Er íslenskan í hættu? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Varla nokkurt hinna lítið útbreiddu og sérstæðu tungumála heims þróast án áhrifa útbreiddu málanna, svo sem ensku, spænsku, rússnesku og kínversku. Í þeim efnum má eflaust greina framþróun og öfugþróun. Í síðarnefndu tilvikunum koma inn ný orð og hugtök sem skáka þeim hefðbundnu í miklum mæli og orðaforði „meðalþegnsins“ úr upprunamáli hans verður æ fátæklegri við að eitt eða tvö orð verða allsráðandi um tiltekið efni. Það gerist m.a. með því að margar sagnir, lýsingarorð og nafnorð missa merkingu, hverfa úr daglegu máli og gera nokkurra ára eða áratuga ritmál torskilið. Núna gera menn tónlist, kjúklingarétt og myndlist og labba á Everest, eiga góðan dag og lúkka vel eða illa. Um íslensku 22. aldar vil ég engu spá.Átaks er þörf Málfræðingar, rithöfundar og aðrir sem viðra skoðanir sínar á vegferð íslenskunnar eru ósammála um leitni þróunarinnar. Þrátt fyrir það telja margir landsmenn mikilvægt að halda vel á spöðum og greiða fyrir því að íslensk tunga verði lengi lifandi og margslungin. Veröld, stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, er þarft skref og fleiri koma til. Nefna má átak til betra læsis barna, fyrirhugaða eflingu íslenskra fræða með bættri aðstöðu háskólafólks og textun sjónvarpsefnis fyrir börn. En betur má ef duga skal. Þá er vert að benda á orð Vigdísar um að nota beri sjónvarp til þess að efla tungumálaþekkingu okkar og íslenskuna sjálfa. Með stafrænum miðlum og tölvuvæðingu má ýta af stað mikilli skriðu af fyrirliggjandi efni til áhorfenda, ungra sem aldinna. Hér á ég við hundruð klukkustunda af ágætu sjónvarpsefni, einkum alls konar fræðsluefni. Rétthafar þess flestir væru áreiðanlega til í að semja um lágar þóknanir ef þeir hefðu vissu fyrir flutningi og vildu efla tungumálið. Samhliða yrði að leggja verulegar upphæðir til framleiðenda og sjónvarpsstöðva svo vinna megi miklu meira af nýju innlendu efni til skemmtunar og fróðleiks, jafnt fræðsluþætti sem leikið efni, heimildarmyndir sem kennsluþætti. Félagslegt átak, vel styrkt af opinberu fé, er nú mikilvægara en nokkru sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Sjá meira
Varla nokkurt hinna lítið útbreiddu og sérstæðu tungumála heims þróast án áhrifa útbreiddu málanna, svo sem ensku, spænsku, rússnesku og kínversku. Í þeim efnum má eflaust greina framþróun og öfugþróun. Í síðarnefndu tilvikunum koma inn ný orð og hugtök sem skáka þeim hefðbundnu í miklum mæli og orðaforði „meðalþegnsins“ úr upprunamáli hans verður æ fátæklegri við að eitt eða tvö orð verða allsráðandi um tiltekið efni. Það gerist m.a. með því að margar sagnir, lýsingarorð og nafnorð missa merkingu, hverfa úr daglegu máli og gera nokkurra ára eða áratuga ritmál torskilið. Núna gera menn tónlist, kjúklingarétt og myndlist og labba á Everest, eiga góðan dag og lúkka vel eða illa. Um íslensku 22. aldar vil ég engu spá.Átaks er þörf Málfræðingar, rithöfundar og aðrir sem viðra skoðanir sínar á vegferð íslenskunnar eru ósammála um leitni þróunarinnar. Þrátt fyrir það telja margir landsmenn mikilvægt að halda vel á spöðum og greiða fyrir því að íslensk tunga verði lengi lifandi og margslungin. Veröld, stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, er þarft skref og fleiri koma til. Nefna má átak til betra læsis barna, fyrirhugaða eflingu íslenskra fræða með bættri aðstöðu háskólafólks og textun sjónvarpsefnis fyrir börn. En betur má ef duga skal. Þá er vert að benda á orð Vigdísar um að nota beri sjónvarp til þess að efla tungumálaþekkingu okkar og íslenskuna sjálfa. Með stafrænum miðlum og tölvuvæðingu má ýta af stað mikilli skriðu af fyrirliggjandi efni til áhorfenda, ungra sem aldinna. Hér á ég við hundruð klukkustunda af ágætu sjónvarpsefni, einkum alls konar fræðsluefni. Rétthafar þess flestir væru áreiðanlega til í að semja um lágar þóknanir ef þeir hefðu vissu fyrir flutningi og vildu efla tungumálið. Samhliða yrði að leggja verulegar upphæðir til framleiðenda og sjónvarpsstöðva svo vinna megi miklu meira af nýju innlendu efni til skemmtunar og fróðleiks, jafnt fræðsluþætti sem leikið efni, heimildarmyndir sem kennsluþætti. Félagslegt átak, vel styrkt af opinberu fé, er nú mikilvægara en nokkru sinni.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun