Leikmunur - Opið bréf til kjósenda Bjartrar framtíðar Kári Stefánsson skrifar 18. maí 2017 07:00 „Guð hjálpi þeim sem heillast af hagfræðitölum hveitiframleiðslunnar en staldrar ekki við til að dást að kornaxinu. Þótt peningar falli vissulega ljúfar ofan í reiknilíkön og prósentur en aðrir þættir mannlífsins, þá skipta aðrir hlutir ekki síður máli. Kærleikur, virðing og mannréttindi eru ekki síður mikilvæg og ber að hafa hugfast í störfum bæði þings og ríkisstjórnar. Höfum það hugfast að við vorum ekki bara kosin til að taka ákvarðanir og fara með völd, heldur til þess að þjóna almenningi í landinu. Gerum það, verum góð.“ Óttarr Proppé í þingræðu 2016 Formaður flokksins ykkar, hann Óttarr Proppé, slæddist inn í borgarpólitíkina í kjölfar Jóns Gnarrs. Hann var utangarðsmaður í huga samfélagsins sem ögraði ríkjandi stjórnmálamönnum sem höfðu fjarlægst fólkið í landinu og vilja þess í mikilvægum málum. Síðan var hann kjörinn á þing og í stjórnarandstöðu flutti hann hrífandi ræður um mikilvægi kærleikans og mannréttinda og þess að þing og ríkisstjórn geri sér grein fyrir því að peningar séu ekki allt (sjá ívitnun hér að ofan). Nú er hann heilbrigðismálaráðherra í ríkisstjórn peningastrákanna, Bjarna og Benedikts, og hefur um það stór orð hvað honum líði vel að vinna með þeim. Það er eins og hann hafi ekki hlýtt á eigin ræður hvað þá annað samið og flutt, nema þær hafi verið hugsaðar sem öfugmælavísur. Það er ekki nóg með að hann sætti sig við félagsskapinn, hann er orðinn einn af strákunum og það finnst honum kúl. Fyrir kosningar var íslensk þjóð nokkuð einróma í þeirri skoðun sinni að heilbrigðiskerfið væri í rusli og það yrði að ráðast í myndarlega endurreisn þess. Krafa til Alþingis um að 11% af vergri landsframleiðslu yrði varið til reksturs heilbrigðiskerfisins var undirrituð af 85.000 atkvæðisbærum Íslendingum. Allir stjórnmálaflokkarnir hétu því að þeir myndu ráðast í endurreisnina eftir kosningar, að undanskildum Sjálfstæðisflokknum sem sló í og úr og hélt því stundum fram að það væri að mestu búið að endurreisa kerfið. Annað loforð sem allir flokkarnir veittu var að stemma stigu við einkavæðingu heilbrigðiskerfisins utan Sjálfstæðisflokkurinn sem einnig þar sló í og úr. Í stjórnarmyndunarviðræðunum segir formaður ykkar að hann hafi beðið um heilbrigðismálaráðuneytið sem hann og fékk. Nú skulum við skoða hvernig honum gengur að efna loforð honum Óttari Proppé og hversu vel hann lýtur vilja fólksins í landinu. Það má vera að ykkur kjósendum hans finnist fullsnemmt að meta það eftir aðeins fjóra mánuði, en ekki gleyma því að við höfum fimm ára áætlun ríkisfjármála sem yfirlýstan vilja hans og samráðherra hans um það hvernig þeir hyggjast taka á heilbrigðiskerfinu.Loforð um endurreisn heilbrigðiskerfisins Krafan til Alþingis sem var undirrituð af 85 þúsund manns í fyrra var upp á 11% af vergri landsframleiðslu til reksturs heilbrigðiskerfisins sem hefði aukið fé til þess um 40 milljarða króna á ári. Ríkisfjármálaáætlunin gerir ráð fyrir 45 milljörðum af nýju fé inn í kerfið á fimm árum. Þar af fara 36 milljarðar í nýbyggingu Landspítalans sem hefur ekkert með rekstur heilbrigðiskerfisins