Stungnir til bana þegar þeir vörðu tvær múslímakonur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. maí 2017 23:30 Árásarmaðurinn Joseph Christian var handtekinn af lögreglunni stuttu eftir árásina. Vísir/AFP Tveir menn voru stungnir til bana um borð í lest í Portland borg í Oregon fylki í Bandaríkjunum eftir að þeir skárust í leikinn þegar árásarmaðurinn hafði i hótunum við tvær ungar múslímakonur sem um borð voru í lestinni. Atvikið átti sér stað síðastliðinn laugardag. Reuters greinir frá. Lögreglan hefur nú handtekið árásarmanninn sem er hinn 35 ára gamli Joseph Christian. Hann hefur að sögn lögreglu ítrekað tjáð sig um íslam á Facebook síðu sinni „með öfgafullum og fordómafullum hætti.“ Árásin átti sér stað einungis nokkrum klukkustundum fyrir upphaf Ramadan, helgihátíðar múslíma þegar meirihluti múslíma fastar. Christian hóf að öskra á konurnar sem báru slæður og hreytti hann ýmsum fordómafullum fúkyrðum í þær. Sagði hann meðal annars við þær að allir múslímar ættu skilið að deyja. Þrír menn, þeir Ricky John Best, Taliesin Myrddin Namkai Meche og Micah David-Cole Fletcher skárust þá í leikinn og dró Christian þá upp hníf og stakk þá. Best og Meche létust vegna árásarinnar en Fletcher er alvarlega særður. Í tilkynningu segja samtök um samskipti Bandaríkjanna og fólks af íslömskum uppruna að aukinn fjöldi tilvika þar sem ráðist er á múslíma í Bandaríkjunum sé um að kenna orðræðu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur bæði í kosningabaráttu sinni og í embætti, lagt mikla áherslu á aukna hörku í garð innflytjenda og í baráttunni gegn hryðjuverkum herskárra íslamista. Forsetinn hefur ekki minnst á árásina enn sem komið er. Þannig hefur hinn reynslumikli fjölmiðlamaður Dan Rather fjallað um dauða mannanna tveggja á Facebook síðu sinni. Þar hvetur hann forsetann til þess að gefa árásum líkt og þessum meiri gaum í stað þess að einblína einungis á öfgafulla íslamista.Tekist hefur að safna meira en 600 þúsund dollurum eða því sem nemur rúmlega 60 milljónum íslenskra króna fyrir fjölskyldu mannanna þriggja sem urðu fyrir árásinni en mönnunum hefur verið hampað sem hetjum fyrir að hafa komið konunum til varnar. Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Tveir menn voru stungnir til bana um borð í lest í Portland borg í Oregon fylki í Bandaríkjunum eftir að þeir skárust í leikinn þegar árásarmaðurinn hafði i hótunum við tvær ungar múslímakonur sem um borð voru í lestinni. Atvikið átti sér stað síðastliðinn laugardag. Reuters greinir frá. Lögreglan hefur nú handtekið árásarmanninn sem er hinn 35 ára gamli Joseph Christian. Hann hefur að sögn lögreglu ítrekað tjáð sig um íslam á Facebook síðu sinni „með öfgafullum og fordómafullum hætti.“ Árásin átti sér stað einungis nokkrum klukkustundum fyrir upphaf Ramadan, helgihátíðar múslíma þegar meirihluti múslíma fastar. Christian hóf að öskra á konurnar sem báru slæður og hreytti hann ýmsum fordómafullum fúkyrðum í þær. Sagði hann meðal annars við þær að allir múslímar ættu skilið að deyja. Þrír menn, þeir Ricky John Best, Taliesin Myrddin Namkai Meche og Micah David-Cole Fletcher skárust þá í leikinn og dró Christian þá upp hníf og stakk þá. Best og Meche létust vegna árásarinnar en Fletcher er alvarlega særður. Í tilkynningu segja samtök um samskipti Bandaríkjanna og fólks af íslömskum uppruna að aukinn fjöldi tilvika þar sem ráðist er á múslíma í Bandaríkjunum sé um að kenna orðræðu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur bæði í kosningabaráttu sinni og í embætti, lagt mikla áherslu á aukna hörku í garð innflytjenda og í baráttunni gegn hryðjuverkum herskárra íslamista. Forsetinn hefur ekki minnst á árásina enn sem komið er. Þannig hefur hinn reynslumikli fjölmiðlamaður Dan Rather fjallað um dauða mannanna tveggja á Facebook síðu sinni. Þar hvetur hann forsetann til þess að gefa árásum líkt og þessum meiri gaum í stað þess að einblína einungis á öfgafulla íslamista.Tekist hefur að safna meira en 600 þúsund dollurum eða því sem nemur rúmlega 60 milljónum íslenskra króna fyrir fjölskyldu mannanna þriggja sem urðu fyrir árásinni en mönnunum hefur verið hampað sem hetjum fyrir að hafa komið konunum til varnar.
Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira