Finnur Freyr: Hér er ég ennþá og þið hin getið haldið áfram að efast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 13:45 Finnur Freyr Stefánsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum á dögunum. Vísir/Andri Marinó Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara KR, hefur náð sögulegum árangri á fyrstu fjórum tímabilum sínum sem þjálfari í meistaraflokki karla. Finnur hefur gert KR að Íslandsmeisturum öll fjögur árin og þreföldum meisturum undanfarin tvö tímabil. Alls hefur liðið unnið tíu stóra titla á fjórum tímabilum. Finnur var í vor fyrsti þjálfarinn sem vinnur úrslitakeppnina fjögur ár í röð og ennfremur fyrsti þjálfarinn frá 1973 sem vinnur fjóra Íslandsmeistaratitla í röð (Einar Ólafsson, fimm ár í röð 1969-1973). Finnur hefur á sama tíma náð einnig sögulegum árangri með tuttugu ára landsliðið sem og er hann í þjálfarateymi íslenska landsliðsins sem er á leiðinni á sitt annað Eurobasket í röð. Finnur er enn bara 34 ára gamall og var því bara þrítugur þegar hann tók við KR-liðinu á sínum tíma. Síðan þá hafa fullt af leikmönnum spilað með KR-liðinu sem eru eldri en hann. Þjálfarastaðan í KR er ekkert lamb að leika sér við og það var mikil pressa á Finn frá fyrsta degi. Hann hefur einnig mátt heyra gagnrýni og efasemdaraddir allan tímann. En ef einhver hefur unnið sér það inn að stinga aðeins upp í gagnrýnendur sínar þá er það þessi magnaði þjálfari úr Vesturbænum. Finnur nýtti tækifærið og skrifaði færslu inn á fésbókarsíðu sína. Þar fór hann meðal annars yfir það sem hann hefur heyrt um sig á þessum árum. „Óreyndur, of ungur, þarf sterkan mann með sér, mun ekki höndla pressuna, missir klefann, getur ekki unnið úrslitaleiki, ofmetinn, menn vinna aldrei a fyrsta ári, vinnur bara með besta kanann, hann ræður ekki við þennan hóp, allir gætu unnið með þetta lið.“ „En hér er ég ennþá, skrifandi mína eigin sögu með bros á vör. 4 ár - 10 stórir titlar - 3 minni og nokkur silfur - U20 a stórmót i fyrsta skipti - Eurobasket nr 2 framundan - fullt af frábærum minningum, sögum og skemmtilegum metum,“ skrifaði Finnur áður en hann þakkaði öllum fyrir stuðninginn. Hann endar síðan á þessum orðum: „Þið hin, gerið það, haldið áfram að efast.... „You can't let praise or criticism get to you. It's a weakness to get caught up in either one." - John Wooden Finnur getur haldið áfram að setja met með KR-liðinu á komandi tímabili. Það hefur þannig ekkert félag unnið fimm úrslitakeppnir í röð og þá hefur ekkert lið unnið tvöfalt (Íslandsmót+bikarkeppni) eða þrefalt (Íslandsmót+bikarkeppni+deild) þrjú ár í röð. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 95-56 | Grindavík eins og lömb leidd til slátrunar KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár. 30. apríl 2017 22:00 Sjáðu trylltan fögnuð KR-inga KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 30. apríl 2017 23:07 Karnival í KR-heimilinu KR-ingar buðu upp á sýningu í oddaleik liðsins gegn Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og pökkuðu Grindvíkingum saman. Leiknum var lokið í hálfleik er KR var með 31 stigs forskot. Ótrúleg 1. maí 2017 06:00 Hinir fjórir fræknu hjá meistaraliði KR Þrír lykilleikmenn karlaliðs KR í körfuboltanum og þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Leikmenn hafa ekki náð þessu í þrjá áratugi og þjálfari ekki í 44 ár. 2. maí 2017 06:00 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara KR, hefur náð sögulegum árangri á fyrstu fjórum tímabilum sínum sem þjálfari í meistaraflokki karla. Finnur hefur gert KR að Íslandsmeisturum öll fjögur árin og þreföldum meisturum undanfarin tvö tímabil. Alls hefur liðið unnið tíu stóra titla á fjórum tímabilum. Finnur var í vor fyrsti þjálfarinn sem vinnur úrslitakeppnina fjögur ár í röð og ennfremur fyrsti þjálfarinn frá 1973 sem vinnur fjóra Íslandsmeistaratitla í röð (Einar Ólafsson, fimm ár í röð 1969-1973). Finnur hefur á sama tíma náð einnig sögulegum árangri með tuttugu ára landsliðið sem og er hann í þjálfarateymi íslenska landsliðsins sem er á leiðinni á sitt annað Eurobasket í röð. Finnur er enn bara 34 ára gamall og var því bara þrítugur þegar hann tók við KR-liðinu á sínum tíma. Síðan þá hafa fullt af leikmönnum spilað með KR-liðinu sem eru eldri en hann. Þjálfarastaðan í KR er ekkert lamb að leika sér við og það var mikil pressa á Finn frá fyrsta degi. Hann hefur einnig mátt heyra gagnrýni og efasemdaraddir allan tímann. En ef einhver hefur unnið sér það inn að stinga aðeins upp í gagnrýnendur sínar þá er það þessi magnaði þjálfari úr Vesturbænum. Finnur nýtti tækifærið og skrifaði færslu inn á fésbókarsíðu sína. Þar fór hann meðal annars yfir það sem hann hefur heyrt um sig á þessum árum. „Óreyndur, of ungur, þarf sterkan mann með sér, mun ekki höndla pressuna, missir klefann, getur ekki unnið úrslitaleiki, ofmetinn, menn vinna aldrei a fyrsta ári, vinnur bara með besta kanann, hann ræður ekki við þennan hóp, allir gætu unnið með þetta lið.“ „En hér er ég ennþá, skrifandi mína eigin sögu með bros á vör. 4 ár - 10 stórir titlar - 3 minni og nokkur silfur - U20 a stórmót i fyrsta skipti - Eurobasket nr 2 framundan - fullt af frábærum minningum, sögum og skemmtilegum metum,“ skrifaði Finnur áður en hann þakkaði öllum fyrir stuðninginn. Hann endar síðan á þessum orðum: „Þið hin, gerið það, haldið áfram að efast.... „You can't let praise or criticism get to you. It's a weakness to get caught up in either one." - John Wooden Finnur getur haldið áfram að setja met með KR-liðinu á komandi tímabili. Það hefur þannig ekkert félag unnið fimm úrslitakeppnir í röð og þá hefur ekkert lið unnið tvöfalt (Íslandsmót+bikarkeppni) eða þrefalt (Íslandsmót+bikarkeppni+deild) þrjú ár í röð.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 95-56 | Grindavík eins og lömb leidd til slátrunar KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár. 30. apríl 2017 22:00 Sjáðu trylltan fögnuð KR-inga KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 30. apríl 2017 23:07 Karnival í KR-heimilinu KR-ingar buðu upp á sýningu í oddaleik liðsins gegn Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og pökkuðu Grindvíkingum saman. Leiknum var lokið í hálfleik er KR var með 31 stigs forskot. Ótrúleg 1. maí 2017 06:00 Hinir fjórir fræknu hjá meistaraliði KR Þrír lykilleikmenn karlaliðs KR í körfuboltanum og þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Leikmenn hafa ekki náð þessu í þrjá áratugi og þjálfari ekki í 44 ár. 2. maí 2017 06:00 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 95-56 | Grindavík eins og lömb leidd til slátrunar KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár. 30. apríl 2017 22:00
Sjáðu trylltan fögnuð KR-inga KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 30. apríl 2017 23:07
Karnival í KR-heimilinu KR-ingar buðu upp á sýningu í oddaleik liðsins gegn Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og pökkuðu Grindvíkingum saman. Leiknum var lokið í hálfleik er KR var með 31 stigs forskot. Ótrúleg 1. maí 2017 06:00
Hinir fjórir fræknu hjá meistaraliði KR Þrír lykilleikmenn karlaliðs KR í körfuboltanum og þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Leikmenn hafa ekki náð þessu í þrjá áratugi og þjálfari ekki í 44 ár. 2. maí 2017 06:00