Fastlega var gert ráð fyrir því að Trump myndi grípa til Twitter til þess að svara fyrir sig á meðan vitnisburði Comey stóð. Sonur hans og alnafni stóð reyndar vaktina og varði föður sinn.
Forsetinn hefur þó loksins tjáð sig og segir að hann að þrátt fyrir „svo margar falskar staðhæfingar og lygar“ sé hann að öðlast „algjöra og fullkomna uppreisn æru.“
Slá má því föstu að þar sé Trump að vísa til þess að Comey staðfesti að Trump sjálfur hefði ekki verið til rannsóknar FBI vegna mögulegra afskipta Rússa af forsetakosningunum. Þó nokkrir fyrrverandi starfsmenn hans eru þó til rannsóknir.
Þá virðist það hafa komið Trump á óvart að Comey skyldi hafa komið minnisblöðum sem hann skrifaði eftir fundi þeirra tveggja til fjölmiðla, ef marka má tístið.
Athygli vakti að Comey sá sig knúinn til þess að skrifa minnisblöðin svo hann gæti gripið til þeirra ef á þyrfti að halda vegna þess að honum fannst líklegt að Trump myndi síðar ljúga til um efni fundarsins.
Despite so many false statements and lies, total and complete vindication...and WOW, Comey is a leaker!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2017