að gera. Af þeim níu milljörðum sem eftir standa er tveimur ætlað að standa straum af kostnaði við læknisþjónustu Íslendinga erlendis sem er furðuleg ráðstöfun á fé og verður vikið að henni hér síðar. Þá eru eftir sjö milljarðar króna af nýju fé á fimm árum sem gera 1,4 milljarða á ári eða rétt um þrjú prósent af kröfu fólksins í landinu. Þegar rýnt er vendilega ofan í tölurnar í ríkisfjármálaáætluninni og gert ráð fyrir fólksfjölgun og breytingu í aldurssamsetningu er ljóst að það er gert ráð fyrir því að setja nákvæmlega ekkert nýtt fé í að endurskipuleggja og bæta þjónustu við landsmenn á næstu fimm árum. Endurreisn heilbrigðiskerfisins er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Þegar við sátum á löngum fundi með Óttari Proppé niður í Vatnsmýrinni á föstudaginn 5. maí, ég og tveir forsvarsmenn læknisfræði í landinu, bentum við honum á þetta. Hann yppti öxlum og viðurkenndi að ríkisfjármálaáætlunin væri í litlu samræmi við kröfur fólksins í landinu en hann væri samt ánægður með hlut heilbrigðiskerfisins. Hann talaði um fjárhagslegan raunveruleika sem setti okkur skorður. Okkar svör við því voru að það hefði aldrei verið meiri auður í íslensku samfélagi og það væri vilji fólksins í landinu að skattleggja þennan auð að því marki að við höfum efni á mannsæmandi heilbrigðiskerfi. Það leist heilbrigðismálaráðherranum ekki á vegna þess að það kynni að valda óróa í hinu góða stjórnarsamstarfi. Honum er sem sagt meira í mun að þóknast Bjarna Benediktssyni og Benedikt Jóhannessyni en fólkinu í landinu. Þeir tveir virðast hins vegar staðráðnir í því að hunsa þann grundvallarþátt lýðræðisins sem felst í því að fara að vilja fólksins þegar hann er skýr. Og hvers vegna skyldi það svo vera er spurning sem beinir sjónum að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.Loforð um að stemma stigu við einkavæðingu heilbrigðiskerfisins Þegar við félagarnir þrír bentum heilbrigðismálaráðherra á þá staðreynd að stefna Sjúkratrygginga sem hefur verið við lýði um árabil, að svelta Landspítalann en gera ríkulega samninga við félög heilbrigðisstétta, hafi leitt til mikillar einkavæðingar á heilbrigðisþjónustu sagðist hann gera sér grein fyrir þessu en hefði engin plön um að breyta stefnunni. Þessi háttur Sjúkratrygginga hlýtur að skoðast sem markviss tilraun til einkavæðingar vegna þess að ekki sparar hann fé. Með því að koma í veg fyrir að Spítalinn sé í stakk búinn til þess að sinna verkefnum er hins vegar búin til knýjandi þörf fyrir einkaframtakið. Klíníkin í Ármúlanum er orðin flaggskip einkavæðingarinnar en þar eru framkvæmdar inngripsmiklar aðgerðir á sjúklingum. Þörfin fyrir þjónustu Klíníkurinnar er alfarið háð fjársvelti Landspítalans. Víkur nú sögunni að milljörðunum tveimur í ríkisfjármálaáætluninni sem eiga að fara í læknisþjónustu við Íslendinga erlendis. Það fé fer líklega í fyrstu til þess að borga fyrir aðgerðir framkvæmdar á einkasjúkrahúsum í Svíþjóð af þeirri gerð sem eru framkvæmdar á Klíníkinni í Ármúlanum. Síðan verður látið undan þrýstingi og borgað fyrir aðgerðirnar á Klíníkinni. Milljarðarnir tveir eru sem sagt fé sem er eyrnamerkt til þess að fjármagna einkavæðingu í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Í stað þess mætti nota þetta fé til þess að útbúa Landspítalann til þess að sinna allri þeirri þörf sem er fyrir þessar aðgerðir á landi hér. Þar er öryggi sjúklinga mun betur gætt en á fábrotinni einkaklíník í Ármúlanum og aðgerðirnar nýtast til þess að mennta og þjálfa næstu kynslóð heilbrigðisstarfsmanna. Er ekki nokkuð ljóst á því sem hér hefur verið rakið að það er dálítið bil milli þess Óttars sem flutti í fyrra ræðuna sem ég vitnaði í og hins sem nú situr sem heilbrigðismálaráðherra? Ég er að velta fyrir mér þeim möguleika að hann hafi í rauninni aldrei meint það sem hann sagði í ræðunum sínum. Hann vann lengi sem afgreiðslumaður í bókabúð og leit á sig sem mann bókmenntanna. Kannski var ræðunum hans einfaldlega ætlað að höfða til tilfinninga og hrífa eins og prósaískt ljóð án þess að baki þeim væri loforð um að standa við eitt einasta orð sem hann sagði; án þess að hann meinti eitt einasta orð sem annað en tæki til þess að kitla tilfinningar. Hinn möguleikinn er sá að hann meini allt en skilji einfaldlega ekki það sem er að gerast í kringum hann og láti Bjarna og Benedikt, sem eru læsari á tölur en hann, þyrla í kringum sig bókhaldsskýi hnausþykku. Hvort sem reynist rétt er hann ekki maður orða sinna og kominn tími til þess að þið sem kusuð hann losið okkur við hann. Það er ekki bara nauðsynlegt fyrir okkur og ykkur heldur líka fyrir Óttar, vegna þess að hann er farinn að líta út eins og leikmunur á sviðinu þar sem Bjarni og Benedikt syngja vesöld og sult í bú hins almenna borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
„Guð hjálpi þeim sem heillast af hagfræðitölum hveitiframleiðslunnar en staldrar ekki við til að dást að kornaxinu. Þótt peningar falli vissulega ljúfar ofan í reiknilíkön og prósentur en aðrir þættir mannlífsins, þá skipta aðrir hlutir ekki síður máli. Kærleikur, virðing og mannréttindi eru ekki síður mikilvæg og ber að hafa hugfast í störfum bæði þings og ríkisstjórnar. Höfum það hugfast að við vorum ekki bara kosin til að taka ákvarðanir og fara með völd, heldur til þess að þjóna almenningi í landinu. Gerum það, verum góð.“ Óttarr Proppé í þingræðu 2016 Formaður flokksins ykkar, hann Óttarr Proppé, slæddist inn í borgarpólitíkina í kjölfar Jóns Gnarrs. Hann var utangarðsmaður í huga samfélagsins sem ögraði ríkjandi stjórnmálamönnum sem höfðu fjarlægst fólkið í landinu og vilja þess í mikilvægum málum. Síðan var hann kjörinn á þing og í stjórnarandstöðu flutti hann hrífandi ræður um mikilvægi kærleikans og mannréttinda og þess að þing og ríkisstjórn geri sér grein fyrir því að peningar séu ekki allt (sjá ívitnun hér að ofan). Nú er hann heilbrigðismálaráðherra í ríkisstjórn peningastrákanna, Bjarna og Benedikts, og hefur um það stór orð hvað honum líði vel að vinna með þeim. Það er eins og hann hafi ekki hlýtt á eigin ræður hvað þá annað samið og flutt, nema þær hafi verið hugsaðar sem öfugmælavísur. Það er ekki nóg með að hann sætti sig við félagsskapinn, hann er orðinn einn af strákunum og það finnst honum kúl. Fyrir kosningar var íslensk þjóð nokkuð einróma í þeirri skoðun sinni að heilbrigðiskerfið væri í rusli og það yrði að ráðast í myndarlega endurreisn þess. Krafa til Alþingis um að 11% af vergri landsframleiðslu yrði varið til reksturs heilbrigðiskerfisins var undirrituð af 85.000 atkvæðisbærum Íslendingum. Allir stjórnmálaflokkarnir hétu því að þeir myndu ráðast í endurreisnina eftir kosningar, að undanskildum Sjálfstæðisflokknum sem sló í og úr og hélt því stundum fram að það væri að mestu búið að endurreisa kerfið. Annað loforð sem allir flokkarnir veittu var að stemma stigu við einkavæðingu heilbrigðiskerfisins utan Sjálfstæðisflokkurinn sem einnig þar sló í og úr. Í stjórnarmyndunarviðræðunum segir formaður ykkar að hann hafi beðið um heilbrigðismálaráðuneytið sem hann og fékk. Nú skulum við skoða hvernig honum gengur að efna loforð honum Óttari Proppé og hversu vel hann lýtur vilja fólksins í landinu. Það má vera að ykkur kjósendum hans finnist fullsnemmt að meta það eftir aðeins fjóra mánuði, en ekki gleyma því að við höfum fimm ára áætlun ríkisfjármála sem yfirlýstan vilja hans og samráðherra hans um það hvernig þeir hyggjast taka á heilbrigðiskerfinu.Loforð um endurreisn heilbrigðiskerfisins Krafan til Alþingis sem var undirrituð af 85 þúsund manns í fyrra var upp á 11% af vergri landsframleiðslu til reksturs heilbrigðiskerfisins sem hefði aukið fé til þess um 40 milljarða króna á ári. Ríkisfjármálaáætlunin gerir ráð fyrir 45 milljörðum af nýju fé inn í kerfið á fimm árum. Þar af fara 36 milljarðar í nýbyggingu Landspítalans sem hefur ekkert með rekstur heilbrigðiskerfisins að gera. Af þeim níu milljörðum sem eftir standa er tveimur ætlað að standa straum af kostnaði við læknisþjónustu Íslendinga erlendis sem er furðuleg ráðstöfun á fé og verður vikið að henni hér síðar. Þá eru eftir sjö milljarðar króna af nýju fé á fimm árum sem gera 1,4 milljarða á ári eða rétt um þrjú prósent af kröfu fólksins í landinu. Þegar rýnt er vendilega ofan í tölurnar í ríkisfjármálaáætluninni og gert ráð fyrir fólksfjölgun og breytingu í aldurssamsetningu er ljóst að það er gert ráð fyrir því að setja nákvæmlega ekkert nýtt fé í að endurskipuleggja og bæta þjónustu við landsmenn á næstu fimm árum. Endurreisn heilbrigðiskerfisins er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Þegar við sátum á löngum fundi með Óttari Proppé niður í Vatnsmýrinni á föstudaginn 5. maí, ég og tveir forsvarsmenn læknisfræði í landinu, bentum við honum á þetta. Hann yppti öxlum og viðurkenndi að ríkisfjármálaáætlunin væri í litlu samræmi við kröfur fólksins í landinu en hann væri samt ánægður með hlut heilbrigðiskerfisins. Hann talaði um fjárhagslegan raunveruleika sem setti okkur skorður. Okkar svör við því voru að það hefði aldrei verið meiri auður í íslensku samfélagi og það væri vilji fólksins í landinu að skattleggja þennan auð að því marki að við höfum efni á mannsæmandi heilbrigðiskerfi. Það leist heilbrigðismálaráðherranum ekki á vegna þess að það kynni að valda óróa í hinu góða stjórnarsamstarfi. Honum er sem sagt meira í mun að þóknast Bjarna Benediktssyni og Benedikt Jóhannessyni en fólkinu í landinu. Þeir tveir virðast hins vegar staðráðnir í því að hunsa þann grundvallarþátt lýðræðisins