Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. maí 2017 20:45 Sebastian Vettel, Lewis Hamilton og Valtteri Bottas. Vísir/Getty Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Síðasti hringurinn var ágætur en ég gat raunverulega heyrt í áhorfendum hvetja mig áfram. Það er alltaf gott að fá slíkan stuðning. Áhorfendur gera þessa helgi að því sem hún er,“ sagði Hamilton. „Ég er hræddur um að þessi litlu mistök sem ég gerði þegar ég læsti inn í síðustu beygju hafi verið það sem skyldi á milli. Morguninn var erilsamur, það þurfti að skipta um vél í bílnum. Eins vil ég þakka liðinu í bílskúrnum og líka þeim sem komu frá hinni hlið bílskúrsins til að hjálpa,“ sagði Sebastian Vettel sem varð annar í dag. „Það er alltaf gott að ræsa frá annarri röðinni. Ég verð að segja að liðið stóð sig mjög vel við að skipta um vél í bílnum í morgun,“ sagði Valtteri Bottas sem ræsir þriðji á morgun. „Sjöunda sæti á ráslínu er eins og gjöf í dag. Ég veit ekki hvernig dagurinn verður á morgun, það er erfitt að taka fram úr hérna og það gæti þýtt að við náum að halda sætinu,“ sagði heimamaðurinn Alonso sem varð sjöundi á McLaren bílnum.Max Verstappen var nokkuð sáttur við sinn hlut í dag.Vísir/Getty„Svona á þetta að vera, keppnin verður spennandi á morgun. Valtteri vantaði bara æfinguna í morgun. Hann hefði verið nálægt Lewis hefði hann fengið tíma í morgun,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Fernando gerði þetta. Hann er á heimavelli og það má aldrei gefast upp. Kannski ég fari að spila tennis í kvöld, það virðist færa okkur lukku. Við viljum bara halda stöðunni á morgun eða bæta hana,“ sagði Zak Brown, stjórnandi McLaren liðsins. Hann vísaði til þess að Alonso yfirgaf fyrri æfinguna í gær eftir bilun á fyrsta hring og var byrjaður að spila tennis innan skamms. „Ég er sáttur við fimmta sætið. Við áttum ekki möguleika á að enda ofar en það. Ég er hrifinn af þessari braut. Við verðum að taka það sem kemur,“ sagði Max Verstappen sem varð fimmti á Red Bull. „Miðað við allt þá er ég nokkuð sáttur, við komum ekki hingað með væntingar um ráspól. Við gerum okkur ráð fyrir því að aðrir ná framförum líka. Við erum um sekúndu á eftir fremstu mönnum,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð sjötti á Red Bull. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton ræsir fremstur á Spáni Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji. 13. maí 2017 12:54 Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Síðasti hringurinn var ágætur en ég gat raunverulega heyrt í áhorfendum hvetja mig áfram. Það er alltaf gott að fá slíkan stuðning. Áhorfendur gera þessa helgi að því sem hún er,“ sagði Hamilton. „Ég er hræddur um að þessi litlu mistök sem ég gerði þegar ég læsti inn í síðustu beygju hafi verið það sem skyldi á milli. Morguninn var erilsamur, það þurfti að skipta um vél í bílnum. Eins vil ég þakka liðinu í bílskúrnum og líka þeim sem komu frá hinni hlið bílskúrsins til að hjálpa,“ sagði Sebastian Vettel sem varð annar í dag. „Það er alltaf gott að ræsa frá annarri röðinni. Ég verð að segja að liðið stóð sig mjög vel við að skipta um vél í bílnum í morgun,“ sagði Valtteri Bottas sem ræsir þriðji á morgun. „Sjöunda sæti á ráslínu er eins og gjöf í dag. Ég veit ekki hvernig dagurinn verður á morgun, það er erfitt að taka fram úr hérna og það gæti þýtt að við náum að halda sætinu,“ sagði heimamaðurinn Alonso sem varð sjöundi á McLaren bílnum.Max Verstappen var nokkuð sáttur við sinn hlut í dag.Vísir/Getty„Svona á þetta að vera, keppnin verður spennandi á morgun. Valtteri vantaði bara æfinguna í morgun. Hann hefði verið nálægt Lewis hefði hann fengið tíma í morgun,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Fernando gerði þetta. Hann er á heimavelli og það má aldrei gefast upp. Kannski ég fari að spila tennis í kvöld, það virðist færa okkur lukku. Við viljum bara halda stöðunni á morgun eða bæta hana,“ sagði Zak Brown, stjórnandi McLaren liðsins. Hann vísaði til þess að Alonso yfirgaf fyrri æfinguna í gær eftir bilun á fyrsta hring og var byrjaður að spila tennis innan skamms. „Ég er sáttur við fimmta sætið. Við áttum ekki möguleika á að enda ofar en það. Ég er hrifinn af þessari braut. Við verðum að taka það sem kemur,“ sagði Max Verstappen sem varð fimmti á Red Bull. „Miðað við allt þá er ég nokkuð sáttur, við komum ekki hingað með væntingar um ráspól. Við gerum okkur ráð fyrir því að aðrir ná framförum líka. Við erum um sekúndu á eftir fremstu mönnum,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð sjötti á Red Bull.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton ræsir fremstur á Spáni Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji. 13. maí 2017 12:54 Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton ræsir fremstur á Spáni Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji. 13. maí 2017 12:54
Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15