Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2017 19:59 Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. Hann hafi skilið forsetann þannig að hann hafi beðið að hann um að stöðva rannsókn Alríkislögreglunnar á tengslum Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, við Rússa. James Comey fyrrverandi forstjóri FBI sat fyrir svörum hjá rannsóknarnefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings í dag og var fundinum sjónvarpað beint. Mikill fjöldi fólks fylgdist spennt með yfirheyrslunni á veitingastöðum um öll Bandaríkin. Comey skilaði skrifuðum vitnisburði til nefndarinnar og að lokinni stuttri yfirlýsingu fyrir nefndinni svaraði hann spurningum nefndarfólks. Formaður nefndarinnar spurði Comey hvers vegna hann ákvað eftir fyrsta fund hans með Trump hinn 6. janúar, áður en Trump tók við embætti, að skrifa nákvæm minnisblöð um alla þeirra fundi. En á þessum fyrsta fundi fór Comey yfir rannsókn FBI á tengslum starfsmanna kosningabaráttu Trump við Rússa. „Ég hafði miklar áhyggjur af því að hann kynni að ljúga um efni fundar okkar og því taldi ég mikilvægt að skjalfesta það. Slíkt hafði ég aldrei upplifað á mínum ferli og því fannst mér rétt að setja þetta á blað með mjög nákvæmum hætti,“ sagði FBI forstjórinn fyrrverandi. Sagðist Comey ekki hafa fundið þörf fyrir að skrá nákvæmlega fundi sína með George Bush og Barack Obama en hegðun og persóna Trump hafi ráðið miklu. Comey staðfesti hins vegar fyrir nefndinni að hann hafi í þrígang, að ósk Trump, tilkynnt forsetanum að FBI væri ekki að rannsaka forsetann sjálfan. Comey átti níu fundi með Trump þar sem hann segir forsetann hafa óskað eftir hollustuyfirlýsingu frá honum og forsetinn hafi margsinnis jafnframt sagt að hann teldi Comey standa sig vel í starfi og hann vildi halda honum. Því hafi komið á óvart þegar forsetinn rak hann. „Það fékk því á mig þegar ég sá forsetann segja í sjónvarpi að hann hafi rekið mig út af Rússlandsrannsókninni. Og þegar ég heyrði í fjölmiðlum að hann væri í einkasamtölum að halda því fram að brottrekstur minn hefði létt þrýstingi af Rússlands rannsókninni. Ríkisstjórnin ákvað síðan að ófrægja mig, og það sem meira er Alríkislögregluna FBI,með því að segja að óreiða ríkti hjá stofnuninni, að henni væri slælega stjórnað og starfsliðið treysti ekki lengur stjórnanda hennar. Þetta var lygi. Hrein og bein lygi,“ sagði Comey. Það sem gæti reynst Trump erfiðast og jafnvel leitt til ákæru frá þinginu er frásögn Comey af því þegar forsetinn bað alla aðra en Comey að yfirgefa forsetaskrifstofuna og þeir áttu tveggja manna tal um rannsókn FBI á Micahel Flynn þjóðaröryggisráðgjafa sem Trump hafði rekið eftir að upp komast að hann laug um samskipti sín við Rússa. Þar segir Comey forsetann hafa sagt að hann vonaði að FBI slakaði á rannsókninni á Flynn. „Það er ekki mitt að segja hvort samtal mitt við forsetann hefði verið viðleitni til hindrunar réttvísinnar. Ég tók þetta mjög nærri mér og hafði áhyggjur af þessu. En það er niðurstaða sem sérstakur rannsakandi mun reyna að komast að; hvað vakti fyrir honum og hvort um lögbrot sé að ræða,“ sagði James Comey. Donald Trump Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Allt að 18 stig í dag Veður „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. Hann hafi skilið forsetann þannig að hann hafi beðið að hann um að stöðva rannsókn Alríkislögreglunnar á tengslum Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, við Rússa. James Comey fyrrverandi forstjóri FBI sat fyrir svörum hjá rannsóknarnefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings í dag og var fundinum sjónvarpað beint. Mikill fjöldi fólks fylgdist spennt með yfirheyrslunni á veitingastöðum um öll Bandaríkin. Comey skilaði skrifuðum vitnisburði til nefndarinnar og að lokinni stuttri yfirlýsingu fyrir nefndinni svaraði hann spurningum nefndarfólks. Formaður nefndarinnar spurði Comey hvers vegna hann ákvað eftir fyrsta fund hans með Trump hinn 6. janúar, áður en Trump tók við embætti, að skrifa nákvæm minnisblöð um alla þeirra fundi. En á þessum fyrsta fundi fór Comey yfir rannsókn FBI á tengslum starfsmanna kosningabaráttu Trump við Rússa. „Ég hafði miklar áhyggjur af því að hann kynni að ljúga um efni fundar okkar og því taldi ég mikilvægt að skjalfesta það. Slíkt hafði ég aldrei upplifað á mínum ferli og því fannst mér rétt að setja þetta á blað með mjög nákvæmum hætti,“ sagði FBI forstjórinn fyrrverandi. Sagðist Comey ekki hafa fundið þörf fyrir að skrá nákvæmlega fundi sína með George Bush og Barack Obama en hegðun og persóna Trump hafi ráðið miklu. Comey staðfesti hins vegar fyrir nefndinni að hann hafi í þrígang, að ósk Trump, tilkynnt forsetanum að FBI væri ekki að rannsaka forsetann sjálfan. Comey átti níu fundi með Trump þar sem hann segir forsetann hafa óskað eftir hollustuyfirlýsingu frá honum og forsetinn hafi margsinnis jafnframt sagt að hann teldi Comey standa sig vel í starfi og hann vildi halda honum. Því hafi komið á óvart þegar forsetinn rak hann. „Það fékk því á mig þegar ég sá forsetann segja í sjónvarpi að hann hafi rekið mig út af Rússlandsrannsókninni. Og þegar ég heyrði í fjölmiðlum að hann væri í einkasamtölum að halda því fram að brottrekstur minn hefði létt þrýstingi af Rússlands rannsókninni. Ríkisstjórnin ákvað síðan að ófrægja mig, og það sem meira er Alríkislögregluna FBI,með því að segja að óreiða ríkti hjá stofnuninni, að henni væri slælega stjórnað og starfsliðið treysti ekki lengur stjórnanda hennar. Þetta var lygi. Hrein og bein lygi,“ sagði Comey. Það sem gæti reynst Trump erfiðast og jafnvel leitt til ákæru frá þinginu er frásögn Comey af því þegar forsetinn bað alla aðra en Comey að yfirgefa forsetaskrifstofuna og þeir áttu tveggja manna tal um rannsókn FBI á Micahel Flynn þjóðaröryggisráðgjafa sem Trump hafði rekið eftir að upp komast að hann laug um samskipti sín við Rússa. Þar segir Comey forsetann hafa sagt að hann vonaði að FBI slakaði á rannsókninni á Flynn. „Það er ekki mitt að segja hvort samtal mitt við forsetann hefði verið viðleitni til hindrunar réttvísinnar. Ég tók þetta mjög nærri mér og hafði áhyggjur af þessu. En það er niðurstaða sem sérstakur rannsakandi mun reyna að komast að; hvað vakti fyrir honum og hvort um lögbrot sé að ræða,“ sagði James Comey.
Donald Trump Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Allt að 18 stig í dag Veður „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira