Hjón dæmd til að selja íbúð sína í Grafarvogi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. maí 2017 14:59 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Pjetur Hjónum í Grafarvogi hefur verið gert að selja úbúð sína á 34 milljónir króna og afhenda hana sem fyrst, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Töldu þau sig geta rift kauptilboði sem þau höfðu samþykkt, vegna hugsanlegra vanefnda kaupenda. Settu þau íbúð sína í Grafarvogi á sölu í maí á síðasta ári og fengu tilboð í hana upp á 32,5 milljónir króna. Gerðu þau gagntilboð upp á 34 milljónir króna sem var samþykkt. Tilboðin voru samþykkt með fyrirvara um að kaupendur stæðust greiðslumat innan fimmtán daga virkra daga, sem þau og gerðu. Söluyfirliti íbúðarinnar fylgdi yfirlýsing frá húsfélaginu um væntanlegar framkvæmdir á húsinu og innistæðu húsfélagsins fyrir þeim. Afhenda átti íbúðina 1. september á síðasta ári.Töldu yfirlýsingu frá húsfélagi ranga Kaupendunum varð þó þess áskynja skömmu eftir að gagntilboðið var samþykkt að líklega væri umrædd yfirlýsing húsfélagsins röng. Óskuðu kaupendurnur eftir nýrri yfirlýsingu. Töldu kaupendurnir líklegt að aukinn kostnaður myndi falla á þá vegna fyrirhugaðra framkvæmda og vildu þau því fá upplýsingar um hvort og þá hvernig seljendur myndu koma til móts við þau vegna þess. Ekki var brugðist við þeirri beiðni. Boðað var til undirritunar kaupsamnings í júlí síðastliðnum og óskuðu kaupendur eftir því að fyrri yfirlýsing húsfélagsins myndi standa. Var þó tekið fram að þau teldu að hægt væri að leysa þennan ágreining á farsælan hátt. Lögmaður fasteignasölunnar sem annaðist söluna lét kaupendur hins vegar vita að ekki yrði af sölunni nema þau myndu samþykkja hina nýju yfirlýsingu. Sama dag fengu þau tölvupóst um að seljendur hefðu hætt við söluna vegna þess að þau höfðu ekki fengið afgerandi svar um hvort kaupendur myndu selja seinni húsfélagsyfirlýsinguna. Við þetta gátu kaupendur ekki sætt sig og töldu að kaupsamningurinn væri bindandi þar sem skriflegt tilboð hafði verið samþykkt. Seljendur töldu aftur að móti að sér væri heimilt að rifta kaupsamningnum, ekki væri rétt að undirrita kaupsamning sem væri byggður á röngum upplýsingum í söluyfirliti.Taldi ástæðu riftunar vera þá að seljendur vildu ekki raska heimilislífinu Dómari féllst ekki á þessa röksemd seljenda. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að þeim hafi ekki verið heimilt að rifta kaupsamningnum. Þar kemur einnig fram að háttsemi þeirra bendi eindregið til þess að þau hafi hafi einfaldlega talið sig geta hætt við að selja íbúð sína. Þar kemur einnig fram að fenginn hafi verið lögmaður til þess að miðla málum. Í vitnisburði hans fyrir dómi kom fram að ástæða þess að seljendurnir hættu við að selja hafi verið sú að farið var að nálgast skóla hjá börnum þeirra og sala undir haust hefði þýtt röskun fyrir heimilislífið. Svipaða sögu sagði fasteignasali fyrir dómi sem sagði að seljendurnir hafi ekki viljað segja börnum sínum frá sölu eignarinnar. Var hjónunum gert að afhenda kaupendunum fasteignina sem um ræðir eins fljótt og auðið er, aflétta öllum veðskuldum af eigninni og gefa út afsal fyrir henni til kaupenda, allt gegn greiðslu 34 milljóna króna. Þá þurfa þau einnig að greiða kaupendunum 850 þúsund krónur í málskostnað.Sjá má dóm Héraðsdóms Reykjavíkur hér. Dómsmál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Hjónum í Grafarvogi hefur verið gert að selja úbúð sína á 34 milljónir króna og afhenda hana sem fyrst, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Töldu þau sig geta rift kauptilboði sem þau höfðu samþykkt, vegna hugsanlegra vanefnda kaupenda. Settu þau íbúð sína í Grafarvogi á sölu í maí á síðasta ári og fengu tilboð í hana upp á 32,5 milljónir króna. Gerðu þau gagntilboð upp á 34 milljónir króna sem var samþykkt. Tilboðin voru samþykkt með fyrirvara um að kaupendur stæðust greiðslumat innan fimmtán daga virkra daga, sem þau og gerðu. Söluyfirliti íbúðarinnar fylgdi yfirlýsing frá húsfélaginu um væntanlegar framkvæmdir á húsinu og innistæðu húsfélagsins fyrir þeim. Afhenda átti íbúðina 1. september á síðasta ári.Töldu yfirlýsingu frá húsfélagi ranga Kaupendunum varð þó þess áskynja skömmu eftir að gagntilboðið var samþykkt að líklega væri umrædd yfirlýsing húsfélagsins röng. Óskuðu kaupendurnur eftir nýrri yfirlýsingu. Töldu kaupendurnir líklegt að aukinn kostnaður myndi falla á þá vegna fyrirhugaðra framkvæmda og vildu þau því fá upplýsingar um hvort og þá hvernig seljendur myndu koma til móts við þau vegna þess. Ekki var brugðist við þeirri beiðni. Boðað var til undirritunar kaupsamnings í júlí síðastliðnum og óskuðu kaupendur eftir því að fyrri yfirlýsing húsfélagsins myndi standa. Var þó tekið fram að þau teldu að hægt væri að leysa þennan ágreining á farsælan hátt. Lögmaður fasteignasölunnar sem annaðist söluna lét kaupendur hins vegar vita að ekki yrði af sölunni nema þau myndu samþykkja hina nýju yfirlýsingu. Sama dag fengu þau tölvupóst um að seljendur hefðu hætt við söluna vegna þess að þau höfðu ekki fengið afgerandi svar um hvort kaupendur myndu selja seinni húsfélagsyfirlýsinguna. Við þetta gátu kaupendur ekki sætt sig og töldu að kaupsamningurinn væri bindandi þar sem skriflegt tilboð hafði verið samþykkt. Seljendur töldu aftur að móti að sér væri heimilt að rifta kaupsamningnum, ekki væri rétt að undirrita kaupsamning sem væri byggður á röngum upplýsingum í söluyfirliti.Taldi ástæðu riftunar vera þá að seljendur vildu ekki raska heimilislífinu Dómari féllst ekki á þessa röksemd seljenda. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að þeim hafi ekki verið heimilt að rifta kaupsamningnum. Þar kemur einnig fram að háttsemi þeirra bendi eindregið til þess að þau hafi hafi einfaldlega talið sig geta hætt við að selja íbúð sína. Þar kemur einnig fram að fenginn hafi verið lögmaður til þess að miðla málum. Í vitnisburði hans fyrir dómi kom fram að ástæða þess að seljendurnir hættu við að selja hafi verið sú að farið var að nálgast skóla hjá börnum þeirra og sala undir haust hefði þýtt röskun fyrir heimilislífið. Svipaða sögu sagði fasteignasali fyrir dómi sem sagði að seljendurnir hafi ekki viljað segja börnum sínum frá sölu eignarinnar. Var hjónunum gert að afhenda kaupendunum fasteignina sem um ræðir eins fljótt og auðið er, aflétta öllum veðskuldum af eigninni og gefa út afsal fyrir henni til kaupenda, allt gegn greiðslu 34 milljóna króna. Þá þurfa þau einnig að greiða kaupendunum 850 þúsund krónur í málskostnað.Sjá má dóm Héraðsdóms Reykjavíkur hér.
Dómsmál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira