik en svo loksins datt það inn fyrir okkur. Ég er ánægður með það að vinna leikinn og halda markinu hreinu,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi eftir leik. Víkingar bættu reyndar í eftir að hafa fengið markið á sig og fengu ágætis færi til þess að jafna en Valsmenn gerðu út um leikinn á 79. mínútu þegar varamaðurinn Nikolaj Hasen skoraði seinna mark leiksins. Ólafur var mjög feginn því að seinna markið skyldi loksins detta. „Það var mikill léttir. Ósjálfrátt fórum við til baka en í upphafi móts erum við hræddir um að missa forskotið þannig að það var ánægjulegt að fá annað markið.“ Hörður Magnússon stýrir Pepsi-mörkunum eins og undanfarin ár.vísir/ernirTelur umfjöllun Pepsi-markanna ófaglega Hljóðið breyttist þó í Ólafi þegar hann var spurður út í hvort að búast mætti við því að Valur fengi nýja leikmenn til liðs við sig áður en leikmannaglugginn lokar. Sagði Ólafur að engir nýjir leikmenn væru á leiðinni og gagnrýndi hann umfjöllun sérstaks upphitunarþáttar Pepsi-markanna um Valsliðið áður en mótið hófst. Þar ræddu Hörður Magnússon, stjórnandi þáttarins, ásamt Óskari Erni Þorvaldssyni og Hjörvari Hafliðasyni Valsliðið en meðal þess sem þar bar á góma var að leikmaður á borð við danska framherjann Patrick Pedersen, sem spilaði við góðan orðstýr hjá Val árið 2015, myndi gera mikið fyrir Valsliðið. Ólafur horfði á þáttinn og var ekki sáttur. „Ég hafði ekkert að gera, var að drepa dauðan tíma og þá horfði ég á þetta. Þeir töluðu um Valsliðið að ef þessi kæmi og þessi kæmi þá yrðu þeir frábærir. Hvurslags umfjöllun er þetta? Talið bara um þá sem eru fyrir,“ sagði Ólafur og svaraði því játandi hvort að honum fyndist þeir leikmenn sem fyrir væru nógu góðir til að ná markmiðum tímabilsins. „Mér fannst þessi umfjöllun ófagleg. Það er eins og menn séu í Football Manager upp í slotinu þarna,“ sagði Ólafur að lokum en Football Manager er tölvuleikur þar sem spilarar setja sig í hlutverk knattspyrnustjóra. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur Ó. 2-0 | Valur byrjar með látum Valur vann góðan heimsigur á Víking Ó. í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. 30. apríl 2017 22:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna var ánægður með sína menn eftir góðan sigur Vals á Víkingi Ólafsvík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. Hann var þó mjög gagnrýninn á umfjöllun Pepsi-markanna um Valsliðið í sérstökum upphitunarþætti fyrir mótið. Valsmenn léku á löngu köflum fantafínan fótbolta og hefðu með smá heppni getað útbúið markasúpu á Hlíðarenda. Leikmenn liðsins óðu hreinlega í færum en inn vildi boltinn ekki fyrr en Dion Acoff braut ísinn á 65. mínútu. „Við fengum nú ansi mörg færi í þessum leik en svo loksins datt það inn fyrir okkur. Ég er ánægður með það að vinna leikinn og halda markinu hreinu,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi eftir leik. Víkingar bættu reyndar í eftir að hafa fengið markið á sig og fengu ágætis færi til þess að jafna en Valsmenn gerðu út um leikinn á 79. mínútu þegar varamaðurinn Nikolaj Hasen skoraði seinna mark leiksins. Ólafur var mjög feginn því að seinna markið skyldi loksins detta. „Það var mikill léttir. Ósjálfrátt fórum við til baka en í upphafi móts erum við hræddir um að missa forskotið þannig að það var ánægjulegt að fá annað markið.“ Hörður Magnússon stýrir Pepsi-mörkunum eins og undanfarin ár.vísir/ernirTelur umfjöllun Pepsi-markanna ófaglega Hljóðið breyttist þó í Ólafi þegar hann var spurður út í hvort að búast mætti við því að Valur fengi nýja leikmenn til liðs við sig áður en leikmannaglugginn lokar. Sagði Ólafur að engir nýjir leikmenn væru á leiðinni og gagnrýndi hann umfjöllun sérstaks upphitunarþáttar Pepsi-markanna um Valsliðið áður en mótið hófst. Þar ræddu Hörður Magnússon, stjórnandi þáttarins, ásamt Óskari Erni Þorvaldssyni og Hjörvari Hafliðasyni Valsliðið en meðal þess sem þar bar á góma var að leikmaður á borð við danska framherjann Patrick Pedersen, sem spilaði við góðan orðstýr hjá Val árið 2015, myndi gera mikið fyrir Valsliðið. Ólafur horfði á þáttinn og var ekki sáttur. „Ég hafði ekkert að gera, var að drepa dauðan tíma og þá horfði ég á þetta. Þeir töluðu um Valsliðið að ef þessi kæmi og þessi kæmi þá yrðu þeir frábærir. Hvurslags umfjöllun er þetta? Talið bara um þá sem eru fyrir,“ sagði Ólafur og svaraði því játandi hvort að honum fyndist þeir leikmenn sem fyrir væru nógu góðir til að ná markmiðum tímabilsins. „Mér fannst þessi umfjöllun ófagleg. Það er eins og menn séu í Football Manager upp í slotinu þarna,“ sagði Ólafur að lokum en Football Manager er tölvuleikur þar sem spilarar setja sig í hlutverk knattspyrnustjóra.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur Ó. 2-0 | Valur byrjar með látum Valur vann góðan heimsigur á Víking Ó. í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. 30. apríl 2017 22:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur Ó. 2-0 | Valur byrjar með látum Valur vann góðan heimsigur á Víking Ó. í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. 30. apríl 2017 22:00