Sauber ökumaðurinn, Pascal Wehrlein lenti í árekstri við Jenson Button í Mónakó og endaði á hlið upp við varnarvegg. Hann hefur nú verið skoðaður af læknum og má aka í Kanada næstu helgi.
Wehrlein missti af fyrstu tveimur keppnum tímabilsins vegna áverka sem hann varð fyrir á baki á móti meistaranna í janúar. Hann hefur unnið hart að endurhæfingu sinni og kom sterkur til leiks í Barein. Hann náði svo í fyrstu stig Sauber á árinu á Spáni.
Wehrlein hefur staðfest á Twitter að hann sé klár í keppnina í Kanada eftir viku.
