Nefnd í stað fjármagns Katrín Jakobsdóttir skrifar 25. maí 2017 07:00 Stærsta mál hverrar ríkisstjórnar er fjármálaáætlun sem er rammi utan um útgjöld og tekjuöflun samfélagsins til næstu fimm ára. Sú fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi afhjúpar dapra framtíðarsýn þessarar óvinsælu stjórnar. Stjórnmálaflokkarnir fengu skýrar leiðbeiningar frá almenningi fyrir kosningar þegar ríflega 86.500 manns skrifuðu undir áskorun um verulega aukin framlög til heilbrigðisþjónustu. Því miður er þeirri áskorun ekki mætt. Til dæmis er ekki gert ráð fyrir að mæta uppsafnaðri viðbótarfjárþörf Landspítalans þó að allar upplýsingar liggi fyrir um hana frá stjórnendum spítalans. Í staðinn leggur meirihluti fjárlaganefndar til að spítalanum verði skipuð pólitísk stjórn. Háskólarnir bera skarðan hlut frá borði. Fjármálaráðherra hefur beinlínis lýst þeirri framtíðarsýn að stefnt verði að „heilbrigðri fækkun“ háskólanema. Aukning til háskólanna felur fyrst og fremst í sér nýja húsbyggingu sem hefði verið mun ódýrara að ljúka við fyrir nokkrum árum en aukningin verður engin árið 2018 og aðeins 2,1% árið 2019. Þetta er fjarri samþykktum markmiðum Vísinda- og tækniráðs. Þetta er líka fjarri því sem talað var um fyrir kosningar. Í ágúst síðastliðnum samþykkti þáverandi meirihluti Alþingis fjármálaáætlun. Tekist var á um margt í þeirri áætlun en þar var þó skýrt sagt að áætluð hagræðing vegna ákvörðunar ráðherra um að stytta nám til stúdentsprófs myndi skila sér til skólanna. Í núverandi áætlun verða þessi framlög orðin ríflega 1,4 milljörðum lægri árið 2021 en í síðustu áætlun. Varla þarf að taka fram að flokkarnir voru þöglir um þennan niðurskurð fyrir kosningar. Enn vantar fullnægjandi greiningu á áhrifum skattabreytinga á ferðaþjónustu og varhugavert er að lækka efra þrep virðisaukaskatts í þeirri þenslu sem nú er í íslensku samfélagi. Í stuttu máli byggist þetta stærsta plagg ríkisstjórnarinnar á veikum tekjugrunni og snýst um óboðaðan niðurskurð en ekki þá uppbyggingu íslensks velferðarsamfélags sem almenningur kallaði eftir í seinustu kosningum. Við Vinstri-græn leggjumst gegn þessari áætlun því að hún er ekki aðeins metnaðarlaus heldur beinlínis skaðleg. Við viljum samfélagsuppbyggingu fyrir alla og sanngjarna tekjuöflun. Það er hægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Stærsta mál hverrar ríkisstjórnar er fjármálaáætlun sem er rammi utan um útgjöld og tekjuöflun samfélagsins til næstu fimm ára. Sú fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi afhjúpar dapra framtíðarsýn þessarar óvinsælu stjórnar. Stjórnmálaflokkarnir fengu skýrar leiðbeiningar frá almenningi fyrir kosningar þegar ríflega 86.500 manns skrifuðu undir áskorun um verulega aukin framlög til heilbrigðisþjónustu. Því miður er þeirri áskorun ekki mætt. Til dæmis er ekki gert ráð fyrir að mæta uppsafnaðri viðbótarfjárþörf Landspítalans þó að allar upplýsingar liggi fyrir um hana frá stjórnendum spítalans. Í staðinn leggur meirihluti fjárlaganefndar til að spítalanum verði skipuð pólitísk stjórn. Háskólarnir bera skarðan hlut frá borði. Fjármálaráðherra hefur beinlínis lýst þeirri framtíðarsýn að stefnt verði að „heilbrigðri fækkun“ háskólanema. Aukning til háskólanna felur fyrst og fremst í sér nýja húsbyggingu sem hefði verið mun ódýrara að ljúka við fyrir nokkrum árum en aukningin verður engin árið 2018 og aðeins 2,1% árið 2019. Þetta er fjarri samþykktum markmiðum Vísinda- og tækniráðs. Þetta er líka fjarri því sem talað var um fyrir kosningar. Í ágúst síðastliðnum samþykkti þáverandi meirihluti Alþingis fjármálaáætlun. Tekist var á um margt í þeirri áætlun en þar var þó skýrt sagt að áætluð hagræðing vegna ákvörðunar ráðherra um að stytta nám til stúdentsprófs myndi skila sér til skólanna. Í núverandi áætlun verða þessi framlög orðin ríflega 1,4 milljörðum lægri árið 2021 en í síðustu áætlun. Varla þarf að taka fram að flokkarnir voru þöglir um þennan niðurskurð fyrir kosningar. Enn vantar fullnægjandi greiningu á áhrifum skattabreytinga á ferðaþjónustu og varhugavert er að lækka efra þrep virðisaukaskatts í þeirri þenslu sem nú er í íslensku samfélagi. Í stuttu máli byggist þetta stærsta plagg ríkisstjórnarinnar á veikum tekjugrunni og snýst um óboðaðan niðurskurð en ekki þá uppbyggingu íslensks velferðarsamfélags sem almenningur kallaði eftir í seinustu kosningum. Við Vinstri-græn leggjumst gegn þessari áætlun því að hún er ekki aðeins metnaðarlaus heldur beinlínis skaðleg. Við viljum samfélagsuppbyggingu fyrir alla og sanngjarna tekjuöflun. Það er hægt.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun