Fiskeldi á öruggri framfarabraut Einar K. Guðfinnsson skrifar 17. maí 2017 07:00 Soffía Karen Magnúsdóttir, fagsviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, skrifar greinargóða, hófstillta og upplýsandi grein um fiskeldismál í Fréttablaðið 9. maí sl. og hvetur til málefnalegrar umræðu. Ekki varð henni að þeirri ósk sinni. Orri Vigfússon, formaður NASF, og svarinn andstæðingur laxeldis bregst við með grein í sama blaði og er á kunnuglegum slóðum. Í grein Orra eru margar sólir á lofti í senn eins og oft er háttur þeirra sem finna fiskeldi flest til foráttu. Gagnstætt því sem Orri lætur liggja að fer eldisframleiðsla á laxi í heiminum að langmestu leyti fram í sjókvíum; rétt eins og nú er gert (í afar litlum mæli þó) hér við land og notaður til þess búnaður eins og best þekkist annars staðar. Miklar framfarir hafa orðið varðandi allan búnað og tækni á undanförnum árum. Fiskeldisfyrirtækin hafa lagt fram geysiháar upphæðir til þess að þróa stöðugt betri tækni og lausnir af ýmsu tagi, sem til að mynda eru að líta dagsins ljós á þessu ári.Stjórnvöld við N-Atlantshaf stefna að auknu fiskeldi Orri fullyrðir að norska fyrirtækið Marine Harvest, stærsta fiskeldisfyrirtæki í heimi, „hafi snúið baki við eldi í opnum sjókvíum“. Þetta er heldur betur villandi máflutningur, svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Fyrirtækið stundar sitt laxeldi með sambærilegum hætti og önnur. En rétt eins og margir aðrir í þessari grein vinnur fyrirtækið hörðum höndum að þróun æ betri og öruggari búnaðar. Þekktast í því sambandi er hið svokallaða „egg“; lokað egglaga fiskeldiskerfi. Það er þó enn á þróunarstigi. Fullyrða má að eindregin viðleitni Marine Harvest og annarra muni valda straumhvörfum og auðvelda stjórnvöldum við Norður-Atlantshafið að ná þeim yfirlýstu markmiðum sínum að stórauka fiskeldisframleiðslu á næstu árum og áratugum. Eins og ég benti á í nýlegri Fréttablaðsgrein er engin ástæða til að ætla annað en að mikil þróun verði á þessu sviði á næstu árum. Þar eigum við Íslendingar ekki að vera hljóðir áhorfendur heldur virkir þátttakendur. Forsenda þess er auðvitað sú að hér sé þá til staðar fiskeldi svo að tryggt sé að þær lausnir sem bestar verða henti okkur og aðstæðum okkar.„Kuldinn er því náttúruleg vörn gegn lúsinni“ Þá segir Orri í grein sinni Soffíu „afneita hættunni af laxalús við Íslandsstrendur“. Þetta er einfaldlega röng fullyrðing og stenst engan veginn þegar hin ágæta grein hennar er lesin. Þvert á móti reifar Soffía einfaldlega stöðu þessara mála og gerir það á hófstilltan hátt og með gildum rökum. Þar er hún á sömu slóðum og vísindamenn okkar. Skemmst er að minnast fróðlegs viðtals Morgunblaðsins (5. maí sl.) við Agnar Steinarsson, sérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun, sem segir: „Það er lús í hafinu og þar hefur alltaf verið lús, það er bara eðlilegur hluti af flórunni. Lúsin er ekki orðin vandamál hér við land en ég veit til þess að menn í sjókvíaeldi fyrir vestan ætla að taka hrognkelsaseiði í haust. Þeir vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og hyggjast prófa sig áfram til að læra á þetta. Ef sjórinn heldur áfram að hlýna og vetur mildir samhliða auknu laxeldi þá eiga sumir von á því að lúsin geti náð sér á strik hérna. Þegar hitastig er komið niður í 2-3 gráður vex lúsin hins vegar ekki og fjölgar sér ekki og kuldinn er því náttúruleg vörn gegn lúsinni.“„Ríflega 90 prósent staðsetninga með gott eða mjög gott ástand“ Það kom mér á óvart að sjá fullyrðingu Orra um mengun frá laxeldisstöðvum. Margt mætti um það mál segja. Hér skal þó látið nægja – að sinni a.m.k. – að vísa í ný gögn norsku Fiskistofunnar, en þar segir: „Árleg umhverfisvöktun Fiskistofu Noregs undir og umhverfis eldiskvíar árið 2016 staðfestir góða þróun fyrri ára. Ríflega 90 prósent staðsetninga er með gott eða mjög gott ástand bæði undir og umhverfis eldiskvíarnar.“ Það er ástæða til þess að taka að lokum undir ákall Soffíu Karenar Magnúsdóttur um mikilvægi þess „að byggja upp málefnalega umræðu um fiskeldi þar sem ólík sjónarmið komi fram“. Því ákalli eigum við að svara; ekki síst við Orri Vigfússon, þó báðir höfum við stríðar skoðanir í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Soffía Karen Magnúsdóttir, fagsviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, skrifar greinargóða, hófstillta og upplýsandi grein um fiskeldismál í Fréttablaðið 9. maí sl. og hvetur til málefnalegrar umræðu. Ekki varð henni að þeirri ósk sinni. Orri Vigfússon, formaður NASF, og svarinn andstæðingur laxeldis bregst við með grein í sama blaði og er á kunnuglegum slóðum. Í grein Orra eru margar sólir á lofti í senn eins og oft er háttur þeirra sem finna fiskeldi flest til foráttu. Gagnstætt því sem Orri lætur liggja að fer eldisframleiðsla á laxi í heiminum að langmestu leyti fram í sjókvíum; rétt eins og nú er gert (í afar litlum mæli þó) hér við land og notaður til þess búnaður eins og best þekkist annars staðar. Miklar framfarir hafa orðið varðandi allan búnað og tækni á undanförnum árum. Fiskeldisfyrirtækin hafa lagt fram geysiháar upphæðir til þess að þróa stöðugt betri tækni og lausnir af ýmsu tagi, sem til að mynda eru að líta dagsins ljós á þessu ári.Stjórnvöld við N-Atlantshaf stefna að auknu fiskeldi Orri fullyrðir að norska fyrirtækið Marine Harvest, stærsta fiskeldisfyrirtæki í heimi, „hafi snúið baki við eldi í opnum sjókvíum“. Þetta er heldur betur villandi máflutningur, svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Fyrirtækið stundar sitt laxeldi með sambærilegum hætti og önnur. En rétt eins og margir aðrir í þessari grein vinnur fyrirtækið hörðum höndum að þróun æ betri og öruggari búnaðar. Þekktast í því sambandi er hið svokallaða „egg“; lokað egglaga fiskeldiskerfi. Það er þó enn á þróunarstigi. Fullyrða má að eindregin viðleitni Marine Harvest og annarra muni valda straumhvörfum og auðvelda stjórnvöldum við Norður-Atlantshafið að ná þeim yfirlýstu markmiðum sínum að stórauka fiskeldisframleiðslu á næstu árum og áratugum. Eins og ég benti á í nýlegri Fréttablaðsgrein er engin ástæða til að ætla annað en að mikil þróun verði á þessu sviði á næstu árum. Þar eigum við Íslendingar ekki að vera hljóðir áhorfendur heldur virkir þátttakendur. Forsenda þess er auðvitað sú að hér sé þá til staðar fiskeldi svo að tryggt sé að þær lausnir sem bestar verða henti okkur og aðstæðum okkar.„Kuldinn er því náttúruleg vörn gegn lúsinni“ Þá segir Orri í grein sinni Soffíu „afneita hættunni af laxalús við Íslandsstrendur“. Þetta er einfaldlega röng fullyrðing og stenst engan veginn þegar hin ágæta grein hennar er lesin. Þvert á móti reifar Soffía einfaldlega stöðu þessara mála og gerir það á hófstilltan hátt og með gildum rökum. Þar er hún á sömu slóðum og vísindamenn okkar. Skemmst er að minnast fróðlegs viðtals Morgunblaðsins (5. maí sl.) við Agnar Steinarsson, sérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun, sem segir: „Það er lús í hafinu og þar hefur alltaf verið lús, það er bara eðlilegur hluti af flórunni. Lúsin er ekki orðin vandamál hér við land en ég veit til þess að menn í sjókvíaeldi fyrir vestan ætla að taka hrognkelsaseiði í haust. Þeir vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og hyggjast prófa sig áfram til að læra á þetta. Ef sjórinn heldur áfram að hlýna og vetur mildir samhliða auknu laxeldi þá eiga sumir von á því að lúsin geti náð sér á strik hérna. Þegar hitastig er komið niður í 2-3 gráður vex lúsin hins vegar ekki og fjölgar sér ekki og kuldinn er því náttúruleg vörn gegn lúsinni.“„Ríflega 90 prósent staðsetninga með gott eða mjög gott ástand“ Það kom mér á óvart að sjá fullyrðingu Orra um mengun frá laxeldisstöðvum. Margt mætti um það mál segja. Hér skal þó látið nægja – að sinni a.m.k. – að vísa í ný gögn norsku Fiskistofunnar, en þar segir: „Árleg umhverfisvöktun Fiskistofu Noregs undir og umhverfis eldiskvíar árið 2016 staðfestir góða þróun fyrri ára. Ríflega 90 prósent staðsetninga er með gott eða mjög gott ástand bæði undir og umhverfis eldiskvíarnar.“ Það er ástæða til þess að taka að lokum undir ákall Soffíu Karenar Magnúsdóttur um mikilvægi þess „að byggja upp málefnalega umræðu um fiskeldi þar sem ólík sjónarmið komi fram“. Því ákalli eigum við að svara; ekki síst við Orri Vigfússon, þó báðir höfum við stríðar skoðanir í þessu máli.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun