WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2017 09:57 Yisrael Katz samgönguráðherra Ísrael og Skúli Mogensen, forstjóri WOW. WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. september. Sala flugsæta hefst á morgun en mikill áhugi er fyrir þessari nýju flugleið, bæði frá Ísrael, Bandaríkjunum og Kanada að því er fram kemur í tilkynningu frá WOW. Flugtíminn frá Íslandi til Tel Aviv er í kringum sjö klukkustundir. Flogið verður í glænýrri Airbus A321neo flugvél fjórum sinnum í viku, á þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum en þess má geta að þetta er fyrsta vél sinnar tegundar sem flogið er í Evrópu. „Aldrei fyrr hefur verið boðið upp á beint áætlunarflug til Ísrael frá Íslandi og það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu. Ísrael er land mikillar menningar og það fá farþegar okkar að upplifa á frábærum verðum, í glænýjum flugvélum,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW air. Tel Aviv er næst stærsta borg Ísrael og státar af fögrum ströndum og iðandi mannlífi. Þaðan er hægt að fara í dagsferðir á merka staði á borð við Dauðahafið, Jerúsalem og Bethlehem. Loftslagið í Ísrael er hlýtt og milt en meðalhiti þar allt árið um kring er um 20 gráður. Ágúst mánuðurinn er almennt sá hlýjasti þar sem meðalhitinn getur farið upp í 30 gráður. „Við bjóðum WOW air velkomið til Ísrael en við höfum lagt mikla áherslu á að fjölga flugleiðum til Ísrael. Ég er viss um að þessi nýja leið muni leiða til aukningar á ferðamönnum til Ísrael frá Íslandi, Bandaríkjunum og Kanada sem er í takt við þá þróun sem við höfum séð síðastliðna mánuði,“ segir Yariv Levin ferðamálaráðherra Ísraels. Árið 2016, þá flugu rúmlega 2.8 milljón farþegar á milli Ísrael og Norður Ameríku. Með því að tengja Tel Aviv við leiðarkerfi WOW air til Norður Ameríku þá mun staða Keflarvíkurflugvallar sem tengistöð fyrir farþega sem ferðast á milli Evrópu, Asíu og Norður Ameríku styrkjast. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. september. Sala flugsæta hefst á morgun en mikill áhugi er fyrir þessari nýju flugleið, bæði frá Ísrael, Bandaríkjunum og Kanada að því er fram kemur í tilkynningu frá WOW. Flugtíminn frá Íslandi til Tel Aviv er í kringum sjö klukkustundir. Flogið verður í glænýrri Airbus A321neo flugvél fjórum sinnum í viku, á þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum en þess má geta að þetta er fyrsta vél sinnar tegundar sem flogið er í Evrópu. „Aldrei fyrr hefur verið boðið upp á beint áætlunarflug til Ísrael frá Íslandi og það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu. Ísrael er land mikillar menningar og það fá farþegar okkar að upplifa á frábærum verðum, í glænýjum flugvélum,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW air. Tel Aviv er næst stærsta borg Ísrael og státar af fögrum ströndum og iðandi mannlífi. Þaðan er hægt að fara í dagsferðir á merka staði á borð við Dauðahafið, Jerúsalem og Bethlehem. Loftslagið í Ísrael er hlýtt og milt en meðalhiti þar allt árið um kring er um 20 gráður. Ágúst mánuðurinn er almennt sá hlýjasti þar sem meðalhitinn getur farið upp í 30 gráður. „Við bjóðum WOW air velkomið til Ísrael en við höfum lagt mikla áherslu á að fjölga flugleiðum til Ísrael. Ég er viss um að þessi nýja leið muni leiða til aukningar á ferðamönnum til Ísrael frá Íslandi, Bandaríkjunum og Kanada sem er í takt við þá þróun sem við höfum séð síðastliðna mánuði,“ segir Yariv Levin ferðamálaráðherra Ísraels. Árið 2016, þá flugu rúmlega 2.8 milljón farþegar á milli Ísrael og Norður Ameríku. Með því að tengja Tel Aviv við leiðarkerfi WOW air til Norður Ameríku þá mun staða Keflarvíkurflugvallar sem tengistöð fyrir farþega sem ferðast á milli Evrópu, Asíu og Norður Ameríku styrkjast.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira