Tugir starfsmannaleiga og erlendra verktakafyrirtækja með starfsfólk á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2017 19:30 Þensla ríkir á íslenskum vinnumarkaði og hefur atvinnuleysi ekki verið minna frá því löngu fyrir hrun. Tugir starfsmannaleiga miðla fólki til Íslands og á bilinu fimmtíu til sextíu erlend verktakafyrirtæki eru hér á landi með sitt starfsfólk við ýmis verkefni. Spennan á vinnumarkaðnum er slík að ekki eru til nægjanlega margar íslenskar hendur til að vinna öll störfin. Þess vegna þarf að flytja inn mikinn fjölda af erlendu vinnuafli. Sérstaklega vegna ferðaþjónustunnar og byggingaiðnaðarins. En störfum fjölgaði um átta þúsund í landinu frá febrúar til mars. Þá fjölgaði fólki á vinnumarkaði um 15.500 frá því í mars í fyrra til mars í ár, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar segir stöðuna allt aðra nú en á árunum eftir hrun þegar atvinnuleysið fór upp í um níu prósent og þúsundir manna voru án atvinnu. „Alveg í gjörbreyttri stöðu. Nú erum við aðallega í því að fylgjast með fólki á vinnumarkaði. Fylgjast með því að starfsfólk fái rétt laun og aðbúnaðurinn sé réttur og svo framvegis og fylgjumst sérstaklega með erlenda starfsfólkinu sem kemur hingað til lands,“ segir Unnur. En án þess væri ekki hægt að standa undir þeim miklu byggingaframkvæmdum sem standa yfir né manna öll hótelin og veitingastaðina sem þarf til að þjónusta sífellt fleiri ferðamenn sem hafa staðið undir stórum hluta hagvaxtarins á undanförnum árum. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið þannig að atvinnuleysið er nánast ekkert. „Það kemur fólk hingað af evrópska efnahagssvæðinu. Það eru þrjátíu starfsmannaleigur skráðar hjá okkur núna. Bæði íslenskar og svo af evrópska efnahagssvæðinu sem eru með starfsfólk hér,“ segir Unnur. Þar að auki starfar fjöldi erlendra verktaka á Íslandi sem koma hingað með starfsfólk. „Þetta eru uppgrip.“ Hvað eru mörg erlend verktakafyrirtæki hér með starfsfólk? „Það eru skráð núna yfir fimmtíu til sextíu.“Þannig að það er óhætt að segja að það sé þensla á íslenskum vinnumarkaði? „Já hún er mjög mikil. Það er mjög mikil þensla, ég held að það sé alveg óhætt að segja það,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Efnahagsmál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Þensla ríkir á íslenskum vinnumarkaði og hefur atvinnuleysi ekki verið minna frá því löngu fyrir hrun. Tugir starfsmannaleiga miðla fólki til Íslands og á bilinu fimmtíu til sextíu erlend verktakafyrirtæki eru hér á landi með sitt starfsfólk við ýmis verkefni. Spennan á vinnumarkaðnum er slík að ekki eru til nægjanlega margar íslenskar hendur til að vinna öll störfin. Þess vegna þarf að flytja inn mikinn fjölda af erlendu vinnuafli. Sérstaklega vegna ferðaþjónustunnar og byggingaiðnaðarins. En störfum fjölgaði um átta þúsund í landinu frá febrúar til mars. Þá fjölgaði fólki á vinnumarkaði um 15.500 frá því í mars í fyrra til mars í ár, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar segir stöðuna allt aðra nú en á árunum eftir hrun þegar atvinnuleysið fór upp í um níu prósent og þúsundir manna voru án atvinnu. „Alveg í gjörbreyttri stöðu. Nú erum við aðallega í því að fylgjast með fólki á vinnumarkaði. Fylgjast með því að starfsfólk fái rétt laun og aðbúnaðurinn sé réttur og svo framvegis og fylgjumst sérstaklega með erlenda starfsfólkinu sem kemur hingað til lands,“ segir Unnur. En án þess væri ekki hægt að standa undir þeim miklu byggingaframkvæmdum sem standa yfir né manna öll hótelin og veitingastaðina sem þarf til að þjónusta sífellt fleiri ferðamenn sem hafa staðið undir stórum hluta hagvaxtarins á undanförnum árum. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið þannig að atvinnuleysið er nánast ekkert. „Það kemur fólk hingað af evrópska efnahagssvæðinu. Það eru þrjátíu starfsmannaleigur skráðar hjá okkur núna. Bæði íslenskar og svo af evrópska efnahagssvæðinu sem eru með starfsfólk hér,“ segir Unnur. Þar að auki starfar fjöldi erlendra verktaka á Íslandi sem koma hingað með starfsfólk. „Þetta eru uppgrip.“ Hvað eru mörg erlend verktakafyrirtæki hér með starfsfólk? „Það eru skráð núna yfir fimmtíu til sextíu.“Þannig að það er óhætt að segja að það sé þensla á íslenskum vinnumarkaði? „Já hún er mjög mikil. Það er mjög mikil þensla, ég held að það sé alveg óhætt að segja það,“ segir Unnur Sverrisdóttir.
Efnahagsmál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira