Er íslenskan í hættu? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Varla nokkurt hinna lítið útbreiddu og sérstæðu tungumála heims þróast án áhrifa útbreiddu málanna, svo sem ensku, spænsku, rússnesku og kínversku. Í þeim efnum má eflaust greina framþróun og öfugþróun. Í síðarnefndu tilvikunum koma inn ný orð og hugtök sem skáka þeim hefðbundnu í miklum mæli og orðaforði „meðalþegnsins“ úr upprunamáli hans verður æ fátæklegri við að eitt eða tvö orð verða allsráðandi um tiltekið efni. Það gerist m.a. með því að margar sagnir, lýsingarorð og nafnorð missa merkingu, hverfa úr daglegu máli og gera nokkurra ára eða áratuga ritmál torskilið. Núna gera menn tónlist, kjúklingarétt og myndlist og labba á Everest, eiga góðan dag og lúkka vel eða illa. Um íslensku 22. aldar vil ég engu spá.Átaks er þörf Málfræðingar, rithöfundar og aðrir sem viðra skoðanir sínar á vegferð íslenskunnar eru ósammála um leitni þróunarinnar. Þrátt fyrir það telja margir landsmenn mikilvægt að halda vel á spöðum og greiða fyrir því að íslensk tunga verði lengi lifandi og margslungin. Veröld, stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, er þarft skref og fleiri koma til. Nefna má átak til betra læsis barna, fyrirhugaða eflingu íslenskra fræða með bættri aðstöðu háskólafólks og textun sjónvarpsefnis fyrir börn. En betur má ef duga skal. Þá er vert að benda á orð Vigdísar um að nota beri sjónvarp til þess að efla tungumálaþekkingu okkar og íslenskuna sjálfa. Með stafrænum miðlum og tölvuvæðingu má ýta af stað mikilli skriðu af fyrirliggjandi efni til áhorfenda, ungra sem aldinna. Hér á ég við hundruð klukkustunda af ágætu sjónvarpsefni, einkum alls konar fræðsluefni. Rétthafar þess flestir væru áreiðanlega til í að semja um lágar þóknanir ef þeir hefðu vissu fyrir flutningi og vildu efla tungumálið. Samhliða yrði að leggja verulegar upphæðir til framleiðenda og sjónvarpsstöðva svo vinna megi miklu meira af nýju innlendu efni til skemmtunar og fróðleiks, jafnt fræðsluþætti sem leikið efni, heimildarmyndir sem kennsluþætti. Félagslegt átak, vel styrkt af opinberu fé, er nú mikilvægara en nokkru sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Varla nokkurt hinna lítið útbreiddu og sérstæðu tungumála heims þróast án áhrifa útbreiddu málanna, svo sem ensku, spænsku, rússnesku og kínversku. Í þeim efnum má eflaust greina framþróun og öfugþróun. Í síðarnefndu tilvikunum koma inn ný orð og hugtök sem skáka þeim hefðbundnu í miklum mæli og orðaforði „meðalþegnsins“ úr upprunamáli hans verður æ fátæklegri við að eitt eða tvö orð verða allsráðandi um tiltekið efni. Það gerist m.a. með því að margar sagnir, lýsingarorð og nafnorð missa merkingu, hverfa úr daglegu máli og gera nokkurra ára eða áratuga ritmál torskilið. Núna gera menn tónlist, kjúklingarétt og myndlist og labba á Everest, eiga góðan dag og lúkka vel eða illa. Um íslensku 22. aldar vil ég engu spá.Átaks er þörf Málfræðingar, rithöfundar og aðrir sem viðra skoðanir sínar á vegferð íslenskunnar eru ósammála um leitni þróunarinnar. Þrátt fyrir það telja margir landsmenn mikilvægt að halda vel á spöðum og greiða fyrir því að íslensk tunga verði lengi lifandi og margslungin. Veröld, stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, er þarft skref og fleiri koma til. Nefna má átak til betra læsis barna, fyrirhugaða eflingu íslenskra fræða með bættri aðstöðu háskólafólks og textun sjónvarpsefnis fyrir börn. En betur má ef duga skal. Þá er vert að benda á orð Vigdísar um að nota beri sjónvarp til þess að efla tungumálaþekkingu okkar og íslenskuna sjálfa. Með stafrænum miðlum og tölvuvæðingu má ýta af stað mikilli skriðu af fyrirliggjandi efni til áhorfenda, ungra sem aldinna. Hér á ég við hundruð klukkustunda af ágætu sjónvarpsefni, einkum alls konar fræðsluefni. Rétthafar þess flestir væru áreiðanlega til í að semja um lágar þóknanir ef þeir hefðu vissu fyrir flutningi og vildu efla tungumálið. Samhliða yrði að leggja verulegar upphæðir til framleiðenda og sjónvarpsstöðva svo vinna megi miklu meira af nýju innlendu efni til skemmtunar og fróðleiks, jafnt fræðsluþætti sem leikið efni, heimildarmyndir sem kennsluþætti. Félagslegt átak, vel styrkt af opinberu fé, er nú mikilvægara en nokkru sinni.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun