Fyrirliði KR fékk freistandi tilboð frá öðru félagi en fer ekki neitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2017 07:45 Brynjar Þór Björnsson fagnar hér fjórða Íslandsmeistaratitlinum í röð með liðsfélögum sínum. Víisr/Andri Marinó Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara KR, hefur framlengt samning sinn við KR og fær því tækifæri til að lyfta Íslandsbikarnum fimmta árið í röð á næsta tímabili. Brynjar fékk freistandi tilboð frá öðru íslensku félagi og það er að heyra á Brynjari að það var að toga í hann að yfirgefa Vesturbæinn og prófa eitthvað nýtt. „Það hefði verið mjög skemmtilegt að takast á við það verkefni en maður er svo mikill KR-ingur að það hefði verið erfitt að slíta sig frá félaginu,“ sagði Brynjar Þór í viðtali við Andra Yrkil Valsson í Morgunblaðinu. „Ég er ánægður að hafa loksins tekið ákvörðun. Það er þungu fargi af mér létt núna,“ sagði Brynjar Þór ennfremur í viðtalinu. Brynjar hefur bara leikið með KR hér á Íslandi og er leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi í úrvalsdeild karla. Hann lék eitt ár sem atvinnumaður í Svíþjóð en snéri aftur heim eftir það. Brynjar Þór hefur orðið Íslandsmeistari sjö sinnum (2007, 2009, 2011, 2014, 2015, 2016 og 2017) og bikarmeistari þrisvar sinnum (2011, 2016 og 2017) og er því kominn í hóp sigursælustu körfubolta manna Íslands frá upphafi þrátt fyrir að vera ekki enn búinn að halda upp á þrítugsafmælið sitt. KR getur unnið Íslandsmeistaratitilinn fimmta árið í röð á næsta tímabili og freistar þess auk þess að vinna tvöfalt þriðja árið í röð. Dominos-deild karla Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara KR, hefur framlengt samning sinn við KR og fær því tækifæri til að lyfta Íslandsbikarnum fimmta árið í röð á næsta tímabili. Brynjar fékk freistandi tilboð frá öðru íslensku félagi og það er að heyra á Brynjari að það var að toga í hann að yfirgefa Vesturbæinn og prófa eitthvað nýtt. „Það hefði verið mjög skemmtilegt að takast á við það verkefni en maður er svo mikill KR-ingur að það hefði verið erfitt að slíta sig frá félaginu,“ sagði Brynjar Þór í viðtali við Andra Yrkil Valsson í Morgunblaðinu. „Ég er ánægður að hafa loksins tekið ákvörðun. Það er þungu fargi af mér létt núna,“ sagði Brynjar Þór ennfremur í viðtalinu. Brynjar hefur bara leikið með KR hér á Íslandi og er leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi í úrvalsdeild karla. Hann lék eitt ár sem atvinnumaður í Svíþjóð en snéri aftur heim eftir það. Brynjar Þór hefur orðið Íslandsmeistari sjö sinnum (2007, 2009, 2011, 2014, 2015, 2016 og 2017) og bikarmeistari þrisvar sinnum (2011, 2016 og 2017) og er því kominn í hóp sigursælustu körfubolta manna Íslands frá upphafi þrátt fyrir að vera ekki enn búinn að halda upp á þrítugsafmælið sitt. KR getur unnið Íslandsmeistaratitilinn fimmta árið í röð á næsta tímabili og freistar þess auk þess að vinna tvöfalt þriðja árið í röð.
Dominos-deild karla Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira