Ferðin hans Ívars smátt og smátt að breytast í eina bestu skíðaferð allra tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2017 11:30 Ívar Ásgrímsson, þjálfari meistaraflokks Hauka. Vísir/Ernir Ívar Ásgrímsson, þjálfari meistaraflokks Hauka, fékk mikla gagnrýni þegar hann stakk af í skíðaferð á miðju tímabili í vetur og sleppti einum leik hjá Haukum í Domino´s deild karla í körfubolta. Ferðin hans Ívars er hinsvegar smátt og smátt að breytast í eina bestu skíðaferð alla tíma því liðin hans Ívars hafa öll farið á kostum síðan að hann kom endurnærður heim uppfullur af fjallaloftinu úr Ölpunum. Ívar hafði ákveðið fyrir tímabilið að fara í umrædda skíðaferð og tímasetningin var valin þegar liðið mætti lélegasta liði deildarinnar. Haukarnir stefndu á toppbaráttu eins og árið áður en það bjóst enginn á Ásvöllum við að liðið væri á þessum tíma að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Haukarnir voru hinsvegar í bullandi fallbaráttu þegar kom að leiknum og höfðu tapað þremur leikjum í röð. Það mátti því ekkert klikka á móti Snæfelli en þá var þjálfarinn floginn út. Fjarvera Ívars virtist hinsvegar vera það sem Haukaliðið þurfti til að reka af sér slyðruorðið. Haukarnir unnu þetta öruggan 102-83 sigur á Snæfelli og fögnuðu með því að spila „Á skíðum skemmti ég mér“ í leikslok. Ívar stýrði liðinu síðan til sigurs á Stjörnunni og Tindastól í fyrstu tveimur leikjunum eftir að hann kom heim. Stjarnan endaði tímabilið í öðru sæti og Tindastóll í því þriðja þannig að Haukarnir sýndu í þessum tveimur leikjum hvað liðið gat verið gott. Ívar var hinsvegar ekki hættur þótt að Haukarnir hafi ekki komist í úrslitakeppni Domino´s deildarinnar því við tóku úrslit yngri flokkanna þar sem hann þjálfaði bæði drengjaflokk og unglingaflokk hjá Haukum. Ívar stýrði báðum liðum inn í undanúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn og á síðustu tveimur helgum hefur hann síðan gert bæði liðin að Íslandsmeisturum. Unglingaflokkur Hauka vann Íslandsmeistaratitilinn á Flúðum um helgina og drengjaflokkurinn hafði viku áður tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Grafarvogi. Síðan að Ívar kom heim úr skíðaferðinni hafa liðin hans hjá Haukum unnið 14 af 18 leikjum, bjargað sér örugglega frá falli og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Ívar fékk líka endurráðningu eftir tímabilið og framtíðin ætti að vera mjög björt hjá Haukum með Íslandsmeistaraleikmenn í tveimur elstu karlaflokkunum. Hér fyrir neðan má sjá sigurgöngu Ívars Ásgrímssonar og liða hans eftir að hann kom heim úr skíðaferðinni. Tímabilið er ekki alveg búið hjá Ívari því framundan eru leikir íslenska kvennalandsliðsins á Smáþjóðaleikunum. Það verður fróðlegt að sjá hvort að hann haldi sigurgöngu sinni áfram þar.Ívar Ásgrímsson eftir skíðaferðina umdeilduMeistaraflokkur karla 100% 2 leikir - 2 sigrar Björguðu sér frá falliUnglingaflokkur karla 100% 7 leikir - 7 sigrar Unnu 7 síðustu leikina ÍslandsmeistararDrengjaflokkur karla 56% 9 leikir - 5 sigrar Unnu 4 síðustu leikina ÍslandsmeistararSamanlagt 78% 18 leikir - 14 sigrar 2 Íslandsmeistaratitlar Dominos-deild karla Tengdar fréttir Formaður knd. Hauka: Ágætt að Ívar fari frá núna í smá tíma Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. 27. febrúar 2017 19:00 Ívar: Hefði verið rekinn ef Snæfells-leikurinn hefði tapast Það var þungu fargi létt af Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Hauka, eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld. Sæti í deildinni tryggt og það eftir umdeilda skíðaferð hans. 5. mars 2017 22:23 Ívar áfram með Hauka | Ætla að styrkja liðið og berjast um titla Ívar Ásgrímsson verður áfram við stjórnvölinn hjá karlaliði Hauka í körfubolta. 3. apríl 2017 09:48 Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45 Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30 Ívar: Bara hlegið og öskrað í Körfuboltakvöldi Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, reyndi að halda uppi vörnum fyrir sjálfan sig í gær eftir skíðaferðina frægu sem hann fór í er Haukar spiluðu mikilvægasta leik tímabilsins fyrir síðustu helgi. 6. mars 2017 09:00 Körfuboltakvöld: Er þetta ekki orðið ágætt hjá Ívari? Dominos Körfuboltakvöld var á dagskrá Stöðvar 2 Sport í gærkvöldi og þar var rætt um málefni Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka. 8. mars 2017 08:30 Fjarvera Ívars getur hjálpað til Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að þó svo hann hefði viljað hafa þjálfarann sinn, Ívar Ásgrímsson, á landinu þá geti það verið ágætt fyrir liðið að vera án þjálfarans um tíma. 28. febrúar 2017 06:00 Ingi Þór: Skandall að Haukar séu að berjast við fall Þjálfari Snæfells segir að það sé skandall að Haukar séu að berjast fyrir lífi sínu. 3. mars 2017 21:39 Finnur Atli: Landið er á móti Haukum Finnur Atli Magnússon, leikmaður Hauka, sér jákvæðar hliðar við alla umfjöllunina um Haukana og skíðaferð þjálfarans, Ívars Ásgrimssonar. 28. febrúar 2017 14:59 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, þjálfari meistaraflokks Hauka, fékk mikla gagnrýni þegar hann stakk af í skíðaferð á miðju tímabili í vetur og sleppti einum leik hjá Haukum í Domino´s deild karla í körfubolta. Ferðin hans Ívars er hinsvegar smátt og smátt að breytast í eina bestu skíðaferð alla tíma því liðin hans Ívars hafa öll farið á kostum síðan að hann kom endurnærður heim uppfullur af fjallaloftinu úr Ölpunum. Ívar hafði ákveðið fyrir tímabilið að fara í umrædda skíðaferð og tímasetningin var valin þegar liðið mætti lélegasta liði deildarinnar. Haukarnir stefndu á toppbaráttu eins og árið áður en það bjóst enginn á Ásvöllum við að liðið væri á þessum tíma að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Haukarnir voru hinsvegar í bullandi fallbaráttu þegar kom að leiknum og höfðu tapað þremur leikjum í röð. Það mátti því ekkert klikka á móti Snæfelli en þá var þjálfarinn floginn út. Fjarvera Ívars virtist hinsvegar vera það sem Haukaliðið þurfti til að reka af sér slyðruorðið. Haukarnir unnu þetta öruggan 102-83 sigur á Snæfelli og fögnuðu með því að spila „Á skíðum skemmti ég mér“ í leikslok. Ívar stýrði liðinu síðan til sigurs á Stjörnunni og Tindastól í fyrstu tveimur leikjunum eftir að hann kom heim. Stjarnan endaði tímabilið í öðru sæti og Tindastóll í því þriðja þannig að Haukarnir sýndu í þessum tveimur leikjum hvað liðið gat verið gott. Ívar var hinsvegar ekki hættur þótt að Haukarnir hafi ekki komist í úrslitakeppni Domino´s deildarinnar því við tóku úrslit yngri flokkanna þar sem hann þjálfaði bæði drengjaflokk og unglingaflokk hjá Haukum. Ívar stýrði báðum liðum inn í undanúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn og á síðustu tveimur helgum hefur hann síðan gert bæði liðin að Íslandsmeisturum. Unglingaflokkur Hauka vann Íslandsmeistaratitilinn á Flúðum um helgina og drengjaflokkurinn hafði viku áður tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Grafarvogi. Síðan að Ívar kom heim úr skíðaferðinni hafa liðin hans hjá Haukum unnið 14 af 18 leikjum, bjargað sér örugglega frá falli og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Ívar fékk líka endurráðningu eftir tímabilið og framtíðin ætti að vera mjög björt hjá Haukum með Íslandsmeistaraleikmenn í tveimur elstu karlaflokkunum. Hér fyrir neðan má sjá sigurgöngu Ívars Ásgrímssonar og liða hans eftir að hann kom heim úr skíðaferðinni. Tímabilið er ekki alveg búið hjá Ívari því framundan eru leikir íslenska kvennalandsliðsins á Smáþjóðaleikunum. Það verður fróðlegt að sjá hvort að hann haldi sigurgöngu sinni áfram þar.Ívar Ásgrímsson eftir skíðaferðina umdeilduMeistaraflokkur karla 100% 2 leikir - 2 sigrar Björguðu sér frá falliUnglingaflokkur karla 100% 7 leikir - 7 sigrar Unnu 7 síðustu leikina ÍslandsmeistararDrengjaflokkur karla 56% 9 leikir - 5 sigrar Unnu 4 síðustu leikina ÍslandsmeistararSamanlagt 78% 18 leikir - 14 sigrar 2 Íslandsmeistaratitlar
