Óboðleg vinnubrögð þriggja flokka Ari Trausti Guðmundsson skrifar 6. júní 2017 07:00 Vandi verður óhjákvæmilega til þegar einhver ráðherra breytir vali mats- eða hæfnisnefndar við stöðuveitingar. Þá er algengt að orðræða hefjist um pólitískt geðþóttaval. Hana munum við í áratugi. Við því getur ráðherrann aðeins brugðist með hlutlægum, faglegum og skýrum rökum. Það gerði ráðherra dómsmála ekki nú þegar skipað var í Landsrétt í fyrsta sinn. Ráðherra hefði átt að byggja bæði á upplýsingum um umsækjendur frá nefndinni og sjálfstæðri skoðun. Það er eðlileg rannsóknarskylda. Ávallt gildir fyrsti skriflegur rökstuðningur sem vali ræður en eftiráskýringar og mótsagnir duga skammt. Lög um Landsrétt voru unnin í sátt á Alþingi með Ólöfu heitinni Nordal í mikilvægu hlutverki og stjórnarandstöðu sem tók undir samfélagskröfu um millidómstig. Núverandi dómsmálaráðherra hefur rofið samfélagssáttina með gamalkunnri óbilgirni. Enginn efast um rétt ráðherra til stöðuveitinga né heldur snýst þetta vandræðamál um hvern og einn umsækjanda. Það varðar skort á ljósum og gildum rökum fyrir fjórum tilfærslum á hæfnislista matsnefndar. Fyrst fjölluðu rök ráðherra um dómarareynslu en þau duga skammt, sé hlustað á mál þingmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og nefndarálit lesin. Þá greip ráðherra til munnlegra raka um kynjakvóta og á þau leggja stjórnarliðar áherslu. Ljóst má vera að kynjajafnrétti getur vissulega falist í að skipta út tveimur körlum fyrir tvær jafn hæfar konur. En tveir karlar víkja til viðbótar. Sú ákvörðun er ekki studd haldbærum rökum í máli ráðherra. Að sjálfsögðu áttu stjórnarflokkarnir að gefa þinginu ráðrúm til að fara betur yfir rök og ólík bréf ráðherra, og svo alla embættisfærslu hennar, og taka loks ákvörðun um lyktir á aukaþingdögum eftir miðjan júní. Viðreisn og Björt framtíð, sem báðir hafa heitið nýjum vinnubrögðum og minna fúski, koma illa út úr stuðningi við ferlið. Það einkennist af frávísun á allri gagnrýni og skýrum vilja til að keyra endanlegt val ráðherra í gegn á Alþingi, á tveimur til þremur dögum.Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Vandi verður óhjákvæmilega til þegar einhver ráðherra breytir vali mats- eða hæfnisnefndar við stöðuveitingar. Þá er algengt að orðræða hefjist um pólitískt geðþóttaval. Hana munum við í áratugi. Við því getur ráðherrann aðeins brugðist með hlutlægum, faglegum og skýrum rökum. Það gerði ráðherra dómsmála ekki nú þegar skipað var í Landsrétt í fyrsta sinn. Ráðherra hefði átt að byggja bæði á upplýsingum um umsækjendur frá nefndinni og sjálfstæðri skoðun. Það er eðlileg rannsóknarskylda. Ávallt gildir fyrsti skriflegur rökstuðningur sem vali ræður en eftiráskýringar og mótsagnir duga skammt. Lög um Landsrétt voru unnin í sátt á Alþingi með Ólöfu heitinni Nordal í mikilvægu hlutverki og stjórnarandstöðu sem tók undir samfélagskröfu um millidómstig. Núverandi dómsmálaráðherra hefur rofið samfélagssáttina með gamalkunnri óbilgirni. Enginn efast um rétt ráðherra til stöðuveitinga né heldur snýst þetta vandræðamál um hvern og einn umsækjanda. Það varðar skort á ljósum og gildum rökum fyrir fjórum tilfærslum á hæfnislista matsnefndar. Fyrst fjölluðu rök ráðherra um dómarareynslu en þau duga skammt, sé hlustað á mál þingmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og nefndarálit lesin. Þá greip ráðherra til munnlegra raka um kynjakvóta og á þau leggja stjórnarliðar áherslu. Ljóst má vera að kynjajafnrétti getur vissulega falist í að skipta út tveimur körlum fyrir tvær jafn hæfar konur. En tveir karlar víkja til viðbótar. Sú ákvörðun er ekki studd haldbærum rökum í máli ráðherra. Að sjálfsögðu áttu stjórnarflokkarnir að gefa þinginu ráðrúm til að fara betur yfir rök og ólík bréf ráðherra, og svo alla embættisfærslu hennar, og taka loks ákvörðun um lyktir á aukaþingdögum eftir miðjan júní. Viðreisn og Björt framtíð, sem báðir hafa heitið nýjum vinnubrögðum og minna fúski, koma illa út úr stuðningi við ferlið. Það einkennist af frávísun á allri gagnrýni og skýrum vilja til að keyra endanlegt val ráðherra í gegn á Alþingi, á tveimur til þremur dögum.Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun