Stefnir í mikið álag með fjölgun ferðamanna langt umfram spár Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2017 17:00 Fjölgun erlendra ferðamanna fyrstu fjóra mánuði ársins er langt umfram spár. Reyndur ferðaþjónustumaður óttast skort á gistirými og segir hætt við að álag aukist verulega á helstu ferðamannastaði í sumar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 40 prósent í fyrra, urðu nærri 1,8 milljónir allt árið. Greiningaraðilar hafa verið að spá 35 prósenta fjölgun ferðamanna í ár en aukningin fyrstu fjóra mánuði ársins er mun meiri, eða 56 prósent. En hvernig verður ástandið i sumar? Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, hefur 36 ára reynslu úr ferðaþjónustu. Hann segir viðbúið að mikið álag verði á stærstu ferðamannastöðunum, ekki síst þegar mörg skemmtiferðaskip séu samtímis í höfn. Miðað við þá fjölgun, sem stefni í, verði slíkir dagar ennþá stærri áskorun. „Og þá er upplifun ferðamannanna í húfi,“ segir Sævar.Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Gistirými muni skorta, einkum með suðurströndinni. Það sé meira og minna orðið uppbókað. Önnur svæði séu hins vegar ekki fullbókuð og gætu tekið við fleirum en þá sé vandamálið að koma ferðamönnum þangað því suðurströndin sé ákveðinn tappi. Sævar býst við að þeim fjölgi sem sofi í bílaleigubílum á bílastæðum um land allt og það sé engan veginn í lagi. „En þetta er ein afleiðingin af fjölguninni, að það vantar gistirými,“ segir Sævar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ævintýraleg fjölgun ferðamanna í apríl Ferðamannafjöldinn sem heimsótti Ísland þennan veturinn fór yfir eina milljón og jókst um 60 prósent milli ára. 10. maí 2017 21:30 Draga þurfi úr flugumferð til landsins Umhverfisráðherra segir stefnuna að ferðamenn geti ferðast um á rafrútum og bílum. 12. maí 2017 10:51 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Fjölgun erlendra ferðamanna fyrstu fjóra mánuði ársins er langt umfram spár. Reyndur ferðaþjónustumaður óttast skort á gistirými og segir hætt við að álag aukist verulega á helstu ferðamannastaði í sumar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 40 prósent í fyrra, urðu nærri 1,8 milljónir allt árið. Greiningaraðilar hafa verið að spá 35 prósenta fjölgun ferðamanna í ár en aukningin fyrstu fjóra mánuði ársins er mun meiri, eða 56 prósent. En hvernig verður ástandið i sumar? Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, hefur 36 ára reynslu úr ferðaþjónustu. Hann segir viðbúið að mikið álag verði á stærstu ferðamannastöðunum, ekki síst þegar mörg skemmtiferðaskip séu samtímis í höfn. Miðað við þá fjölgun, sem stefni í, verði slíkir dagar ennþá stærri áskorun. „Og þá er upplifun ferðamannanna í húfi,“ segir Sævar.Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Gistirými muni skorta, einkum með suðurströndinni. Það sé meira og minna orðið uppbókað. Önnur svæði séu hins vegar ekki fullbókuð og gætu tekið við fleirum en þá sé vandamálið að koma ferðamönnum þangað því suðurströndin sé ákveðinn tappi. Sævar býst við að þeim fjölgi sem sofi í bílaleigubílum á bílastæðum um land allt og það sé engan veginn í lagi. „En þetta er ein afleiðingin af fjölguninni, að það vantar gistirými,“ segir Sævar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ævintýraleg fjölgun ferðamanna í apríl Ferðamannafjöldinn sem heimsótti Ísland þennan veturinn fór yfir eina milljón og jókst um 60 prósent milli ára. 10. maí 2017 21:30 Draga þurfi úr flugumferð til landsins Umhverfisráðherra segir stefnuna að ferðamenn geti ferðast um á rafrútum og bílum. 12. maí 2017 10:51 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Ævintýraleg fjölgun ferðamanna í apríl Ferðamannafjöldinn sem heimsótti Ísland þennan veturinn fór yfir eina milljón og jókst um 60 prósent milli ára. 10. maí 2017 21:30
Draga þurfi úr flugumferð til landsins Umhverfisráðherra segir stefnuna að ferðamenn geti ferðast um á rafrútum og bílum. 12. maí 2017 10:51
Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45