Erlent

Trump þvertekur fyrir að hafa beðið yfirmann FBI um að hætta rannsókn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar því að hafa nokkru sinni farið fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, að sá síðarnefndi myndi benda á rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Washington Post greinir frá.

„Nei, nei. Næsta spurning,“ sagði Trump aðspurður af fjölmiðlamönnum í Washington hvort hann hefði beðið Comey um að hætta að rannsaka möguleg tengsl Michael Flynn, sem starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump, við Rússland.

Fyrr í vikunni var greint frá því að Trump hefði einmitt farið fram á slíkt við Comey og var fréttaflutningurinn byggður á minnisblaði sem sá síðarnefndi skrifaði eftir að fund hans með Trump í Hvíta húsinu í febrúar. Comey var rekinn sem yfirmaður FBI í síðustu viku.

Trump ítrekaði einnig orð sín um að ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að skipa sérstakan saksóknara til þess að rannsaka tengsl starfsmanna Donald Trump við Rússland í aðdraganda forsetakosningana í haust væru nornaveiðar.

„Ég get virt þessa ákvörðun en allt eru nornaveiðar. Það var ekkert leynimakk á milli mín, kosningateymis míns og Rússlands. Ekkert,“ sagði Trump sem svaraði spurningum blaðamanna eftir fund hans með Juan Manuel Santos, forseta Kólumbíu.


Tengdar fréttir

Martraðarbyrjun hjá Donald Trump

Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu

Trump sakaður um að hindra framgang réttvísinnar

Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar.

Trump bað Comey um að binda enda á rannsókn FBI á Flynn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í febrúar fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, að hann myndi binda enda á rannsókn FBI á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×