Skotsilfur Markaðarins: Mikill fengur af Marinó og vogunarsjóður vildi Keahótel Ritstjórn Markaðarins skrifar 12. maí 2017 16:15 Kviku tókst það sem mörg önnur fjármálafyrirtæki höfðu um langt skeið reynt án árangurs – að fá Marinó Örn Tryggvason til liðs við sig þar sem hann mun taka við sem aðstoðarforstjóri. Marinó hafði starfað um árabil hjá Arion banka og forverum hans, síðast sem aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar, og var einn af þeim sem Höskuldur Ólafsson treysti hvað best innan bankans. Marinó þykir einn sá færasti á sviði eignastýringar á markaði og með náin tengsl við helstu lífeyrissjóði. Vitað er að Guðmundur Þórðarson, stjórnarmaður í Kviku, og Sigurður Bollason, einn stærsti hluthafi bankans, beittu sér fyrir því að fá Marinó til bankans. Það ætlunarverk tókst – að lokum.Ekkert fararsnið Bandaríski vogunarsjóðurinn Anchorage Capital á það sameiginlegt með ýmsum öðrum í kröfuhafahópi föllnu bankanna að það er ekkert fararsnið á sjóðnum þótt búið sé að ljúka skuldaskilum. Sjóðurinn var stofnaður af fyrrverandi starfsmönnum Goldman Sachs, meðal annars Kevin Ulrich, og er stærsti kröfuhafi LBI. Hann keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retal 2015 og er núna að skoða ýmis fjárfestingatækifæri á Íslandi en sjóðurinn var á meðal þeirra sem gerðu á dögunum skuldbindandi tilboð í Keahótel, eina stærstu hótelkeðju landsins.Albertína Friðbjörg Elíasdóttir var fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórn Tækifæris.Sat í stjórninni Fullyrðingar um að Akureyrarbær hafi verið blekktur í fyrra þegar hann tók tilboði KEA í fimmtán prósenta hlut í Tækifæri á 116 milljónir halda ekki vatni. Félagið hagnaðist um 555 milljónir í fyrra og Jarðböðin við Mývatn, verðmætasta eign félagsins, mala gull. Þeir sem neita að trúa því að Akureyrarbær hafi einfaldlega tekið tilboði í lokuðu söluferli sem var of lágt gleyma því að bærinn átti fulltrúa í stjórn, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, sem hefði betur kynnt sér reksturinn áður en salan var frágengin.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Sjá meira
Kviku tókst það sem mörg önnur fjármálafyrirtæki höfðu um langt skeið reynt án árangurs – að fá Marinó Örn Tryggvason til liðs við sig þar sem hann mun taka við sem aðstoðarforstjóri. Marinó hafði starfað um árabil hjá Arion banka og forverum hans, síðast sem aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar, og var einn af þeim sem Höskuldur Ólafsson treysti hvað best innan bankans. Marinó þykir einn sá færasti á sviði eignastýringar á markaði og með náin tengsl við helstu lífeyrissjóði. Vitað er að Guðmundur Þórðarson, stjórnarmaður í Kviku, og Sigurður Bollason, einn stærsti hluthafi bankans, beittu sér fyrir því að fá Marinó til bankans. Það ætlunarverk tókst – að lokum.Ekkert fararsnið Bandaríski vogunarsjóðurinn Anchorage Capital á það sameiginlegt með ýmsum öðrum í kröfuhafahópi föllnu bankanna að það er ekkert fararsnið á sjóðnum þótt búið sé að ljúka skuldaskilum. Sjóðurinn var stofnaður af fyrrverandi starfsmönnum Goldman Sachs, meðal annars Kevin Ulrich, og er stærsti kröfuhafi LBI. Hann keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retal 2015 og er núna að skoða ýmis fjárfestingatækifæri á Íslandi en sjóðurinn var á meðal þeirra sem gerðu á dögunum skuldbindandi tilboð í Keahótel, eina stærstu hótelkeðju landsins.Albertína Friðbjörg Elíasdóttir var fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórn Tækifæris.Sat í stjórninni Fullyrðingar um að Akureyrarbær hafi verið blekktur í fyrra þegar hann tók tilboði KEA í fimmtán prósenta hlut í Tækifæri á 116 milljónir halda ekki vatni. Félagið hagnaðist um 555 milljónir í fyrra og Jarðböðin við Mývatn, verðmætasta eign félagsins, mala gull. Þeir sem neita að trúa því að Akureyrarbær hafi einfaldlega tekið tilboði í lokuðu söluferli sem var of lágt gleyma því að bærinn átti fulltrúa í stjórn, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, sem hefði betur kynnt sér reksturinn áður en salan var frágengin.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Sjá meira