Ætla sér að berjast um titlana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2017 06:00 Bjarki Már mun spila með Stjörnunni næstu tvö árin. vísir/ernir „Það eru spennandi hlutir í gangi hérna í Garðabænum. Þetta er flottur klúbbur og ég þekki marga í þessu liði,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson eftir blaðamannafund á Mathúsi Garðabæjar þar sem hann var kynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. Bjarki skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Varnarmaðurinn öflugi hefur undanfarin fjögur ár leikið með Aue í þýsku B-deildinni en ákvað að snúa heim eftir að tímabilinu í Þýskalandi lýkur. Að hans sögn voru þau tilboð sem hann fékk erlendis ekki nógu spennandi. „Það var ýmislegt sem bauðst en ekkert á því „leveli“ að ég myndi vilja vera áfram úti. Ég tel að það sé rétt skref að koma heim og vera á fullu hérna,“ sagði Bjarki sem hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og spilaði t.a.m. einkar vel á HM í Frakklandi í janúar. En er hann svekktur að fá ekki tækifæri með betra félagsliði? „Jú, auðvitað stefnir maður hátt. En það er ekkert útilokað. Ég tek tvö ár hérna hjá Stjörnunni og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bjarki sem hefur ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. „Auðvitað ekki. Ég á ekki eftir að gera það fyrr en ég verð fimmtugur,“ sagði Bjarki og hló. Hann segir að ákvörðunin að koma heim og spila með Stjörnunni hafi verið tekin í samráði við landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. „Ef ég stend mig vel með landsliðinu býst ég við að vera þar áfram,“ sagði Bjarki sem ætlar að hjálpa Stjörnunni að berjast um titla. „Stefna ekki allir á Íslandsmeistaratitil? Ég stefni allavega alltaf hátt og ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu. Það er ekkert skemmtilegra en að vinna titil og maður gleymir því ekkert,“ sagði Bjarki sem varð Íslandsmeistari með HK 2012.Ætla að berjast um titla Um leið og Bjarki var kynntur til leiks í gær var greint frá því að Einar Jónsson hefði framlengt samning sinn við Stjörnuna um eitt ár. Stjörnumenn ollu miklum vonbrigðum í vetur og björguðu sér frá falli í lokaumferðinni. Einar segir að Stjarnan stefni hátt og vilji berjast um titla. Þess vegna hafi Bjarki verið fenginn í Garðabæinn. „Við erum að láta vita að við ætlum okkur stærri hluti heldur en í vetur. Við sýnum það með svona ráðningu,“ sagði Einar. „Við ætlum okkur ofar og okkar markmið er að berjast um bikara. En það er langur vegur í það og við þurfum að vinna okkar vinnu vel.“ Einar segir að Stjarnan hafi ekki sagt sitt síðasta á leikmannamarkaðinum. Fbl_Megin: „Við ætlum að reyna að styrkja okkur aðeins meira, það er ljóst. En það er allt á viðræðustigi og lítið hægt að segja um það,“ sagði Einar. En eru þessir leikmenn sem Stjarnan er með í sigtinu í svipuðum gæðaflokki og Bjarki Már? „Það er kannski erfitt að fá alveg svona heimsklassa leikmenn eins og staðan er í dag. En þetta eru klárlega leikmenn sem koma til með að styrkja okkur,“ sagði Einar sem hefur stýrt Stjörnunni frá 2015. Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
„Það eru spennandi hlutir í gangi hérna í Garðabænum. Þetta er flottur klúbbur og ég þekki marga í þessu liði,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson eftir blaðamannafund á Mathúsi Garðabæjar þar sem hann var kynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. Bjarki skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Varnarmaðurinn öflugi hefur undanfarin fjögur ár leikið með Aue í þýsku B-deildinni en ákvað að snúa heim eftir að tímabilinu í Þýskalandi lýkur. Að hans sögn voru þau tilboð sem hann fékk erlendis ekki nógu spennandi. „Það var ýmislegt sem bauðst en ekkert á því „leveli“ að ég myndi vilja vera áfram úti. Ég tel að það sé rétt skref að koma heim og vera á fullu hérna,“ sagði Bjarki sem hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og spilaði t.a.m. einkar vel á HM í Frakklandi í janúar. En er hann svekktur að fá ekki tækifæri með betra félagsliði? „Jú, auðvitað stefnir maður hátt. En það er ekkert útilokað. Ég tek tvö ár hérna hjá Stjörnunni og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bjarki sem hefur ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. „Auðvitað ekki. Ég á ekki eftir að gera það fyrr en ég verð fimmtugur,“ sagði Bjarki og hló. Hann segir að ákvörðunin að koma heim og spila með Stjörnunni hafi verið tekin í samráði við landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. „Ef ég stend mig vel með landsliðinu býst ég við að vera þar áfram,“ sagði Bjarki sem ætlar að hjálpa Stjörnunni að berjast um titla. „Stefna ekki allir á Íslandsmeistaratitil? Ég stefni allavega alltaf hátt og ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu. Það er ekkert skemmtilegra en að vinna titil og maður gleymir því ekkert,“ sagði Bjarki sem varð Íslandsmeistari með HK 2012.Ætla að berjast um titla Um leið og Bjarki var kynntur til leiks í gær var greint frá því að Einar Jónsson hefði framlengt samning sinn við Stjörnuna um eitt ár. Stjörnumenn ollu miklum vonbrigðum í vetur og björguðu sér frá falli í lokaumferðinni. Einar segir að Stjarnan stefni hátt og vilji berjast um titla. Þess vegna hafi Bjarki verið fenginn í Garðabæinn. „Við erum að láta vita að við ætlum okkur stærri hluti heldur en í vetur. Við sýnum það með svona ráðningu,“ sagði Einar. „Við ætlum okkur ofar og okkar markmið er að berjast um bikara. En það er langur vegur í það og við þurfum að vinna okkar vinnu vel.“ Einar segir að Stjarnan hafi ekki sagt sitt síðasta á leikmannamarkaðinum. Fbl_Megin: „Við ætlum að reyna að styrkja okkur aðeins meira, það er ljóst. En það er allt á viðræðustigi og lítið hægt að segja um það,“ sagði Einar. En eru þessir leikmenn sem Stjarnan er með í sigtinu í svipuðum gæðaflokki og Bjarki Már? „Það er kannski erfitt að fá alveg svona heimsklassa leikmenn eins og staðan er í dag. En þetta eru klárlega leikmenn sem koma til með að styrkja okkur,“ sagði Einar sem hefur stýrt Stjörnunni frá 2015.
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira