Einn situr eftir í skotgröfunum Þórir Garðarsson skrifar 31. maí 2017 20:54 Upp á síðkastið hafa þingmenn hver á fætur öðrum bakkað frá hugmyndinni um að tvöfalda virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna á miðju næsta ári. Þeir taka undir að tímasetningin sé arfavitlaus og að hærri virðisaukaskattur skekki samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Einn situr þó sem fastast í skotgröfunum, góði dátinn Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Nú síðast í stjórnmálaumræðum á Alþingi endurtók hann í hundraðasta skipti möntruna um að stærsta atvinnugreinin ætti að vera í sama rekstrarumhverfi og aðrar. En það er vita vonlaust viðmið fyrir atvinnugrein sem er fyrst og fremst í samkeppni um erlenda viðskiptavini. Þeir ferðast bara annað ef þeim ofbýður skattlagningin.Nei, þetta eru ekki skattaívilnanir Áfram hangir fjármálaráðherrann á því að hætta þurfi skattaívilnunum til ferðaþjónustunnar. Þetta er rangt hjá honum. Atvinnugreinin nýtur engra skattaívilnana þó hún fái að keppa við önnur ferðamannalönd á jafnréttisgrundvelli. Nú þegar stendur ferðaþjónustan undir 15% af tekjum ríkissjóðs. Útgjöld vegna ferðamanna eru aðeins brot af þeirri innkomu. Fjármálaráðherrann hrópar upp úr skotgröfunum að hraður vöxtur ferðaþjónustunnar styrki krónuna svo mjög að hún ógni hag allra útflutningsgreina í landinu. Hækkun virðisaukaskatts eftir eitt ár breytir engu um það núna. Hvers vegna lítur ráðherrann sér ekki nær og talar við Seðlabankann? Aðgerðir og aðgerðaleysi Seðlabankans hafa ekki minni áhrif á styrkingu krónunnar en erlendir ferðamenn. Bankinn er hættur að kaupa gjaldeyri og hann heldur uppi háu vaxtastigi sem heftir útstreymi gjaldeyris og hvetur til vaxtamunarviðskipta.Ríkið sjálft er slóði Eftir tiltalið við Seðlabankann mætti ráðherrann taka til í eigin ranni. Slóðaskapur ríkisstofnana vegna svartrar húsaleigu til ferðamanna og starfsemi óskráðra erlendra fyrirtækja og starfsmanna þeirra hér á landi er yfirþyrmandi. Ríki og sveitarfélög verða af milljarða króna tekjum, íbúðaverð í Reykjavík spennist upp og grafið er undan heiðarlegri starfsemi fyrirtækja sem standa skil á öllu sínu. Mestan áhuga sýnir fjármálaráðherrann samt á að ná meiri fjármunum út úr þeim sem þegar standa skil á sínu.Lifað í sjálfsblekkinguÞegar menn eru búnir að grafa sig djúpt niður í skotgrafir þykir gott að grípa til sjálfsblekkingar til að réttlæta kyrrstöðuna. Fjármálaráðherrann segir að þeir rúmlega 20 milljarðar sem ríkissjóður ætlar að hafa aukalega af erlendum ferðamönnum fari beinustu leið í vasa almennings því lækka eigi hærra þrep virðisaukaskattsins um 1,5%. Hvernig í ósköpunum dettur manninum í hug að eitt og hálft prósent lækkun virðisaukaskatts muni skila sér óskert til neytenda? Hvern er verið að blekkja? Ráðherrann talar mikið um að einfalda skattkerfið. Hvers vegna þá ekki að sýna kjark og ganga alla leið? Stíga skrefið til fulls og taka upp eitt hóflegt þrep virðisaukaskatts og engar undanþágur. Sá skattur gæti verið 15% og allir yrðu sáttir. Slík breyting mundi skila sér öllu betur til neytenda en þau nánast ósýnilegu 1,5% sem ráðgerð eru. Áhætta tekin með almannahagsmuniÍ umræðunum á Alþingi sagði fjármálaráðherra: verum óhrædd við að hugsa málin upp á nýtt. Mikið væri gaman ef hann gerði það sjálfur í þessum efnum. Mikið væri gott ef hann gerði sér grein fyrir því hvers konar áhættu hann er að taka með þessari skotgrafanálgun sinni á rekstrarumhverfi atvinnugreinar sem skilar tæpum 40% af öllum gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Staða ferðaþjónustunnar er afar viðkvæm um þessar mundir vegna styrkingar krónunnar. Lítið þarf út af að bregða til að ferðahegðun hér á landi breytist á skömmum tíma til hins verra og ferðamenn hætti að hafa efni á að fara út fyrir suðvesturhorn landsins. Svo sannarlega er þar um mikilvæga almannahagsmuni að ræða, ekki síst á landsbyggðinni.Höfundur er varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa þingmenn hver á fætur öðrum bakkað frá hugmyndinni um að tvöfalda virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna á miðju næsta ári. Þeir taka undir að tímasetningin sé arfavitlaus og að hærri virðisaukaskattur skekki samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Einn situr þó sem fastast í skotgröfunum, góði dátinn Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Nú síðast í stjórnmálaumræðum á Alþingi endurtók hann í hundraðasta skipti möntruna um að stærsta atvinnugreinin ætti að vera í sama rekstrarumhverfi og aðrar. En það er vita vonlaust viðmið fyrir atvinnugrein sem er fyrst og fremst í samkeppni um erlenda viðskiptavini. Þeir ferðast bara annað ef þeim ofbýður skattlagningin.Nei, þetta eru ekki skattaívilnanir Áfram hangir fjármálaráðherrann á því að hætta þurfi skattaívilnunum til ferðaþjónustunnar. Þetta er rangt hjá honum. Atvinnugreinin nýtur engra skattaívilnana þó hún fái að keppa við önnur ferðamannalönd á jafnréttisgrundvelli. Nú þegar stendur ferðaþjónustan undir 15% af tekjum ríkissjóðs. Útgjöld vegna ferðamanna eru aðeins brot af þeirri innkomu. Fjármálaráðherrann hrópar upp úr skotgröfunum að hraður vöxtur ferðaþjónustunnar styrki krónuna svo mjög að hún ógni hag allra útflutningsgreina í landinu. Hækkun virðisaukaskatts eftir eitt ár breytir engu um það núna. Hvers vegna lítur ráðherrann sér ekki nær og talar við Seðlabankann? Aðgerðir og aðgerðaleysi Seðlabankans hafa ekki minni áhrif á styrkingu krónunnar en erlendir ferðamenn. Bankinn er hættur að kaupa gjaldeyri og hann heldur uppi háu vaxtastigi sem heftir útstreymi gjaldeyris og hvetur til vaxtamunarviðskipta.Ríkið sjálft er slóði Eftir tiltalið við Seðlabankann mætti ráðherrann taka til í eigin ranni. Slóðaskapur ríkisstofnana vegna svartrar húsaleigu til ferðamanna og starfsemi óskráðra erlendra fyrirtækja og starfsmanna þeirra hér á landi er yfirþyrmandi. Ríki og sveitarfélög verða af milljarða króna tekjum, íbúðaverð í Reykjavík spennist upp og grafið er undan heiðarlegri starfsemi fyrirtækja sem standa skil á öllu sínu. Mestan áhuga sýnir fjármálaráðherrann samt á að ná meiri fjármunum út úr þeim sem þegar standa skil á sínu.Lifað í sjálfsblekkinguÞegar menn eru búnir að grafa sig djúpt niður í skotgrafir þykir gott að grípa til sjálfsblekkingar til að réttlæta kyrrstöðuna. Fjármálaráðherrann segir að þeir rúmlega 20 milljarðar sem ríkissjóður ætlar að hafa aukalega af erlendum ferðamönnum fari beinustu leið í vasa almennings því lækka eigi hærra þrep virðisaukaskattsins um 1,5%. Hvernig í ósköpunum dettur manninum í hug að eitt og hálft prósent lækkun virðisaukaskatts muni skila sér óskert til neytenda? Hvern er verið að blekkja? Ráðherrann talar mikið um að einfalda skattkerfið. Hvers vegna þá ekki að sýna kjark og ganga alla leið? Stíga skrefið til fulls og taka upp eitt hóflegt þrep virðisaukaskatts og engar undanþágur. Sá skattur gæti verið 15% og allir yrðu sáttir. Slík breyting mundi skila sér öllu betur til neytenda en þau nánast ósýnilegu 1,5% sem ráðgerð eru. Áhætta tekin með almannahagsmuniÍ umræðunum á Alþingi sagði fjármálaráðherra: verum óhrædd við að hugsa málin upp á nýtt. Mikið væri gaman ef hann gerði það sjálfur í þessum efnum. Mikið væri gott ef hann gerði sér grein fyrir því hvers konar áhættu hann er að taka með þessari skotgrafanálgun sinni á rekstrarumhverfi atvinnugreinar sem skilar tæpum 40% af öllum gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Staða ferðaþjónustunnar er afar viðkvæm um þessar mundir vegna styrkingar krónunnar. Lítið þarf út af að bregða til að ferðahegðun hér á landi breytist á skömmum tíma til hins verra og ferðamenn hætti að hafa efni á að fara út fyrir suðvesturhorn landsins. Svo sannarlega er þar um mikilvæga almannahagsmuni að ræða, ekki síst á landsbyggðinni.Höfundur er varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarformaður Gray Line.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun