Fjölskyldu vísað frá borði vegna afmælisköku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. maí 2017 14:15 Fjölskyldunni var illa brugðið. Vísir/Skjáskot Fjölskyldu á leið frá New York til Las Vegas var vísað frá borði flugvélar JetBlue fyrr í mánuðinum. Þau höfðu komið fyrir afmælisköku í farangurshólfi flugvélarinnar og kallaði flugfélagið til lögreglu vegna málsins. Myndband af lögreglumanninum að ræða við hjónin og börn þeirra tvö hefur verið birt á netinu. Fjölskyldan var sem áður segir á leið til Las Vegas til þess að fagna fertugsafmæli móðurinnar og var afmæliskaka með í för. Settu þau kökuna í farangurshólfið fyrir ofan sætin. Flugfreyja tjáði þeim að það væri óleyfilegt, geyma ætti kökuna undir sætunum. Segjast þau hafa fylgt þeim fyrirmælum en lent í vandræðum þegar önnur flugfreyja skipti sér af málinu. Eftir nokkra reikistefnu, þar sem fjölskyldufaðirinn spurði aðra flugfreyjuna meðal annars hvort hún væri drukkin, var lögregla kölluð til. Á myndbandinu má sjá lögreglumann ræða við fjölskylduna áður en hann ræðir málið við flugfreyjurnar og segir fjölskyldunni að þau þurfi að yfirgefa flugvélina.Jersey City family kicked off flight over a cake. @JetBlue says passenger was agitated/security risk. Video appears to tell different story. pic.twitter.com/q0zQzNbHoa— CeFaan Kim (@CeFaanKim) May 14, 2017 Neitaði fjölskyldan að fara frá borði en fulltrúar flugfélagsins létu þá alla farþegana yfirgefa flugvélina. Var fjölskyldunni svo ekki hleypt aftur um borð. Fengu þau flugmiðana endurgreidda og komust þau til Las Vegas daginn eftir. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að fjölskyldan hafi komið afmæliskökunni fyrir í farangurshólfi þar sem neyðarbúnaður er geymdur og að þau hafi neitað að fjarlægja kökuna. Þau hafi svo orðið reið, blótað og efast um hæfni flugliða til þess að starfa í flugvélinni. Eftir að þau hafi neitað að ræða málið við fulltrúa flugfélagsins hafi flugvélin því verið rýmd. Flugstjóri flugvélarinnar hafi metið það svo að fjölskyldan væri ógn við öryggi flugvélarinnar myndi hún fara í loftið með hana innanborðs. Stutt er síðan myndband af harkalegri meðferð á farþega flugfélagsins United, sem dreginn var út úr vél félagsins, var birt á netinu. Skömmu seinna bárust fregnir af því að pari á leið til Costa Rica til að gifta sig hafi verið vísað frá borði í Houston. Þá lentu hjón með tvö börn á leið frá Hawaii til Los Angeles í vandræðum um borð í vél Delta á dögunum vegna ágreinins um sæti sem þau höfðu keypt fyrir eldri son sinn. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53 Starfsmanni American Airlines vikið úr starfi vegna barnavagns Farþegi, sem náði eftirköstum atviksins á myndband, sagði að starfsmaður American Airlines hefði hrifsað barnavagninn með offorsi úr höndum móður, sem var einnig farþegi í flugvélinni, og næstum hæft barn hennar. 22. apríl 2017 13:35 Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Fjölskyldu á leið frá New York til Las Vegas var vísað frá borði flugvélar JetBlue fyrr í mánuðinum. Þau höfðu komið fyrir afmælisköku í farangurshólfi flugvélarinnar og kallaði flugfélagið til lögreglu vegna málsins. Myndband af lögreglumanninum að ræða við hjónin og börn þeirra tvö hefur verið birt á netinu. Fjölskyldan var sem áður segir á leið til Las Vegas til þess að fagna fertugsafmæli móðurinnar og var afmæliskaka með í för. Settu þau kökuna í farangurshólfið fyrir ofan sætin. Flugfreyja tjáði þeim að það væri óleyfilegt, geyma ætti kökuna undir sætunum. Segjast þau hafa fylgt þeim fyrirmælum en lent í vandræðum þegar önnur flugfreyja skipti sér af málinu. Eftir nokkra reikistefnu, þar sem fjölskyldufaðirinn spurði aðra flugfreyjuna meðal annars hvort hún væri drukkin, var lögregla kölluð til. Á myndbandinu má sjá lögreglumann ræða við fjölskylduna áður en hann ræðir málið við flugfreyjurnar og segir fjölskyldunni að þau þurfi að yfirgefa flugvélina.Jersey City family kicked off flight over a cake. @JetBlue says passenger was agitated/security risk. Video appears to tell different story. pic.twitter.com/q0zQzNbHoa— CeFaan Kim (@CeFaanKim) May 14, 2017 Neitaði fjölskyldan að fara frá borði en fulltrúar flugfélagsins létu þá alla farþegana yfirgefa flugvélina. Var fjölskyldunni svo ekki hleypt aftur um borð. Fengu þau flugmiðana endurgreidda og komust þau til Las Vegas daginn eftir. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að fjölskyldan hafi komið afmæliskökunni fyrir í farangurshólfi þar sem neyðarbúnaður er geymdur og að þau hafi neitað að fjarlægja kökuna. Þau hafi svo orðið reið, blótað og efast um hæfni flugliða til þess að starfa í flugvélinni. Eftir að þau hafi neitað að ræða málið við fulltrúa flugfélagsins hafi flugvélin því verið rýmd. Flugstjóri flugvélarinnar hafi metið það svo að fjölskyldan væri ógn við öryggi flugvélarinnar myndi hún fara í loftið með hana innanborðs. Stutt er síðan myndband af harkalegri meðferð á farþega flugfélagsins United, sem dreginn var út úr vél félagsins, var birt á netinu. Skömmu seinna bárust fregnir af því að pari á leið til Costa Rica til að gifta sig hafi verið vísað frá borði í Houston. Þá lentu hjón með tvö börn á leið frá Hawaii til Los Angeles í vandræðum um borð í vél Delta á dögunum vegna ágreinins um sæti sem þau höfðu keypt fyrir eldri son sinn.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53 Starfsmanni American Airlines vikið úr starfi vegna barnavagns Farþegi, sem náði eftirköstum atviksins á myndband, sagði að starfsmaður American Airlines hefði hrifsað barnavagninn með offorsi úr höndum móður, sem var einnig farþegi í flugvélinni, og næstum hæft barn hennar. 22. apríl 2017 13:35 Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30
Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53
Starfsmanni American Airlines vikið úr starfi vegna barnavagns Farþegi, sem náði eftirköstum atviksins á myndband, sagði að starfsmaður American Airlines hefði hrifsað barnavagninn með offorsi úr höndum móður, sem var einnig farþegi í flugvélinni, og næstum hæft barn hennar. 22. apríl 2017 13:35
Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22
Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05