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Formaður knd. Hauka: Ágætt að Ívar fari frá núna í smá tíma Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. 27. febrúar 2017 19:00 Ívar: Hefði verið rekinn ef Snæfells-leikurinn hefði tapast Það var þungu fargi létt af Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Hauka, eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld. Sæti í deildinni tryggt og það eftir umdeilda skíðaferð hans. 5. mars 2017 22:23 Ívar áfram með Hauka | Ætla að styrkja liðið og berjast um titla Ívar Ásgrímsson verður áfram við stjórnvölinn hjá karlaliði Hauka í körfubolta. 3. apríl 2017 09:48 Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45 Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30 Ívar: Bara hlegið og öskrað í Körfuboltakvöldi Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, reyndi að halda uppi vörnum fyrir sjálfan sig í gær eftir skíðaferðina frægu sem hann fór í er Haukar spiluðu mikilvægasta leik tímabilsins fyrir síðustu helgi. 6. mars 2017 09:00 Körfuboltakvöld: Er þetta ekki orðið ágætt hjá Ívari? Dominos Körfuboltakvöld var á dagskrá Stöðvar 2 Sport í gærkvöldi og þar var rætt um málefni Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka. 8. mars 2017 08:30 Fjarvera Ívars getur hjálpað til Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að þó svo hann hefði viljað hafa þjálfarann sinn, Ívar Ásgrímsson, á landinu þá geti það verið ágætt fyrir liðið að vera án þjálfarans um tíma. 28. febrúar 2017 06:00 Ingi Þór: Skandall að Haukar séu að berjast við fall Þjálfari Snæfells segir að það sé skandall að Haukar séu að berjast fyrir lífi sínu. 3. mars 2017 21:39 Finnur Atli: Landið er á móti Haukum Finnur Atli Magnússon, leikmaður Hauka, sér jákvæðar hliðar við alla umfjöllunina um Haukana og skíðaferð þjálfarans, Ívars Ásgrimssonar. 28. febrúar 2017 14:59 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Formaður knd. Hauka: Ágætt að Ívar fari frá núna í smá tíma Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. 27. febrúar 2017 19:00
Ívar: Hefði verið rekinn ef Snæfells-leikurinn hefði tapast Það var þungu fargi létt af Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Hauka, eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld. Sæti í deildinni tryggt og það eftir umdeilda skíðaferð hans. 5. mars 2017 22:23
Ívar áfram með Hauka | Ætla að styrkja liðið og berjast um titla Ívar Ásgrímsson verður áfram við stjórnvölinn hjá karlaliði Hauka í körfubolta. 3. apríl 2017 09:48
Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45
Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30
Ívar: Bara hlegið og öskrað í Körfuboltakvöldi Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, reyndi að halda uppi vörnum fyrir sjálfan sig í gær eftir skíðaferðina frægu sem hann fór í er Haukar spiluðu mikilvægasta leik tímabilsins fyrir síðustu helgi. 6. mars 2017 09:00
Körfuboltakvöld: Er þetta ekki orðið ágætt hjá Ívari? Dominos Körfuboltakvöld var á dagskrá Stöðvar 2 Sport í gærkvöldi og þar var rætt um málefni Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka. 8. mars 2017 08:30
Fjarvera Ívars getur hjálpað til Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að þó svo hann hefði viljað hafa þjálfarann sinn, Ívar Ásgrímsson, á landinu þá geti það verið ágætt fyrir liðið að vera án þjálfarans um tíma. 28. febrúar 2017 06:00
Ingi Þór: Skandall að Haukar séu að berjast við fall Þjálfari Snæfells segir að það sé skandall að Haukar séu að berjast fyrir lífi sínu. 3. mars 2017 21:39
Finnur Atli: Landið er á móti Haukum Finnur Atli Magnússon, leikmaður Hauka, sér jákvæðar hliðar við alla umfjöllunina um Haukana og skíðaferð þjálfarans, Ívars Ásgrimssonar. 28. febrúar 2017 14:59