Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2017 09:45 Einar Ágústsson í Héraðsdómi Reykjaness við aðalmeðferð málsins. Vísir/Anton Brink Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. Einar var ákærður, ásamt félaginu Skajaqouda ehf., sem hann var í forsvari fyrir, fyrir að hafa blekkt fjóra einstaklinga sem létu honum í té 74 milljónir króna, annars vegar tveir karlmenn og ein kona sem samtals létu af hendi 30 milljónir og hins vegar karlmaður sem lét af hendi 44 milljónir króna. Hann neitaði sök. Dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Þá þarf þrotabú Skajaqouda að þola upptöku rúmra 74 milljón króna sem embætti sérstaks saksóknara lagði hald á. Þeir fjármunir verða nýttir til þess að greiða skaðabótakröfur þeirra sem Einar var sakaður um að hafa svikið í málinu.Sakaður um að reka fjárfestingarsjóð sem aldrei hafi verið starfræktur Einari var gefið að sök að hafa frá upphafi blekkt aðila málsins með því að halda röngum upplýsingum að þeim aðilum sem lögðu til fé í fjárfestingarsjóð Einars. Í ákærunni var því einnig haldið fram að sjóðurinn hafi aldrei verið starfræktur í eiginlegri mynd. Við aðalmeðferð málsins þvertók Einar fyrir að sjóðurinn hafi aldrei verið starfræktur. Raunar sagði Einar að hann hafi alltaf verið heiðarlegur í samskiptum sínum við aðila sem honum var gefið að sök að hafa svikið fé út úr.Eina sýnir Helga Seljan sjónvarpsmanni vindmylluna sem hann og bróðir hans hafa sett á markaðMynd/JanulusNokkur hiti myndaðist í dómsal við aðalmeðferð málsins þegar einstaklingarnir sem Einar var sakaður um að hafa svikið báru vitni, sérstaklega eftir að Einar neitaði að hafa tekið á móti tíu milljón króna greiðslu, sem eitt vitni sagði að hafði verið afhent í plastpoka. „Nei, það er ekki rétt. Það er svo alveg kolrangt. Þtta var tekið út af reikningnum okkar og hann fékk það“, sagði eitt vitni áður en hann sneri sér að Einari og sagði: Þú ættir að skammast þínn að vera hérna.“ Til frádráttar fangelsisdómi Einars kemur gæsluvarðhald sem Einar sætti í fjóra daga. Þá greiðir hann þóknun verjenda síns, 8,4 milljónir auk annars málskostnaðar. Nokkuð var fjallað um Einar og bróður hans í fréttum á liðnu ári, meðal annars vegna þess að þeir söfnuðu metfé á fjármögnunarsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum sem þeir ætluðu að framleiða. Þá settu þeir ferðavindtúrbínu á markað á dögunum, sem þeir segja að sé fyrsta ferðavindtúrbínan í heiminum. Þá gerðu þeir bræður einnig kröfu á ríkissjóð vegna 33 milljón króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd til trúfélags Zúista á Íslandi. Bræðurnir eru tveir af þremur stofnendum félagsins sem var endurvakið af hópi manna sem hét því að endurgreiða meðlimum trúfélagsgjöld frá ríkinu.Málið er í nokkurs konar pattstöðu en bræðurnir vilja peningana út úr félaginu og til sín. Dómsmál Tengdar fréttir Fjársvikamál Kickstarter bróður: Kannast ekki við að hafa tekið á móti tíu milljónum í plastpoka Aðalmeðferð fer nú fram í fjársvikamáli Einars Ágústssonar en hann er ákærður fyrir fjársvik að að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 5. apríl 2017 13:30 Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10 Vindmylla Kickstarter-bræðra komin í sölu Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, sem nefndir hafa verið Kickstarter-bræðurnir, hafa hafið sölu á vindtúrbínu. Fjármögnun verkefnisins fór fram á fjáröflunarsíðunni Kickstarter árið 2014 en á ýmsu hefur gengið frá því að söfnunin hófst. 28. apríl 2017 13:15 Fauk í vitni fyrir dómi: „Þú ættir að skammast þín að vera hérna“ Einstaklingarnar sem Einar Ágústsson er sakaður um að hafa blekkt í 74 milljón króna fjársvikamáli báru vitni fyrir dómi í dag. 5. apríl 2017 16:00 Leggur fram leit í Google og fréttir af Vísi og RÚV í umfangsmiklu fjársvikamáli Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að héraðssaksóknari fái að leggja fram tuttugu ný dómskjöl í umfangsmiklu fjársvikamáli gegn Einar Ágústssyni. 15. febrúar 2017 21:23 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. Einar var ákærður, ásamt félaginu Skajaqouda ehf., sem hann var í forsvari fyrir, fyrir að hafa blekkt fjóra einstaklinga sem létu honum í té 74 milljónir króna, annars vegar tveir karlmenn og ein kona sem samtals létu af hendi 30 milljónir og hins vegar karlmaður sem lét af hendi 44 milljónir króna. Hann neitaði sök. Dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Þá þarf þrotabú Skajaqouda að þola upptöku rúmra 74 milljón króna sem embætti sérstaks saksóknara lagði hald á. Þeir fjármunir verða nýttir til þess að greiða skaðabótakröfur þeirra sem Einar var sakaður um að hafa svikið í málinu.Sakaður um að reka fjárfestingarsjóð sem aldrei hafi verið starfræktur Einari var gefið að sök að hafa frá upphafi blekkt aðila málsins með því að halda röngum upplýsingum að þeim aðilum sem lögðu til fé í fjárfestingarsjóð Einars. Í ákærunni var því einnig haldið fram að sjóðurinn hafi aldrei verið starfræktur í eiginlegri mynd. Við aðalmeðferð málsins þvertók Einar fyrir að sjóðurinn hafi aldrei verið starfræktur. Raunar sagði Einar að hann hafi alltaf verið heiðarlegur í samskiptum sínum við aðila sem honum var gefið að sök að hafa svikið fé út úr.Eina sýnir Helga Seljan sjónvarpsmanni vindmylluna sem hann og bróðir hans hafa sett á markaðMynd/JanulusNokkur hiti myndaðist í dómsal við aðalmeðferð málsins þegar einstaklingarnir sem Einar var sakaður um að hafa svikið báru vitni, sérstaklega eftir að Einar neitaði að hafa tekið á móti tíu milljón króna greiðslu, sem eitt vitni sagði að hafði verið afhent í plastpoka. „Nei, það er ekki rétt. Það er svo alveg kolrangt. Þtta var tekið út af reikningnum okkar og hann fékk það“, sagði eitt vitni áður en hann sneri sér að Einari og sagði: Þú ættir að skammast þínn að vera hérna.“ Til frádráttar fangelsisdómi Einars kemur gæsluvarðhald sem Einar sætti í fjóra daga. Þá greiðir hann þóknun verjenda síns, 8,4 milljónir auk annars málskostnaðar. Nokkuð var fjallað um Einar og bróður hans í fréttum á liðnu ári, meðal annars vegna þess að þeir söfnuðu metfé á fjármögnunarsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum sem þeir ætluðu að framleiða. Þá settu þeir ferðavindtúrbínu á markað á dögunum, sem þeir segja að sé fyrsta ferðavindtúrbínan í heiminum. Þá gerðu þeir bræður einnig kröfu á ríkissjóð vegna 33 milljón króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd til trúfélags Zúista á Íslandi. Bræðurnir eru tveir af þremur stofnendum félagsins sem var endurvakið af hópi manna sem hét því að endurgreiða meðlimum trúfélagsgjöld frá ríkinu.Málið er í nokkurs konar pattstöðu en bræðurnir vilja peningana út úr félaginu og til sín.
Dómsmál Tengdar fréttir Fjársvikamál Kickstarter bróður: Kannast ekki við að hafa tekið á móti tíu milljónum í plastpoka Aðalmeðferð fer nú fram í fjársvikamáli Einars Ágústssonar en hann er ákærður fyrir fjársvik að að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 5. apríl 2017 13:30 Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10 Vindmylla Kickstarter-bræðra komin í sölu Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, sem nefndir hafa verið Kickstarter-bræðurnir, hafa hafið sölu á vindtúrbínu. Fjármögnun verkefnisins fór fram á fjáröflunarsíðunni Kickstarter árið 2014 en á ýmsu hefur gengið frá því að söfnunin hófst. 28. apríl 2017 13:15 Fauk í vitni fyrir dómi: „Þú ættir að skammast þín að vera hérna“ Einstaklingarnar sem Einar Ágústsson er sakaður um að hafa blekkt í 74 milljón króna fjársvikamáli báru vitni fyrir dómi í dag. 5. apríl 2017 16:00 Leggur fram leit í Google og fréttir af Vísi og RÚV í umfangsmiklu fjársvikamáli Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að héraðssaksóknari fái að leggja fram tuttugu ný dómskjöl í umfangsmiklu fjársvikamáli gegn Einar Ágústssyni. 15. febrúar 2017 21:23 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Fjársvikamál Kickstarter bróður: Kannast ekki við að hafa tekið á móti tíu milljónum í plastpoka Aðalmeðferð fer nú fram í fjársvikamáli Einars Ágústssonar en hann er ákærður fyrir fjársvik að að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 5. apríl 2017 13:30
Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10
Vindmylla Kickstarter-bræðra komin í sölu Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, sem nefndir hafa verið Kickstarter-bræðurnir, hafa hafið sölu á vindtúrbínu. Fjármögnun verkefnisins fór fram á fjáröflunarsíðunni Kickstarter árið 2014 en á ýmsu hefur gengið frá því að söfnunin hófst. 28. apríl 2017 13:15
Fauk í vitni fyrir dómi: „Þú ættir að skammast þín að vera hérna“ Einstaklingarnar sem Einar Ágústsson er sakaður um að hafa blekkt í 74 milljón króna fjársvikamáli báru vitni fyrir dómi í dag. 5. apríl 2017 16:00
Leggur fram leit í Google og fréttir af Vísi og RÚV í umfangsmiklu fjársvikamáli Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að héraðssaksóknari fái að leggja fram tuttugu ný dómskjöl í umfangsmiklu fjársvikamáli gegn Einar Ágústssyni. 15. febrúar 2017 21:23