sem felst í því að fara að vilja fólksins þegar hann er skýr. Og hvers vegna skyldi það svo vera er spurning sem beinir sjónum að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.Loforð um að stemma stigu við einkavæðingu heilbrigðiskerfisins Þegar við félagarnir þrír bentum heilbrigðismálaráðherra á þá staðreynd að stefna Sjúkratrygginga sem hefur verið við lýði um árabil, að svelta Landspítalann en gera ríkulega samninga við félög heilbrigðisstétta, hafi leitt til mikillar einkavæðingar á heilbrigðisþjónustu sagðist hann gera sér grein fyrir þessu en hefði engin plön um að breyta stefnunni. Þessi háttur Sjúkratrygginga hlýtur að skoðast sem markviss tilraun til einkavæðingar vegna þess að ekki sparar hann fé. Með því að koma í veg fyrir að Spítalinn sé í stakk búinn til þess að sinna verkefnum er hins vegar búin til knýjandi þörf fyrir einkaframtakið. Klíníkin í Ármúlanum er orðin flaggskip einkavæðingarinnar en þar eru framkvæmdar inngripsmiklar aðgerðir á sjúklingum. Þörfin fyrir þjónustu Klíníkurinnar er alfarið háð fjársvelti Landspítalans. Víkur nú sögunni að milljörðunum tveimur í ríkisfjármálaáætluninni sem eiga að fara í læknisþjónustu við Íslendinga erlendis. Það fé fer líklega í fyrstu til þess að borga fyrir aðgerðir framkvæmdar á einkasjúkrahúsum í Svíþjóð af þeirri gerð sem eru framkvæmdar á Klíníkinni í Ármúlanum. Síðan verður látið undan þrýstingi og borgað fyrir aðgerðirnar á Klíníkinni. Milljarðarnir tveir eru sem sagt fé sem er eyrnamerkt til þess að fjármagna einkavæðingu í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Í stað þess mætti nota þetta fé til þess að útbúa Landspítalann til þess að sinna allri þeirri þörf sem er fyrir þessar aðgerðir á landi hér. Þar er öryggi sjúklinga mun betur gætt en á fábrotinni einkaklíník í Ármúlanum og aðgerðirnar nýtast til þess að mennta og þjálfa næstu kynslóð heilbrigðisstarfsmanna. Er ekki nokkuð ljóst á því sem hér hefur verið rakið að það er dálítið bil milli þess Óttars sem flutti í fyrra ræðuna sem ég vitnaði í og hins sem nú situr sem heilbrigðismálaráðherra? Ég er að velta fyrir mér þeim möguleika að hann hafi í rauninni aldrei meint það sem hann sagði í ræðunum sínum. Hann vann lengi sem afgreiðslumaður í bókabúð og leit á sig sem mann bókmenntanna. Kannski var ræðunum hans einfaldlega ætlað að höfða til tilfinninga og hrífa eins og prósaískt ljóð án þess að baki þeim væri loforð um að standa við eitt einasta orð sem hann sagði; án þess að hann meinti eitt einasta orð sem annað en tæki til þess að kitla tilfinningar. Hinn möguleikinn er sá að hann meini allt en skilji einfaldlega ekki það sem er að gerast í kringum hann og láti Bjarna og Benedikt, sem eru læsari á tölur en hann, þyrla í kringum sig bókhaldsskýi hnausþykku. Hvort sem reynist rétt er hann ekki maður orða sinna og kominn tími til þess að þið sem kusuð hann losið okkur við hann. Það er ekki bara nauðsynlegt fyrir okkur og ykkur heldur líka fyrir Óttar, vegna þess að hann er farinn að líta út eins og leikmunur á sviðinu þar sem Bjarni og Benedikt syngja vesöld og sult í bú hins almenna borgara.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun