Öflugir og traustir lífeyrissjóðir Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 9. maí 2017 07:00 Undanfarið hafa ítrekað birst í opinberri umræðu rangar fullyrðingar um lífeyrissjóði landsmanna. Virðist sem tilgangurinn sé að vekja sem mesta tortryggni í garð sjóðanna og lífeyriskerfisins. Fullyrt er að lífeyrissjóðir haldi uppi vöruverði í landinu með hlutafjáreign sinni í smásöluverslun. Ekki hefur fylgt sögunni hvernig þetta geti gerst, en fullyrðingin látin duga. Það eina sem rétt er í þessu er að lífeyrissjóðir eiga vissulega hluti í verslunarfyrirtækjum. Almennt reyna lífeyrissjóðir að hafa jákvæð áhrif á þau félög sem þeir fjárfesta í með áherslum á góða stjórnarhætti, en þeir koma ekki að daglegri stjórnun fyrirtækjanna eða ákvörðunum um verð á vörum eða þjónustu. Allt frá stofnun sjóðanna hafa þeir boðið sjóðfélögum sínum lán til íbúðakaupa. Þau lán hafa jafnan verið hagkvæm í samanburði við aðra lánakosti. Að auki hafa lífeyrissjóðirnir líka fjármagnað íbúðakaup landsmanna með því að kaupa skuldabréf af Íbúðalánasjóði, áður Húsnæðisstofnun ríkisins, og af bönkum. Þetta eru umsvif sjóðanna á íbúðamarkaði. Einhverjir hafa fundið vott um að lífeyrissjóðir eigi hluti í leigufélögum sem hafa keypt allmargar íbúðir undanfarin misseri til að leigja út. Ekki hefur komið fram hvaða lífeyrissjóðir það séu né hve mikið fé þeir hafi lagt í þau verkefni. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er ekki þar á meðal.Bættur hagur sjóðfélaganna Haustið 2015 bauð Lífeyrissjóður verzlunarmanna bætt lánskjör á sjóðfélagalánum. Það varð umsvifalaust til þess að útlán til sjóðfélaga jukust mikið. Á árinu 2016 námu þau um 32 milljörðum króna. Stór hluti lánanna hefur verið tekinn til að endurfjármagna eldri og dýrari lán. Þannig hafa þau stórlega bætt hag sjóðfélaganna. Lífeyrissjóðirnir fá enn í dag ákúrur fyrir að halda uppi verðtryggingu. Staðreyndin er að lífeyrissjóðirnir starfa í því efnahagsumhverfi sem hér á landi ríkir, hvort sem þar er verðtrygging eða ekki. Flestir sjóðirnir bjóða bæði verðtryggð og óverðtryggð sjóðfélagalán. Ríkisskuldabréf sem sjóðirnir kaupa eru ýmist. Í heildina lætur nærri að um helmingur eigna lífeyrissjóðanna sé í verðtryggðum bréfum. Hins vegar eru allar skuldbindingar lífeyrissjóðanna verðtryggðar: Allur lífeyrir sem sjóðirnir greiða og eiga eftir að greiða er bundinn vísitölu neysluverðs. Lífeyrir sem greiddur er út breytist því frá mánuði til mánaðar í samræmi við þróun vísitölunnar. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, flestir um og upp úr miðri 20. öld, var það gert með samningum á vinnumarkaði milli vinnuveitenda og launþega. Síðar, upp úr miðjum sjöunda áratugnum var gert allsherjarsamkomulag á vinnumarkaðnum um lífeyriskerfi það sem nú er við lýði. Þeir samningar tóku gildi árið 1969 og nokkrum árum seinna samþykkti Alþingi lög um lífeyrissjóði sem voru byggð á þessum kjarasamningum. Lögin og samningarnir voru endurskoðuð og aukin 1997 og á þeim byggist það lífeyriskerfi sem við höfum nú. Þegar menn kvarta undan að verkalýðshreyfingin hafi ekki næg ítök í lífeyriskerfinu mættu þeir rifja upp að það var í rauninni verkalýðshreyfingin í samvinnu við vinnuveitendur sem bjó til lífeyriskerfið og þá lífeyrissjóði sem nú tryggja okkur ævilangan lífeyri eftir að starfsævinni lýkur. Þessir frumkvöðlar, á vinnumarkaðnum og á Alþingi, höfðu næga framsýni til að búa svo um hnútana að hvorki stjórnmálamenn né aðrir skyldu eiga greiðan aðgang að þessum sjóðum almennings, þess vegna er svo afdráttarlaust í kjarasamningum og lögum að hlutverk sjóðanna sé það eitt að taka á móti iðgjöldum, ávaxta þau og greiða út lífeyri. Þess vegna eru sjóðirnir öflugir og mynda saman eitt besta lífeyriskerfi sem þekkist og viðurkennt er m.a af Efnahags og framfarastofnuninni, OECD. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa ítrekað birst í opinberri umræðu rangar fullyrðingar um lífeyrissjóði landsmanna. Virðist sem tilgangurinn sé að vekja sem mesta tortryggni í garð sjóðanna og lífeyriskerfisins. Fullyrt er að lífeyrissjóðir haldi uppi vöruverði í landinu með hlutafjáreign sinni í smásöluverslun. Ekki hefur fylgt sögunni hvernig þetta geti gerst, en fullyrðingin látin duga. Það eina sem rétt er í þessu er að lífeyrissjóðir eiga vissulega hluti í verslunarfyrirtækjum. Almennt reyna lífeyrissjóðir að hafa jákvæð áhrif á þau félög sem þeir fjárfesta í með áherslum á góða stjórnarhætti, en þeir koma ekki að daglegri stjórnun fyrirtækjanna eða ákvörðunum um verð á vörum eða þjónustu. Allt frá stofnun sjóðanna hafa þeir boðið sjóðfélögum sínum lán til íbúðakaupa. Þau lán hafa jafnan verið hagkvæm í samanburði við aðra lánakosti. Að auki hafa lífeyrissjóðirnir líka fjármagnað íbúðakaup landsmanna með því að kaupa skuldabréf af Íbúðalánasjóði, áður Húsnæðisstofnun ríkisins, og af bönkum. Þetta eru umsvif sjóðanna á íbúðamarkaði. Einhverjir hafa fundið vott um að lífeyrissjóðir eigi hluti í leigufélögum sem hafa keypt allmargar íbúðir undanfarin misseri til að leigja út. Ekki hefur komið fram hvaða lífeyrissjóðir það séu né hve mikið fé þeir hafi lagt í þau verkefni. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er ekki þar á meðal.Bættur hagur sjóðfélaganna Haustið 2015 bauð Lífeyrissjóður verzlunarmanna bætt lánskjör á sjóðfélagalánum. Það varð umsvifalaust til þess að útlán til sjóðfélaga jukust mikið. Á árinu 2016 námu þau um 32 milljörðum króna. Stór hluti lánanna hefur verið tekinn til að endurfjármagna eldri og dýrari lán. Þannig hafa þau stórlega bætt hag sjóðfélaganna. Lífeyrissjóðirnir fá enn í dag ákúrur fyrir að halda uppi verðtryggingu. Staðreyndin er að lífeyrissjóðirnir starfa í því efnahagsumhverfi sem hér á landi ríkir, hvort sem þar er verðtrygging eða ekki. Flestir sjóðirnir bjóða bæði verðtryggð og óverðtryggð sjóðfélagalán. Ríkisskuldabréf sem sjóðirnir kaupa eru ýmist. Í heildina lætur nærri að um helmingur eigna lífeyrissjóðanna sé í verðtryggðum bréfum. Hins vegar eru allar skuldbindingar lífeyrissjóðanna verðtryggðar: Allur lífeyrir sem sjóðirnir greiða og eiga eftir að greiða er bundinn vísitölu neysluverðs. Lífeyrir sem greiddur er út breytist því frá mánuði til mánaðar í samræmi við þróun vísitölunnar. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, flestir um og upp úr miðri 20. öld, var það gert með samningum á vinnumarkaði milli vinnuveitenda og launþega. Síðar, upp úr miðjum sjöunda áratugnum var gert allsherjarsamkomulag á vinnumarkaðnum um lífeyriskerfi það sem nú er við lýði. Þeir samningar tóku gildi árið 1969 og nokkrum árum seinna samþykkti Alþingi lög um lífeyrissjóði sem voru byggð á þessum kjarasamningum. Lögin og samningarnir voru endurskoðuð og aukin 1997 og á þeim byggist það lífeyriskerfi sem við höfum nú. Þegar menn kvarta undan að verkalýðshreyfingin hafi ekki næg ítök í lífeyriskerfinu mættu þeir rifja upp að það var í rauninni verkalýðshreyfingin í samvinnu við vinnuveitendur sem bjó til lífeyriskerfið og þá lífeyrissjóði sem nú tryggja okkur ævilangan lífeyri eftir að starfsævinni lýkur. Þessir frumkvöðlar, á vinnumarkaðnum og á Alþingi, höfðu næga framsýni til að búa svo um hnútana að hvorki stjórnmálamenn né aðrir skyldu eiga greiðan aðgang að þessum sjóðum almennings, þess vegna er svo afdráttarlaust í kjarasamningum og lögum að hlutverk sjóðanna sé það eitt að taka á móti iðgjöldum, ávaxta þau og greiða út lífeyri. Þess vegna eru sjóðirnir öflugir og mynda saman eitt besta lífeyriskerfi sem þekkist og viðurkennt er m.a af Efnahags og framfarastofnuninni, OECD.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun