Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna Rússarannsóknar Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2017 17:50 James Comey. Vísir/AFP James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem rekinn var í gær, hafði nýverið beðið Dómsmálaráðuneytið um aukið fjármagn og fleiri starfsmenn. Það gerði hann vegna rannsóknar á afskiptum yfirvalda Rússlands af forsetakosningunum í fyrra og meintum samskiptum starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta, við Rússa.Comey fór á fund Rod J. Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, en Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hefur sagt sig frá öllu sem kemur að rannsókninni vegna samskipta hans við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands, og að Sessions sagði þinginu ósatt um fundi þeirra. Sá fundur fór fram í síðustu viku, en Rosenstein skrifaði svo minnisblað þar sem hann lagði til að Comey yrði rekinn. Jeff Sessions skrifaði einnig minnisblað þar sem hann tók undir tillögu Rosenstein og Donald Trump rak Comey í gær.Comey sagði þingmönnum frá fundi hans við Rosenstein og samkvæmt heimildum New York Times kvartaði hann við þingmenn yfir því hve litlu hann hefði úr að brúka vegna Rússarannsóknarinnar. Talskona Dómsmálaráðuneytisins sagði í dag að þessi fundur hefði aldrei átt sér stað og að Comey hefði aldrei beðið um meiri peninga og starfsfólk. Fjölmargir fjölmiðlar ytra hafa hins vegar haldið þessu fram í dag eftir samtöl við embættis- og þingmenn. Talið er að tímasetning beiðninnar og brottrekstursins verði olía á eld þeirra sem segja Trump hafa rekið Comey vegna rannsóknarinnar. Trump var spurður að því í dag af hverju hann hefði rekið Comey og svar hans var einfaldlega: „Hann var ekki að standa sig vel.“ Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem rekinn var í gær, hafði nýverið beðið Dómsmálaráðuneytið um aukið fjármagn og fleiri starfsmenn. Það gerði hann vegna rannsóknar á afskiptum yfirvalda Rússlands af forsetakosningunum í fyrra og meintum samskiptum starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta, við Rússa.Comey fór á fund Rod J. Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, en Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hefur sagt sig frá öllu sem kemur að rannsókninni vegna samskipta hans við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands, og að Sessions sagði þinginu ósatt um fundi þeirra. Sá fundur fór fram í síðustu viku, en Rosenstein skrifaði svo minnisblað þar sem hann lagði til að Comey yrði rekinn. Jeff Sessions skrifaði einnig minnisblað þar sem hann tók undir tillögu Rosenstein og Donald Trump rak Comey í gær.Comey sagði þingmönnum frá fundi hans við Rosenstein og samkvæmt heimildum New York Times kvartaði hann við þingmenn yfir því hve litlu hann hefði úr að brúka vegna Rússarannsóknarinnar. Talskona Dómsmálaráðuneytisins sagði í dag að þessi fundur hefði aldrei átt sér stað og að Comey hefði aldrei beðið um meiri peninga og starfsfólk. Fjölmargir fjölmiðlar ytra hafa hins vegar haldið þessu fram í dag eftir samtöl við embættis- og þingmenn. Talið er að tímasetning beiðninnar og brottrekstursins verði olía á eld þeirra sem segja Trump hafa rekið Comey vegna rannsóknarinnar. Trump var spurður að því í dag af hverju hann hefði rekið Comey og svar hans var einfaldlega: „Hann var ekki að standa sig vel.“
Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48
Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02
Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30