Seldu kaffihús í Kópavogi og opna hostel í hjarta Akureyrar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. maí 2017 10:33 Amaro-húsið er hér í bakgrunni en fyrir er annað hostel í göngugötunni á Akureyri. Vísir/Auðunn Sandra Harðardóttir og eiginmaður hennar hafa heldur betur söðlað um að undanförnu. Eftir að hafa rekið kaffihúsið Café Dix í Kópavogi eru þau flutt norður til Akureyrar þar sem þau munu opna hostel í sumar. Hostelið, sem heitir Hafnarstræti Hostel og er staðsett í göngugötunni í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í hinu sögufræga Amaro-húsi, verður opnað 1. júlí en er þó ekki alveg eins og hefðbundið hostel. „Við erum með svona nútíma lokrekkjur. Það eru snjallsjónvarp, öryggisskápur og þetta eru aðgangsstýrðir klefar. Við erum með þetta skipt niður í ganga. Þú bara kaupir þinn klefa og gistir í honum,“ segir Sandra sem spjallaði við Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Klefarnir, sem sjá má hér fyrir neðan, hafa verið að ryðja sér til rúms víða um heim og alls verður pláss fyrir 96 manneskjur á hostelinu sem verður á annarri hæð í Amaro-húsinu.En af hverju seldu þau kaffihúsið og ákvaðu að flytja til Akureyrar?„Te og Kaffi sýndi áhuga á því að kaupa kaffihúsið og við vorum bara til. Við vorum búin að sprengja húsnæði utan af okkur,“ segir Sandra. Sandra og fjölskylda eru vongóð um að reksturinn gangi vel enda sé hostelið fyrst og fremst hugsað fyrir ungt fólk sem komi alltaf til með að ferðast, sama hvernig viðrar í efnahagsmálum heimsins. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira
Sandra Harðardóttir og eiginmaður hennar hafa heldur betur söðlað um að undanförnu. Eftir að hafa rekið kaffihúsið Café Dix í Kópavogi eru þau flutt norður til Akureyrar þar sem þau munu opna hostel í sumar. Hostelið, sem heitir Hafnarstræti Hostel og er staðsett í göngugötunni í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í hinu sögufræga Amaro-húsi, verður opnað 1. júlí en er þó ekki alveg eins og hefðbundið hostel. „Við erum með svona nútíma lokrekkjur. Það eru snjallsjónvarp, öryggisskápur og þetta eru aðgangsstýrðir klefar. Við erum með þetta skipt niður í ganga. Þú bara kaupir þinn klefa og gistir í honum,“ segir Sandra sem spjallaði við Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Klefarnir, sem sjá má hér fyrir neðan, hafa verið að ryðja sér til rúms víða um heim og alls verður pláss fyrir 96 manneskjur á hostelinu sem verður á annarri hæð í Amaro-húsinu.En af hverju seldu þau kaffihúsið og ákvaðu að flytja til Akureyrar?„Te og Kaffi sýndi áhuga á því að kaupa kaffihúsið og við vorum bara til. Við vorum búin að sprengja húsnæði utan af okkur,“ segir Sandra. Sandra og fjölskylda eru vongóð um að reksturinn gangi vel enda sé hostelið fyrst og fremst hugsað fyrir ungt fólk sem komi alltaf til með að ferðast, sama hvernig viðrar í efnahagsmálum heimsins.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira