Milos: Erum að fá kantmann/framherja Gabríel Sighvatsson skrifar 14. maí 2017 21:03 Milos og lærisveinar hans hafa tapað tveimur leikjum í röð. vísir/andri marinó Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var svekktur með tapið fyrir ÍBV en sáttur með frammistöðuna. „Við gerðum ein varnarmistök og þeir skora úr sínu fyrsta, og ef ég man rétt eina færinu sínu, en það er nóg til að vinna leik. Þú þarft ekki að skora 10 mörk, það er nóg að skora eitt og verjast síðan,“ sagði Milos eftir leik. Víkingar voru á móti vindi í seinni hálfleik og það er klárt mál að veðrið setti smá svip á leikinn. „Það er staðreynd að við náðum miklu betra spili í seinni hálfleik en við vorum eiginlega ekki að skapa neitt. Það var erfitt að finna lokasendinguna þar sem þeir voru þéttir til baka og sniðugir að nota líkamann. Þetta var 0-0 veður en við náðum ekki að opna þá þrátt fyrir að fá 2-3 dauðafæri,“ sagði Milos. „Þetta er búið að vera saga þessa tímabils, við spilum mjög vel en uppskerum ekki neitt og það er mjög svekkjandi.“ Milos sá sig tilneyddan til að gera breytingu á liði sínu og gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik. „Geoffrey meiddist og fór út af í hálfleik. Hin skiptingin var vegna þess að þeir voru að skapa smá usla vinstra megin og Ívar var smá sjóveikur á leiðinni en ég tek það ekki sem afsökun. Mér fannst þessar skiptingar koma vel út en við gerðum ekki nóg í seinni hálfleik til að jafna eða vinna þennan leik,“ sagði Milos. Síðustu tvö töp Víkinga koma gegn liðum sem er spáð neðar en þeim, Grindavík og ÍBV í dag. „Já, þetta eru mikil vonbrigði og svona þróun segir ekkert annað en að við verðum í sama pakka og þessi tvö lið og við þurfum að hreinsa upp þennan skít í næstu viku, þar er erfiður leikur á móti Breiðablik,“ sagði Milos. Hann býst við einum leikmanni til vibótar áður en félagsskiptaglugginn lokar á morgun. „Við erum búnir að fá leikmann inn en ég veit ekki hvort félagsskiptin eru búin að ganga í gegn þau ættu að gera það á morgun í síðasta lagi. Það er kantmaður/framherji. Eins gott fyrir okkur að næla í hann sérstaklega þar sem Geoffrey [Castillion] meiðist í dag og þau meiðsli líta ekki vel út,“ sagði Milos að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur R. 1-0 | Eyjamenn komnir á sigurbraut | Sjáðu markið Alvaro Montejo skoraði sigurmarkið fyrir ÍBV í rokleik í Vestmannaeyjum. 14. maí 2017 20:15 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var svekktur með tapið fyrir ÍBV en sáttur með frammistöðuna. „Við gerðum ein varnarmistök og þeir skora úr sínu fyrsta, og ef ég man rétt eina færinu sínu, en það er nóg til að vinna leik. Þú þarft ekki að skora 10 mörk, það er nóg að skora eitt og verjast síðan,“ sagði Milos eftir leik. Víkingar voru á móti vindi í seinni hálfleik og það er klárt mál að veðrið setti smá svip á leikinn. „Það er staðreynd að við náðum miklu betra spili í seinni hálfleik en við vorum eiginlega ekki að skapa neitt. Það var erfitt að finna lokasendinguna þar sem þeir voru þéttir til baka og sniðugir að nota líkamann. Þetta var 0-0 veður en við náðum ekki að opna þá þrátt fyrir að fá 2-3 dauðafæri,“ sagði Milos. „Þetta er búið að vera saga þessa tímabils, við spilum mjög vel en uppskerum ekki neitt og það er mjög svekkjandi.“ Milos sá sig tilneyddan til að gera breytingu á liði sínu og gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik. „Geoffrey meiddist og fór út af í hálfleik. Hin skiptingin var vegna þess að þeir voru að skapa smá usla vinstra megin og Ívar var smá sjóveikur á leiðinni en ég tek það ekki sem afsökun. Mér fannst þessar skiptingar koma vel út en við gerðum ekki nóg í seinni hálfleik til að jafna eða vinna þennan leik,“ sagði Milos. Síðustu tvö töp Víkinga koma gegn liðum sem er spáð neðar en þeim, Grindavík og ÍBV í dag. „Já, þetta eru mikil vonbrigði og svona þróun segir ekkert annað en að við verðum í sama pakka og þessi tvö lið og við þurfum að hreinsa upp þennan skít í næstu viku, þar er erfiður leikur á móti Breiðablik,“ sagði Milos. Hann býst við einum leikmanni til vibótar áður en félagsskiptaglugginn lokar á morgun. „Við erum búnir að fá leikmann inn en ég veit ekki hvort félagsskiptin eru búin að ganga í gegn þau ættu að gera það á morgun í síðasta lagi. Það er kantmaður/framherji. Eins gott fyrir okkur að næla í hann sérstaklega þar sem Geoffrey [Castillion] meiðist í dag og þau meiðsli líta ekki vel út,“ sagði Milos að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur R. 1-0 | Eyjamenn komnir á sigurbraut | Sjáðu markið Alvaro Montejo skoraði sigurmarkið fyrir ÍBV í rokleik í Vestmannaeyjum. 14. maí 2017 20:15 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur R. 1-0 | Eyjamenn komnir á sigurbraut | Sjáðu markið Alvaro Montejo skoraði sigurmarkið fyrir ÍBV í rokleik í Vestmannaeyjum. 14. maí 2017 20:15