Handbolti

Aron aftur tilefndur sem leikmaður umferðarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron skoraði samtals 13 mörk í leikjunum tveimur gegn Montpellier.
Aron skoraði samtals 13 mörk í leikjunum tveimur gegn Montpellier. vísir/epa
Aðra vikuna í röð er Aron Pálmarsson tilnefndur sem leikmaður umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Aron var valinn leikmaður umferðarinnar í síðustu viku fyrir frammistöðu sína í fyrri leik Veszprém og Montpellier í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Aron skoraði sex mörk í leiknum og var markahæstur í liði Veszprém.

Aron hélt uppteknum hætti í seinni leiknum gegn Montpellier þar sem hann skoraði sjö mörk og var aftur markahæstur hjá Veszprém.

Ungverska meistaraliðið vann einvígið 56-48 samanlagt og mætir Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en dregið var í morgun.

Aron hefur spilað vel með Veszprém eftir að hann sneri aftur eftir meiðsli. Það veit á gott fyrir íslenska landsliðið sem á fyrir höndum tvö gríðarlega mikilvæga leiki gegn Makedóníu í undankeppni EM 2018.

Aron hefur skorað 43 mörk í 11 leikjum í Meistaradeildinni í vetur.

Þessir eru tilnefndir sem leikmaður umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu:

Markvörður: Gonzalo Pérez de Vargas (Barcelona)

Vinstra horn: Valero Rivera (Barcelona)

Vinstri skytta: Aron Pálmarsson (Veszprém)

Miðjumaður: Luka Cindric (Vardar)

Hægri skytta: Jure Dolenec (Montpellier)

Hægra horn: Daniil Shishkarev (Vardar)

Línumaður: Luka Karabatic (Paris Saint-Germain)

Hægt er að kjósa með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Geir: Frábært að fá Aron aftur í liðið

Geir Sveinsson landsliðsþjálfari gerði aðeins eina breytingu á leikmannahópi sínum frá HM og hópnum sem mætir Makedóníu í undankeppni EM í upphafi næsta mánaðar.

Aron og félagar fengu PSG

Aron Pálmarsson og félagar í ungverska meistaraliðinu Veszprém mæta Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Veszprem tekur þriggja marka forskot til Frakklands

Aron var meðal markahæstu manna Veszprem er liðið vann þriggja marka sigur á Montpellier í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en sigurvegarin einvígisins fær þátttökurétt á Final Four helginni.

Reiknar með breyttum leikstíl Makedóníu

Geir Sveinsson landsliðsþjálfari býst við því að Makedónía muni ekki spila sama handbolta í næsta mánuði og það gerði á HM í janúar. Nýr þjálfari hefur tekið við liðinu og íslenska liðið verður að ná hagstæðum úrslitum.

Aron snýr aftur í landsliðið

Nú upp úr hádegi tilkynnti Geir Sveinsson landsliðsþjálfari leikmannahóp sinn fyrir komandi leiki í undankeppni EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×