Fékk varahlut úr Toyotu í misgripum fyrir tösku sem WOW air týndi tvisvar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2017 10:45 Taskan týndist á leið frá Íslandi til New York. Vísir/Ernir WOW Air hefur samþykkt að greiða bandarískum ferðamanni rúmlega 1.500 dollara í skaðabætur eftir að flugfélagið týndi ferðatösku hans í tvígang. Maðurinn fékk sendan varahlut úr Toytota-bíl í staðinn fyrir töskuna. Töluverðan tíma tók að greiða úr málinu. Bandaríkjamaðurinn Mike Petriano ferðaðist fyrr á árinu til Evrópu frá heimaborg hans San Francisco. Leið hans lá meðal annars til Íslands og á heimleið til Bandaríkjanna flaug hann með WOW Air frá Íslandi til Newark-flugvallar í New York. Þegar þangað var komið kom í ljós að ferðataskan hans var týnd. Petriano fyllti út skýrslu og beið svars frá flugfélaginu. Aðeins fimm dögum seinna hafði WOW Air samband við hann með þeim upplýsingum að taskan væri komin í leitirnar, hún yrði send til hans með póstþjónustu FedEx.Fékk risakassa í stað töskunnar Í samtali við NBC Bay Area, sem fjallaði um málið, segir Petriano að hann hafi verið gríðarlega ánægður með þessar fregnir og beið hann eftir því að taskan kæmi í hús. Honum brá hins vegar í brún þegar ílangur kassi var sendur heim til hans. „Þetta er um tveggja metra langur kassi, stærri en ég sjálfur,“ sagði Petriano í samtali við NBC Bay Area. „Það er ekki möguleiki á því að þetta geti verið taskan mín.“Kassinn sem Petriano fékk í stað töskunnar.Vísir/SkjáskotÁ kassanum var merkimiði sem gaf til kynna að sendingin hafði komið frá Newark-flugvelli. Í ljós kom að þetta var ekki taskan hans, heldur varahlutur frá Toyota.Sendi flugfélaginu póst á 2-3 daga fresti án viðbragða Petriano hafði samband við WOW Air á nýjan leik en þá kom í ljós að taskan hafði týnst á nýjan leik. Hann skilaði varahlutnum og hélt áfram að spyrja WOW Air hvað hafi orðið um töskuna. Fátt var um svör en Petriano sagðist hafa sent tölvupóst til flugfélagsins á 2-3 daga fresti. Eftir 50 daga án svars hafði hann samband við NBC Bay Area í von um aðstoð. Sjónvarpsstöðin hafði samband við WOW Air til þess að fá einhverjar skýringar á því hvað hafi farið úrskeiðis og hvort að flugfélagið ætlaði sér að bæta Petriano tapið á töskunni. Í svari WOW Air við fyrirspurn fréttastofunnar kemur fram að varahluturinn sem sendur var til Petriano hafi af einhverjum ástæðum fengið sama sendingarnúmer og taskan sem átti að senda til Petriano. Taskan hefur verið lýst formlega týnd og mun flugfélagið greiða Petriano 1.531 dollara, um 150 þúsund krónur, í skaðabætur fyrir að hafa týnt töskunni, samkvæmt alþjóðasamningum. Alls tók það Wow Air meira en 90 daga að greiða skaðabæturnar. Segir talsmaður WOW Air að töf hafi orðið á greiðslunni vegna þess að flugfélagið hafi reynt, án teljandi árangurs, að fá upplýsingar um málið frá FedEX sem og þeim sem sjá um mál flugfélagsins á Newark-flugvelli. Sjá má frétt NBC Bay Area um málið, hér að neðan. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
WOW Air hefur samþykkt að greiða bandarískum ferðamanni rúmlega 1.500 dollara í skaðabætur eftir að flugfélagið týndi ferðatösku hans í tvígang. Maðurinn fékk sendan varahlut úr Toytota-bíl í staðinn fyrir töskuna. Töluverðan tíma tók að greiða úr málinu. Bandaríkjamaðurinn Mike Petriano ferðaðist fyrr á árinu til Evrópu frá heimaborg hans San Francisco. Leið hans lá meðal annars til Íslands og á heimleið til Bandaríkjanna flaug hann með WOW Air frá Íslandi til Newark-flugvallar í New York. Þegar þangað var komið kom í ljós að ferðataskan hans var týnd. Petriano fyllti út skýrslu og beið svars frá flugfélaginu. Aðeins fimm dögum seinna hafði WOW Air samband við hann með þeim upplýsingum að taskan væri komin í leitirnar, hún yrði send til hans með póstþjónustu FedEx.Fékk risakassa í stað töskunnar Í samtali við NBC Bay Area, sem fjallaði um málið, segir Petriano að hann hafi verið gríðarlega ánægður með þessar fregnir og beið hann eftir því að taskan kæmi í hús. Honum brá hins vegar í brún þegar ílangur kassi var sendur heim til hans. „Þetta er um tveggja metra langur kassi, stærri en ég sjálfur,“ sagði Petriano í samtali við NBC Bay Area. „Það er ekki möguleiki á því að þetta geti verið taskan mín.“Kassinn sem Petriano fékk í stað töskunnar.Vísir/SkjáskotÁ kassanum var merkimiði sem gaf til kynna að sendingin hafði komið frá Newark-flugvelli. Í ljós kom að þetta var ekki taskan hans, heldur varahlutur frá Toyota.Sendi flugfélaginu póst á 2-3 daga fresti án viðbragða Petriano hafði samband við WOW Air á nýjan leik en þá kom í ljós að taskan hafði týnst á nýjan leik. Hann skilaði varahlutnum og hélt áfram að spyrja WOW Air hvað hafi orðið um töskuna. Fátt var um svör en Petriano sagðist hafa sent tölvupóst til flugfélagsins á 2-3 daga fresti. Eftir 50 daga án svars hafði hann samband við NBC Bay Area í von um aðstoð. Sjónvarpsstöðin hafði samband við WOW Air til þess að fá einhverjar skýringar á því hvað hafi farið úrskeiðis og hvort að flugfélagið ætlaði sér að bæta Petriano tapið á töskunni. Í svari WOW Air við fyrirspurn fréttastofunnar kemur fram að varahluturinn sem sendur var til Petriano hafi af einhverjum ástæðum fengið sama sendingarnúmer og taskan sem átti að senda til Petriano. Taskan hefur verið lýst formlega týnd og mun flugfélagið greiða Petriano 1.531 dollara, um 150 þúsund krónur, í skaðabætur fyrir að hafa týnt töskunni, samkvæmt alþjóðasamningum. Alls tók það Wow Air meira en 90 daga að greiða skaðabæturnar. Segir talsmaður WOW Air að töf hafi orðið á greiðslunni vegna þess að flugfélagið hafi reynt, án teljandi árangurs, að fá upplýsingar um málið frá FedEX sem og þeim sem sjá um mál flugfélagsins á Newark-flugvelli. Sjá má frétt NBC Bay Area um málið, hér að neðan.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira