Karnival í KR-heimilinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. maí 2017 06:00 Brynjar Þór Björnsson lyftir Íslandsmeistarabikarnum í DHL-höllinni í Frostaskjóli í gærkvöldi. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill KR í röð. Fréttablaðið/andri marinó Fjórða árið í röð náði KR að verða Íslandsmeistari í körfubolta. Það er magnaður árangur. Grindvíkingar voru eins og lömb leidd til slátrunar fyrir framan 2.700 áhorfendur í KR-heimilinu í gær. Það var uppselt og hætt að selja inn hálftíma fyrir leik. Slíkt gerist bara ekki á Íslandi og gaman að sjá þennan mikla körfuboltaáhuga. Eftir lofandi upphafsmínútur hjá Grindvíkingum þá féll þeim allur ketill í eld. Brattir KR-ingar tóku keflið og hlupu með það alla leið. KR skoraði 21 síðustu stig fyrri hálfleiks og leiddi með 31 stig yfir í hálfleik, 49-18. Algjörlega ótrúlegar tölur. Á meðan ofurlið KR sýndi loksins allar sínar bestu hliðar voru Grindvíkingar heillum horfnir. Þeirra aðalmaður, Lewis Clinch, var meðvitundarlaus og skoraði sitt fyrsta stig ekki fyrr en í lok þriðja leikhluta. Þá var leikurinn löngu búinn. Sýndu sig á stóra sviðinuVísir/Andri MarinóÞað var hrein unun að fylgjast með KR-liðinu í gær. Þó svo liðið sé búið að vinna allt þá er búið að gagnrýna þá nokkuð. Er sviðið var orðið eins stórt og það getur orðið þá sýndu þessir strákar svo sannarlega hvað þeir eru. Þetta eru sigurvegarar. Fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson fór fyrir sínu liði en hann elskar stóru leikina. Hann sýndi það enn eina ferðina í gær með mögnuðum leik. Það lögðu allir sín lóð á vogarskálarnir í gær. Engir farþegar. Einfaldlega besta körfuboltalið landsins að sýna þjóðinni hvað það er gott. Það sem hlýtur að gera þennan einstaka árangur KR-liðsins enn sætari en ella fyrir félagið er sú staðreynd að liðið er borið uppi af uppöldum KR-ingum. Útlendingurinn er í aukahlutverki og í raun gæti KR stillt upp alíslensku byrjunarliði ef Kristófer Acox væri settur í liðið. Þessir titlar eru stór rós í hnappagat uppeldisstarfs KR-inga sem er augljóslega til mikillar fyrirmyndar. Grindvíkingar eiga skilið klapp á bakið fyrir sína frammistöðu í vetur þrátt fyrir þessa útreið. Liðið er búið að gefa öllum langt nef í vetur og það var ekki lítið afrek hjá þeim að komast í þennan oddaleik gegn KR. Er upp var staðið var verkefnið einfaldlega of stórt engu að síður. Loksins á heimavelli„Það er alveg yndislegt að lyfta bikarnum á heimavelli núna eftir að hafa tekið síðustu þrjá á útivelli,“ sagði glaðbeittur fyrirliði KR, Brynjar Þór Björnsson, sem var að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil í gær. „Ég trúði því varla er ég frétti að stúkan væri full tveimur tímum fyrir leik og það var ólýsanlegt að labba út í upphitun og síðan spila leikinn í þessari umgjörð. Það er alltaf verið að tala um hvað við séum rosalega góðir og það síast inn. Þá kemur deyfð. Við erum eiginlega fórnarlömb okkar eigin árangurs. Við höfðum gaman af þessu og þegar sviðið verður svona stórt þá höfðum við rosalega gaman af þessu.“ Brynjar segir að það hafi ekki verið neitt stress þó svo liðið hafi verið að spila illa í síðustu leikjum. Sjálfur elskar hann stóru leikina og sýndi það í kvöld með því að vera stigahæstur á vellinum með 23 stig. „Þetta eru síðustu forvöð hjá mér að spila svona leiki og það er því eins gott fyrir mig að njóta þess. Þetta var einstakur viðburður þessi leikur fyrir framan uppseldu húsi. Það er mikið afrek að vinna þetta fjögur ár í röð. Síðustu fjórir titlar dofna í samanburði við þennan. Þessi var rosalega sætur.“ Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Fjórða árið í röð náði KR að verða Íslandsmeistari í körfubolta. Það er magnaður árangur. Grindvíkingar voru eins og lömb leidd til slátrunar fyrir framan 2.700 áhorfendur í KR-heimilinu í gær. Það var uppselt og hætt að selja inn hálftíma fyrir leik. Slíkt gerist bara ekki á Íslandi og gaman að sjá þennan mikla körfuboltaáhuga. Eftir lofandi upphafsmínútur hjá Grindvíkingum þá féll þeim allur ketill í eld. Brattir KR-ingar tóku keflið og hlupu með það alla leið. KR skoraði 21 síðustu stig fyrri hálfleiks og leiddi með 31 stig yfir í hálfleik, 49-18. Algjörlega ótrúlegar tölur. Á meðan ofurlið KR sýndi loksins allar sínar bestu hliðar voru Grindvíkingar heillum horfnir. Þeirra aðalmaður, Lewis Clinch, var meðvitundarlaus og skoraði sitt fyrsta stig ekki fyrr en í lok þriðja leikhluta. Þá var leikurinn löngu búinn. Sýndu sig á stóra sviðinuVísir/Andri MarinóÞað var hrein unun að fylgjast með KR-liðinu í gær. Þó svo liðið sé búið að vinna allt þá er búið að gagnrýna þá nokkuð. Er sviðið var orðið eins stórt og það getur orðið þá sýndu þessir strákar svo sannarlega hvað þeir eru. Þetta eru sigurvegarar. Fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson fór fyrir sínu liði en hann elskar stóru leikina. Hann sýndi það enn eina ferðina í gær með mögnuðum leik. Það lögðu allir sín lóð á vogarskálarnir í gær. Engir farþegar. Einfaldlega besta körfuboltalið landsins að sýna þjóðinni hvað það er gott. Það sem hlýtur að gera þennan einstaka árangur KR-liðsins enn sætari en ella fyrir félagið er sú staðreynd að liðið er borið uppi af uppöldum KR-ingum. Útlendingurinn er í aukahlutverki og í raun gæti KR stillt upp alíslensku byrjunarliði ef Kristófer Acox væri settur í liðið. Þessir titlar eru stór rós í hnappagat uppeldisstarfs KR-inga sem er augljóslega til mikillar fyrirmyndar. Grindvíkingar eiga skilið klapp á bakið fyrir sína frammistöðu í vetur þrátt fyrir þessa útreið. Liðið er búið að gefa öllum langt nef í vetur og það var ekki lítið afrek hjá þeim að komast í þennan oddaleik gegn KR. Er upp var staðið var verkefnið einfaldlega of stórt engu að síður. Loksins á heimavelli„Það er alveg yndislegt að lyfta bikarnum á heimavelli núna eftir að hafa tekið síðustu þrjá á útivelli,“ sagði glaðbeittur fyrirliði KR, Brynjar Þór Björnsson, sem var að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil í gær. „Ég trúði því varla er ég frétti að stúkan væri full tveimur tímum fyrir leik og það var ólýsanlegt að labba út í upphitun og síðan spila leikinn í þessari umgjörð. Það er alltaf verið að tala um hvað við séum rosalega góðir og það síast inn. Þá kemur deyfð. Við erum eiginlega fórnarlömb okkar eigin árangurs. Við höfðum gaman af þessu og þegar sviðið verður svona stórt þá höfðum við rosalega gaman af þessu.“ Brynjar segir að það hafi ekki verið neitt stress þó svo liðið hafi verið að spila illa í síðustu leikjum. Sjálfur elskar hann stóru leikina og sýndi það í kvöld með því að vera stigahæstur á vellinum með 23 stig. „Þetta eru síðustu forvöð hjá mér að spila svona leiki og það er því eins gott fyrir mig að njóta þess. Þetta var einstakur viðburður þessi leikur fyrir framan uppseldu húsi. Það er mikið afrek að vinna þetta fjögur ár í röð. Síðustu fjórir titlar dofna í samanburði við þennan. Þessi var rosalega sætur.“
Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum