Er kominn tími á að fjárfesta erlendis? Agnar Tómas Möller skrifar 31. maí 2017 08:00 Margir innlendir fjármagnseigendur eru að spyrja hvenær eigi að byrja að fjárfesta erlendis. Stutta svarið er: „Núna!“ Þótt allt bendi til þess að undirstöður íslenska hagkerfisins séu ákaflega traustar á sama tíma og vaxtamunur við útlönd er í methæðum, hefur raungengi íslensku krónunnar styrkst mjög undanfarin misseri. Þótt vissulega sé innistæða fyrir umtalsverðri raungengishækkun krónunnar er verðsamanburður á milli Íslands og þróaðra stórborga slíkur að talsverðar líkur hljóta að vera á einhverri leiðréttingu til lengri tíma. Sem dæmi þá kostar stór samsettur matseðill á einum þekktasta veitingastað Lundúna, Nobu, um 20 prósent minna en sjö rétta seðill á Dill veitingastað. Kaffi á Pret-à-Manger kostar helmingi minna en á flestum íslenskum kaffihúsum, upphafsgjald leigubíla er tvöfalt lægra og það sem mestu skiptir, lágmarkslaun í Bretlandi eru meira en þriðjungi lægri en á Íslandi. Raungengi pundsins er enda um 20 prósent veikara en eðlilegt sögulegt meðaltal á móti krónu, og 10 prósent veikara en það fór lægst fyrir hrun. Svipaða sögu mætti segja víða annars staðar.Blómaskeið fjármagnseigenda Undanfarin ár hafa verið sannkallað blómaskeið íslenskra fjármagnseigenda. Raunvextir Seðlabankans hafa verið nálægt fjórum prósentum að meðaltali frá ársbyrjun 2014 og verðbólga hefur einungis mælst 1,75 prósent að jafnaði, vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Á sama tíma hafa skuldabréf, mælt með skuldabréfavísitölusjóði GAMMA (GAMMA: INDEX), skilað góðri ávöxtun eða um fimm prósent raunávöxtun að jafnaði. Síðast en ekki síst þá hefur krónan styrkst um rétt rúmlega 50 prósent og þar af leiðandi aukið virði innlendra fjárfestinga gríðarlega, mælt í erlendum gjaldmiðlum (í því ljósi er vert að hafa í huga að krónan er minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi). Undir eðlilegum kringumstæðum hefði mátt ætla að eftir nærri níu ár í höftum, hefði uppsöfnuð fjárfestingarþörf innlendra fjármagnseigenda verið slík að krónan hefði gefið talsvert eftir í kjölfar haftaafnáms. Hið þveröfuga hefur hins vegar gerst. Áhugi innlendra fjárfesta á að fjárfesta erlendis hefur verið lítill á sama tíma og kaup erlendra aðila á íslenskum eignum hafa aukist eftir að höftum var aflétt.Vaxtamunurinn stenst ekki Hvers vegna er lítill áhugi á erlendum fjárfestingum í dag? Líkt og margoft hefur komið fram er raunvaxtamunur Íslands nálægt sögulegu hámarki, bæði horft til skamms og lengri tíma. Sé litið til þess að munur á skuldatryggingarálagi Íslands og flestra ríkja með hæstu lánshæfiseinkunn er einungis rúmlega hálft prósent, er áhættuleiðréttur raunvaxtamunur ógnarhár; eða um fjögur prósent við helstu Evrópuríki og um 3,5 prósent við Bandaríkin. Tvær myndir, annars vegar úr nýjustu Peningamálum Seðlabankans og hins vegar úr seinasta Fjármálastöðugleikariti sama banka, sýna ágætlega af hverju svo hár áhættuleiðréttur raunvaxtamunur getur með engu móti staðist með tilliti til stöðu þjóðarbúsins, og leitt til annars en mikilla sveiflna í gengi íslensku krónunnar.Fyrri myndin sýnir ótrúlega breytingu á hreinni erlendri eignastöðu þjóðarbúsins sem er í dag talsvert betri en miðgildi helstu Evrópuríkja. Seinni myndin sýnir spá fjármálaráðuneytisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um þróun skulda hins opinbera samanborið við valin samanburðarríki. Samkvæmt því verða skuldir hins opinbera á svipuðum slóðum og hjá ríkjum með hæstu mögulegu einkunn lánshæfismatsfyrirtækjanna.Þótt mjög jákvæður viðskiptajöfnuður muni í einhvern tíma enn halda áfram að þrýsta á enn frekari styrkingu krónunnar, mun sú þróun smám saman grafa undan getu hagkerfisins til að standa undir svo sterku raungengi. Ekki má gleyma að höftin heyra nú sögunni til að mestu leyti og væntingar geta haft mun meiri áhrif til skemmri tíma á gengi krónunnar en afgangur af vöru og þjónustu. Óvæntar og slæmar fréttir af útflutningsgreinum gætu snúið væntingum mjög hratt og leitt til tímabundins útflæðis krónunnar og snarps gengisfalls. Þótt slíkar sveiflur gætu gengið hratt til baka, gætu tímasetningar fjárfesta á erlendum fjárfestingum í slíkum sveiflum verið óheppilegar.Alþjóðleg eignadreifing Hve mikið ættu fjárfestar að fjárfesta erlendis? Innan nokkurra ára, þegar meira jafnvægi hefur vonandi myndast á gengi krónunnar, munu innlendir fjárfestar horfa frekar til þess hve miklu af eignum sínum þeir vilja fjárfesta á Íslandi heldur en hve mikið þeir vilja fjárfesta erlendis. Enda er talsverð mótsögn í því að minnsti gjaldmiðill í heimi sé upphaf og endir í eignasöfnum fjárfesta sem vilja áhættudreifa eignum sínum. Þótt eignaverð kunni að hækka áfram á Íslandi og krónan sömuleiðis að styrkjast eitthvað, eru allar líkur á að styrkingin muni enda í yfirskoti og sveiflur verði miklar, einkum vegna mikils vaxtamunar við útlönd. Það er í raun enginn vafi á því að hluti eignasafna fjárfesta, þó ekki væri nema 10 til 20 prósent, ætti að fara í erlendar fjárfestingar í dag. Fjárfestar ættu að horfa á hversu mikinn erlendan gjaldeyri þeir eiga í söfnum sínum en ekki eingöngu hversu margar krónur fást fyrir gjaldeyrinn á hverjum tíma. Það er víst að í dag eru þær mjög margar!Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Margir innlendir fjármagnseigendur eru að spyrja hvenær eigi að byrja að fjárfesta erlendis. Stutta svarið er: „Núna!“ Þótt allt bendi til þess að undirstöður íslenska hagkerfisins séu ákaflega traustar á sama tíma og vaxtamunur við útlönd er í methæðum, hefur raungengi íslensku krónunnar styrkst mjög undanfarin misseri. Þótt vissulega sé innistæða fyrir umtalsverðri raungengishækkun krónunnar er verðsamanburður á milli Íslands og þróaðra stórborga slíkur að talsverðar líkur hljóta að vera á einhverri leiðréttingu til lengri tíma. Sem dæmi þá kostar stór samsettur matseðill á einum þekktasta veitingastað Lundúna, Nobu, um 20 prósent minna en sjö rétta seðill á Dill veitingastað. Kaffi á Pret-à-Manger kostar helmingi minna en á flestum íslenskum kaffihúsum, upphafsgjald leigubíla er tvöfalt lægra og það sem mestu skiptir, lágmarkslaun í Bretlandi eru meira en þriðjungi lægri en á Íslandi. Raungengi pundsins er enda um 20 prósent veikara en eðlilegt sögulegt meðaltal á móti krónu, og 10 prósent veikara en það fór lægst fyrir hrun. Svipaða sögu mætti segja víða annars staðar.Blómaskeið fjármagnseigenda Undanfarin ár hafa verið sannkallað blómaskeið íslenskra fjármagnseigenda. Raunvextir Seðlabankans hafa verið nálægt fjórum prósentum að meðaltali frá ársbyrjun 2014 og verðbólga hefur einungis mælst 1,75 prósent að jafnaði, vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Á sama tíma hafa skuldabréf, mælt með skuldabréfavísitölusjóði GAMMA (GAMMA: INDEX), skilað góðri ávöxtun eða um fimm prósent raunávöxtun að jafnaði. Síðast en ekki síst þá hefur krónan styrkst um rétt rúmlega 50 prósent og þar af leiðandi aukið virði innlendra fjárfestinga gríðarlega, mælt í erlendum gjaldmiðlum (í því ljósi er vert að hafa í huga að krónan er minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi). Undir eðlilegum kringumstæðum hefði mátt ætla að eftir nærri níu ár í höftum, hefði uppsöfnuð fjárfestingarþörf innlendra fjármagnseigenda verið slík að krónan hefði gefið talsvert eftir í kjölfar haftaafnáms. Hið þveröfuga hefur hins vegar gerst. Áhugi innlendra fjárfesta á að fjárfesta erlendis hefur verið lítill á sama tíma og kaup erlendra aðila á íslenskum eignum hafa aukist eftir að höftum var aflétt.Vaxtamunurinn stenst ekki Hvers vegna er lítill áhugi á erlendum fjárfestingum í dag? Líkt og margoft hefur komið fram er raunvaxtamunur Íslands nálægt sögulegu hámarki, bæði horft til skamms og lengri tíma. Sé litið til þess að munur á skuldatryggingarálagi Íslands og flestra ríkja með hæstu lánshæfiseinkunn er einungis rúmlega hálft prósent, er áhættuleiðréttur raunvaxtamunur ógnarhár; eða um fjögur prósent við helstu Evrópuríki og um 3,5 prósent við Bandaríkin. Tvær myndir, annars vegar úr nýjustu Peningamálum Seðlabankans og hins vegar úr seinasta Fjármálastöðugleikariti sama banka, sýna ágætlega af hverju svo hár áhættuleiðréttur raunvaxtamunur getur með engu móti staðist með tilliti til stöðu þjóðarbúsins, og leitt til annars en mikilla sveiflna í gengi íslensku krónunnar.Fyrri myndin sýnir ótrúlega breytingu á hreinni erlendri eignastöðu þjóðarbúsins sem er í dag talsvert betri en miðgildi helstu Evrópuríkja. Seinni myndin sýnir spá fjármálaráðuneytisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um þróun skulda hins opinbera samanborið við valin samanburðarríki. Samkvæmt því verða skuldir hins opinbera á svipuðum slóðum og hjá ríkjum með hæstu mögulegu einkunn lánshæfismatsfyrirtækjanna.Þótt mjög jákvæður viðskiptajöfnuður muni í einhvern tíma enn halda áfram að þrýsta á enn frekari styrkingu krónunnar, mun sú þróun smám saman grafa undan getu hagkerfisins til að standa undir svo sterku raungengi. Ekki má gleyma að höftin heyra nú sögunni til að mestu leyti og væntingar geta haft mun meiri áhrif til skemmri tíma á gengi krónunnar en afgangur af vöru og þjónustu. Óvæntar og slæmar fréttir af útflutningsgreinum gætu snúið væntingum mjög hratt og leitt til tímabundins útflæðis krónunnar og snarps gengisfalls. Þótt slíkar sveiflur gætu gengið hratt til baka, gætu tímasetningar fjárfesta á erlendum fjárfestingum í slíkum sveiflum verið óheppilegar.Alþjóðleg eignadreifing Hve mikið ættu fjárfestar að fjárfesta erlendis? Innan nokkurra ára, þegar meira jafnvægi hefur vonandi myndast á gengi krónunnar, munu innlendir fjárfestar horfa frekar til þess hve miklu af eignum sínum þeir vilja fjárfesta á Íslandi heldur en hve mikið þeir vilja fjárfesta erlendis. Enda er talsverð mótsögn í því að minnsti gjaldmiðill í heimi sé upphaf og endir í eignasöfnum fjárfesta sem vilja áhættudreifa eignum sínum. Þótt eignaverð kunni að hækka áfram á Íslandi og krónan sömuleiðis að styrkjast eitthvað, eru allar líkur á að styrkingin muni enda í yfirskoti og sveiflur verði miklar, einkum vegna mikils vaxtamunar við útlönd. Það er í raun enginn vafi á því að hluti eignasafna fjárfesta, þó ekki væri nema 10 til 20 prósent, ætti að fara í erlendar fjárfestingar í dag. Fjárfestar ættu að horfa á hversu mikinn erlendan gjaldeyri þeir eiga í söfnum sínum en ekki eingöngu hversu margar krónur fást fyrir gjaldeyrinn á hverjum tíma. Það er víst að í dag eru þær mjög margar!Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun