288.000 á mánuði í heildartekjur árið 2022 Ellen Calmon skrifar 31. maí 2017 07:00 Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisins til ársins 2022 er engan veginn sett nægilegt fjármagn í heilbrigðiskerfið. Fjármunir eru settir í byggingu nýs spítala sem er gott og gilt en ekki nægilegir fjármunir til að bæta í raun þjónustu innan kerfisins. Samkvæmt rannsóknum Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors við Háskóla Íslands, erum við að færast óðfluga fjær félagslegu heilbrigðiskerfi sem hefur verið litið á sem hornstein íslensks heilbrigðiskerfis hingað til. Fjármálaáætlunin boðar ekki heldur betra líf fyrir örorkulífeyrisþega. Það er nú yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að halda öryrkjum í fátækt með því að miða við að hækkun lífeyris verði á bilinu 3,1%-4,8% á árunum 2018-2022. Alls ekki boðlegt Ef við erum bjartsýn og búumst við 4,8% hækkun öll árin, þá mun mögulega óskertur örorkulífeyrir vera um 288.000 krónur árið 2022, sem er alls ekki boðlegt. Það er hætta á að örorkulífeyrisþegar sjái svartnættið eitt. Hvað þætti þér um ef ríkisstjórnin byði þér að vera með um 288 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt eftir fimm ár? Sæir þú fram á bjartari lífdaga? Grundvallarhlutverk ríkisvaldsins í velferðarríki er að tryggja mannréttindi og þar á meðal að koma til móts við einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda. Ekki virðist vera raunveruleg ætlun ríkisstjórnarinnar að styrkja mikilvægar grunnstoðir samfélagsins með nýrri fjármálaáætlun. Taka þarf út skerðingar Ef það er raunverulegur vilji ríkisstjórnarinnar að hvetja örorkulífeyrisþega til aukinnar samfélagsþátttöku þá þarf að setja mun meira fjármagn í almannatryggingakerfið eða á bilinu 10-12 milljarða króna. Það þarf að taka út skerðingar vegna atvinnu- og lífeyrissjóðstekna og hækka örorkulífeyri verulega svo fólk geti fyrst á möguleika á því að lifa mannsæmandi lífi. Gerum breytingar núna! Höfundur er formaður ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisins til ársins 2022 er engan veginn sett nægilegt fjármagn í heilbrigðiskerfið. Fjármunir eru settir í byggingu nýs spítala sem er gott og gilt en ekki nægilegir fjármunir til að bæta í raun þjónustu innan kerfisins. Samkvæmt rannsóknum Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors við Háskóla Íslands, erum við að færast óðfluga fjær félagslegu heilbrigðiskerfi sem hefur verið litið á sem hornstein íslensks heilbrigðiskerfis hingað til. Fjármálaáætlunin boðar ekki heldur betra líf fyrir örorkulífeyrisþega. Það er nú yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að halda öryrkjum í fátækt með því að miða við að hækkun lífeyris verði á bilinu 3,1%-4,8% á árunum 2018-2022. Alls ekki boðlegt Ef við erum bjartsýn og búumst við 4,8% hækkun öll árin, þá mun mögulega óskertur örorkulífeyrir vera um 288.000 krónur árið 2022, sem er alls ekki boðlegt. Það er hætta á að örorkulífeyrisþegar sjái svartnættið eitt. Hvað þætti þér um ef ríkisstjórnin byði þér að vera með um 288 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt eftir fimm ár? Sæir þú fram á bjartari lífdaga? Grundvallarhlutverk ríkisvaldsins í velferðarríki er að tryggja mannréttindi og þar á meðal að koma til móts við einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda. Ekki virðist vera raunveruleg ætlun ríkisstjórnarinnar að styrkja mikilvægar grunnstoðir samfélagsins með nýrri fjármálaáætlun. Taka þarf út skerðingar Ef það er raunverulegur vilji ríkisstjórnarinnar að hvetja örorkulífeyrisþega til aukinnar samfélagsþátttöku þá þarf að setja mun meira fjármagn í almannatryggingakerfið eða á bilinu 10-12 milljarða króna. Það þarf að taka út skerðingar vegna atvinnu- og lífeyrissjóðstekna og hækka örorkulífeyri verulega svo fólk geti fyrst á möguleika á því að lifa mannsæmandi lífi. Gerum breytingar núna! Höfundur er formaður ÖBÍ.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar