Umdeildur fógeti fær mögulega stöðu í ríkisstjórn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2017 10:45 Fógetinn David Clarke. Vísir/Getty Hinn umdeildi fógeti David Clarke segist hafa verið ráðinn í stöðu hjá Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. Hann hefur lýst Black Life Matters hreyfingunni sem haturs- og hryðjuverkasamtökum og árið 2015 tísti hann að hreyfingin myndi ganga til liðs við Íslamska ríkið og eyða Bandaríkjunum innan frá. Clarke er skráður í Demókrataflokkinn en hefur verið ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.Clarke sagði frá nýja starfinu sínu í útvarpsviðtali í gær. Samkvæmt VOX mun starf hans fela í sér að koma stefnumálum Trump í framkvæmd á landvísu. Starfsmenn ríkisstjórnarinnar hafa ekki staðfest ráðningu fógetans, sem hefur undanfarin ár verið fógeti Milwaukee sýslu. Clarke hefur verið gagnrýndur harðlega vegna dauðsfalla í fangelsi sem hann stjórnar. Fjórir létu lífið í fangelsinu í fyrra og þar á meðal nýfætt barn. Einn maður sem lét lífið átti við geðræn vandamál að stríða, en hann fékk ekki vatn að drekka í viku og lést úr vökvaskorti. Philip McNamara var áður í þeirri stöðu sem Clarke hefur verið ráðinn í. Hann var skipaður í hana af Barack Obama. Hann segir starfið fela í sér samskipti við embættismönnum einstakra ríkja og sveitarfélaga. Tíst hans um nýtt starf Clarke hefur vakið mikla athygli. Þar tekur hann saman ýmis mjög svo umdeild atvik sem Clarke hefur komið að.I'm being replaced @DHSgov by #SheriffClarke. My job was to work with state and local officials. Clarke says he wants to strangle #Democrats— Phil McNamara (@philindc) May 17, 2017 Donald Trump Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Hinn umdeildi fógeti David Clarke segist hafa verið ráðinn í stöðu hjá Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. Hann hefur lýst Black Life Matters hreyfingunni sem haturs- og hryðjuverkasamtökum og árið 2015 tísti hann að hreyfingin myndi ganga til liðs við Íslamska ríkið og eyða Bandaríkjunum innan frá. Clarke er skráður í Demókrataflokkinn en hefur verið ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.Clarke sagði frá nýja starfinu sínu í útvarpsviðtali í gær. Samkvæmt VOX mun starf hans fela í sér að koma stefnumálum Trump í framkvæmd á landvísu. Starfsmenn ríkisstjórnarinnar hafa ekki staðfest ráðningu fógetans, sem hefur undanfarin ár verið fógeti Milwaukee sýslu. Clarke hefur verið gagnrýndur harðlega vegna dauðsfalla í fangelsi sem hann stjórnar. Fjórir létu lífið í fangelsinu í fyrra og þar á meðal nýfætt barn. Einn maður sem lét lífið átti við geðræn vandamál að stríða, en hann fékk ekki vatn að drekka í viku og lést úr vökvaskorti. Philip McNamara var áður í þeirri stöðu sem Clarke hefur verið ráðinn í. Hann var skipaður í hana af Barack Obama. Hann segir starfið fela í sér samskipti við embættismönnum einstakra ríkja og sveitarfélaga. Tíst hans um nýtt starf Clarke hefur vakið mikla athygli. Þar tekur hann saman ýmis mjög svo umdeild atvik sem Clarke hefur komið að.I'm being replaced @DHSgov by #SheriffClarke. My job was to work with state and local officials. Clarke says he wants to strangle #Democrats— Phil McNamara (@philindc) May 17, 2017
Donald Trump Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira