Íslenski boltinn

Vallarþulurinn minnti sína menn á að leikurinn væri hafinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Skagamenn fóru skelfilega af stað í leiknum gegn Blikum í 6. umferð Pepsi-deildarinnar á mánudaginn.

Eftir átta mínútur var Breiðablik komið í 0-2 og staða ÍA því orðin afar erfið.

Vallarþulurinn á Norðurálsvellinum á Akranesi var eðlilega ekki sáttur með gang mála.

Hann ákvað því að reyna að hjálpa sínum mönnum og benti þeim vinsamlegast á að leikurinn væri hafinn eftir að hann greindi frá því hver hefði skorað annað mark Blika.

Skagamenn tóku sig aðeins á eftir þetta en ekki nóg til að fá eitthvað út úr leiknum. Lokatölur 2-3, Breiðabliki í vil.

Strákarnir í Pepsi-mörkunum fjölluðu aðeins um þessa ámminningu vallarþularins. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×