Trump segist tilbúinn að ræða samskipti sín við Comey eiðsvarinn

Trump tjáði sig um vitnisburð Comey í Hvíta húsinu í dag og hafnaði því að hafa krafist hollustu Comey. Þá hafnaði hann einnig að hafa krafist þess að rannsókn á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum, Michael Flynn, yrði hætt.
„James Comey staðfesti margt sem ég hef áður sagt og sumt sem hann sagði voru einfaldlega ekki sannir,“ sagði Trump.
Comey bar vitni eiðsvarinn við þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær. Með orðum sínum er Trump að saka Comey um lögbrot en ólöglegt er að ljúga undir eið.
Í vitnisburði Comey í gær kom meðal annars fram að hann sá sig knúinn til þess að rita minnisblöð eftir fundi hans með Trump. Taldi hann að mikilvægt væri fyrir sig að geta gripið til þeirra síðar meir þar sem hann taldi líklegt að Trump myndi reyna að ljúga til um efni fundanna.
Tengdar fréttir

Lögmaður Trump rengir orð Comey
Bandaríkjaforseti krafði James Comey, þáverandi forstjóra FBI, ekki um hollustu þvert á það sem sá síðarnefndi segir, samkvæmt yfirlýsingu lögmanns Donalds Trump. Þá segir hann Trump aldrei hafa beðið Comey um að hætta rannsókn á tengslum samstarfsmanna forsetans við Rússa.

Trump véfengir vitnisburð Comey varðandi tvö veigamikil atriði
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, véfengir tvö veigamikil atriði í vitnisburði James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI.

Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa
Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti.

Lögmaður Trump segir Comey fara með lygar
Leiðtogi demókrata í fultrúadeild Bandaríkjaþings segir augljóst að forsetinn hafi misnotað vald sitt.

Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra
Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin.

Trump mun kvarta formlega yfir minnisblaðaleka Comey
Lögfræðingur Donald Trump mun leggja fram formlega kvörtun til dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem og dómsmálanefndar Bandaríkjaþings, vegna þess að James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, lét leka minnisblöðum um fundi hans og Trump til fjölmiðla.