Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. maí 2017 07:00 Fjöldi safnaðist saman fyrir utan Hvíta húsið til að mótmæla Trump. Nordicphotos/AFP „Hann stóð sig einfaldlega ekki nógu vel,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær þegar fjölmiðlar spurðu hann hvers vegna hann hefði ákveðið að reka James Comey, yfirmann alríkislögreglunnar (FBI). Sagði Trump að í stað Comeys kæmi einhver sem myndi standa sig mun betur. Eftirmaðurinn þyrfti að endurreisa heiður FBI. „Comey tapaði trausti næstum allra í Washington. Jafnt Demókrata sem Repúblikana. Þegar fólk róast niður munu allir þakka mér,“ sagði forsetinn enn fremur. Trump ákvað að reka Comey eftir að nýr aðstoðardómsmálaráðherra, Rod Rosenstein, mælti með því. Alríkislögreglan rannsakar um þessar mundir meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í fyrra sem og meint tengsl rússneskra stjórnvalda við framboð Trumps. Þess má geta að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og yfirmaður Rosensteins, sætir einnig rannsókn, enda studdi hann Trump í kosningabaráttunni.James Comey, fyrrverandi yfirmaður alríkislögreglunnar.Nordicphotos/AFPÍ bréfi Rosensteins til Trumps segir að almenningur hafi misst allt traust á alríkislögreglunni vegna þess hvernig staðið var að rannsókn á einkatölvupóstþjóni Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata. Tilkynnti Comey í fyrra að Clinton yrði ekki sótt til saka. Stuttu fyrir kosningar var rannsóknin svo opnuð á ný og gagnrýndu Demókratar Comey harðlega fyrir tímasetninguna og ákvörðunina. Ákvörðun alríkislögreglunnar breyttist hins vegar ekki og rannsókninni var lokað á ný. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild þingsins, gagnrýndi Trump harðlega í gær fyrir brottreksturinn. „Snerist þetta í raun um eitthvað annað?“ spurði Schumer í gær. Sagði hann enn fremur að þörf væri á sérstökum, óháðum saksóknara til að rannsaka Rússlandsmálið. New York Times greindi frá því í gær að stuttu fyrir brottreksturinn hefði Comey beðið um aukin úrræði til þess að rannsaka málið. Fór hann persónulega fram á það við Rosenstein.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPSarah Huckabee Sanders, aðstoðarfjölmiðlafulltrúi forsetans, þvertók hins vegar fyrir það að brottreksturinn tengdist Rússlandsrannsókninni. „Comey hafði misst traust forsetans og satt best að segja hafði forsetinn íhugað að víkja Comey úr starfi allt frá því hann náði kjöri,“ sagði Sanders við blaðamenn í gær. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, var einnig spurður um brottrekstur Comeys í gær. Blaðamaður CBS náði tali af Pútín, sem þá var klæddur í íshokkíbúning og á leiðinni inn á íshokkívöll. Sagði Putin að brottreksturinn hefði engin áhrif á samskipti ríkjanna og að spurningin væri fyndin. „Við tengjumst þessu ekki neitt,“ sagði Pútín. Samkvæmt heimildum Reuters koma fjórir til greina sem eftirmaður Comeys. Andrew McCabe, starfandi yfirmaður FBI, Paul Abbate aðstoðaryfirmaður, Michael J. Anderson, rannsóknarlögreglustjóri í Chicago, og Adam Lee, rannsóknarlögreglustjóri í Richmond. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna Rússarannsóknar James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, var rekinn af Donald Trump nokkrum dögum síðar. 10. maí 2017 17:50 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
„Hann stóð sig einfaldlega ekki nógu vel,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær þegar fjölmiðlar spurðu hann hvers vegna hann hefði ákveðið að reka James Comey, yfirmann alríkislögreglunnar (FBI). Sagði Trump að í stað Comeys kæmi einhver sem myndi standa sig mun betur. Eftirmaðurinn þyrfti að endurreisa heiður FBI. „Comey tapaði trausti næstum allra í Washington. Jafnt Demókrata sem Repúblikana. Þegar fólk róast niður munu allir þakka mér,“ sagði forsetinn enn fremur. Trump ákvað að reka Comey eftir að nýr aðstoðardómsmálaráðherra, Rod Rosenstein, mælti með því. Alríkislögreglan rannsakar um þessar mundir meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í fyrra sem og meint tengsl rússneskra stjórnvalda við framboð Trumps. Þess má geta að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og yfirmaður Rosensteins, sætir einnig rannsókn, enda studdi hann Trump í kosningabaráttunni.James Comey, fyrrverandi yfirmaður alríkislögreglunnar.Nordicphotos/AFPÍ bréfi Rosensteins til Trumps segir að almenningur hafi misst allt traust á alríkislögreglunni vegna þess hvernig staðið var að rannsókn á einkatölvupóstþjóni Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata. Tilkynnti Comey í fyrra að Clinton yrði ekki sótt til saka. Stuttu fyrir kosningar var rannsóknin svo opnuð á ný og gagnrýndu Demókratar Comey harðlega fyrir tímasetninguna og ákvörðunina. Ákvörðun alríkislögreglunnar breyttist hins vegar ekki og rannsókninni var lokað á ný. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild þingsins, gagnrýndi Trump harðlega í gær fyrir brottreksturinn. „Snerist þetta í raun um eitthvað annað?“ spurði Schumer í gær. Sagði hann enn fremur að þörf væri á sérstökum, óháðum saksóknara til að rannsaka Rússlandsmálið. New York Times greindi frá því í gær að stuttu fyrir brottreksturinn hefði Comey beðið um aukin úrræði til þess að rannsaka málið. Fór hann persónulega fram á það við Rosenstein.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPSarah Huckabee Sanders, aðstoðarfjölmiðlafulltrúi forsetans, þvertók hins vegar fyrir það að brottreksturinn tengdist Rússlandsrannsókninni. „Comey hafði misst traust forsetans og satt best að segja hafði forsetinn íhugað að víkja Comey úr starfi allt frá því hann náði kjöri,“ sagði Sanders við blaðamenn í gær. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, var einnig spurður um brottrekstur Comeys í gær. Blaðamaður CBS náði tali af Pútín, sem þá var klæddur í íshokkíbúning og á leiðinni inn á íshokkívöll. Sagði Putin að brottreksturinn hefði engin áhrif á samskipti ríkjanna og að spurningin væri fyndin. „Við tengjumst þessu ekki neitt,“ sagði Pútín. Samkvæmt heimildum Reuters koma fjórir til greina sem eftirmaður Comeys. Andrew McCabe, starfandi yfirmaður FBI, Paul Abbate aðstoðaryfirmaður, Michael J. Anderson, rannsóknarlögreglustjóri í Chicago, og Adam Lee, rannsóknarlögreglustjóri í Richmond.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna Rússarannsóknar James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, var rekinn af Donald Trump nokkrum dögum síðar. 10. maí 2017 17:50 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48
Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30
Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna Rússarannsóknar James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, var rekinn af Donald Trump nokkrum dögum síðar. 10. maí 2017 17:50