Grótta er búið að ganga frá ráðningu þjálfara fyrir meistaraflokksliðin sín á næstu leiktíð en bæði liðin spila í Olís-deildinni.
Kári Garðarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Gróttu og færir sig því frá kvennaliðinu yfir á karlaliðið.
Kári hefur átt mjög flott fjögur ár með meistaraflokk kvenna hjá félaginu. Kári sem stýrði Gróttuliðinu til tveggja Íslandsmeistaratitla, deildarmeistaratitils og bikarmeistaratitils á þeim tíma.
Í stað Kára hefur handknattleiksstjórn Gróttu ráðið Alfreð Finnsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Gróttu.
Alfreð hefur áður þjálfað hjá Gróttu og hjá fleiri liðum á Íslandi og í Noregi en hann var rekinn sem þjálfari kvennaliðs Vals á þessu tímabili.
Til aðstoðar Alfreð verður ein fremsta handknattleikskona landsins Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem hefur verið bakbein og hryggjarsúla liðsins.
Kári færir sig yfir á karlalið Gróttu og Alfreð tekur við kvennaliðinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
