Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2017 23:18 Donald Trump forseti Bandaríkjanna á málþingi í Hvíta húsinu í dag. Vísir/AFP Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu í dag. Í tilkynningunni, sem bæði forsetinn og forsetafrúin, Melania Trump, skrifa undir, segir að örlög Warmbier „dýpki staðfestu ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir að saklaust fólk verði fyrir harmleikjum af hendi stjórnvalda sem virða hvorki lög né grundvallar velsæmi,“ en þar er átt við stjórnvöld Norður-Kóreu. Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti Norður-Kóreu í janúar 2016. Honum var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu. Hann hafði verið í dái síðan í mars á síðasta ári en lést vegna áverka sem hann hlaut í prísundinni í dag. Þá segir Trump að Bandaríkin fordæmi „hrottaskap“ stjórnvalda í Norður-Kóreu. Hann vottar einnig fjölskyldu Warmbier samúð sína vegna „ótímabærs andláts hans.“ „Það er ekkert sorglegra fyrir foreldra en að missa barn í blóma lífsins. Hugur okkar er hjá fjölskyldu og vinum Ottos, og öllum þeim er elskuðu hann,“ segir jafnframt í tilkynningu forsetans. Donald Trump Tengdar fréttir Warmbier hefur verið í dái síðan í mars í fyrra Bandaríska námsmanninum Otto Warmbier var sleppt úr haldi í Norður-Kóreu fyrr í dag. 13. júní 2017 15:44 Faðir Warmbier trúir ekki skýringum Norður-Kóreustjórnar Foreldrar Otto Warmbier ræddu við fjölmiðla á fréttamannafundi á sjúkrahúsi í Ohio fyrr í dag. 15. júní 2017 15:12 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Warmbier varð fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna Læknar Otto Warmbier sem Norður-Kóreumenn slepptu nýlega í dái segja að hann hafi hlotið alvarlegan heilaskaða. 15. júní 2017 21:41 Norður-Kóreumenn sleppa bandarískum námsmanni Otto Warmbier var á síðasta ári dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í fyrir glæpi gegn norður-kóreska ríkinu. 13. júní 2017 13:46 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu í dag. Í tilkynningunni, sem bæði forsetinn og forsetafrúin, Melania Trump, skrifa undir, segir að örlög Warmbier „dýpki staðfestu ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir að saklaust fólk verði fyrir harmleikjum af hendi stjórnvalda sem virða hvorki lög né grundvallar velsæmi,“ en þar er átt við stjórnvöld Norður-Kóreu. Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti Norður-Kóreu í janúar 2016. Honum var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu. Hann hafði verið í dái síðan í mars á síðasta ári en lést vegna áverka sem hann hlaut í prísundinni í dag. Þá segir Trump að Bandaríkin fordæmi „hrottaskap“ stjórnvalda í Norður-Kóreu. Hann vottar einnig fjölskyldu Warmbier samúð sína vegna „ótímabærs andláts hans.“ „Það er ekkert sorglegra fyrir foreldra en að missa barn í blóma lífsins. Hugur okkar er hjá fjölskyldu og vinum Ottos, og öllum þeim er elskuðu hann,“ segir jafnframt í tilkynningu forsetans.
Donald Trump Tengdar fréttir Warmbier hefur verið í dái síðan í mars í fyrra Bandaríska námsmanninum Otto Warmbier var sleppt úr haldi í Norður-Kóreu fyrr í dag. 13. júní 2017 15:44 Faðir Warmbier trúir ekki skýringum Norður-Kóreustjórnar Foreldrar Otto Warmbier ræddu við fjölmiðla á fréttamannafundi á sjúkrahúsi í Ohio fyrr í dag. 15. júní 2017 15:12 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Warmbier varð fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna Læknar Otto Warmbier sem Norður-Kóreumenn slepptu nýlega í dái segja að hann hafi hlotið alvarlegan heilaskaða. 15. júní 2017 21:41 Norður-Kóreumenn sleppa bandarískum námsmanni Otto Warmbier var á síðasta ári dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í fyrir glæpi gegn norður-kóreska ríkinu. 13. júní 2017 13:46 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Warmbier hefur verið í dái síðan í mars í fyrra Bandaríska námsmanninum Otto Warmbier var sleppt úr haldi í Norður-Kóreu fyrr í dag. 13. júní 2017 15:44
Faðir Warmbier trúir ekki skýringum Norður-Kóreustjórnar Foreldrar Otto Warmbier ræddu við fjölmiðla á fréttamannafundi á sjúkrahúsi í Ohio fyrr í dag. 15. júní 2017 15:12
Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44
Warmbier varð fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna Læknar Otto Warmbier sem Norður-Kóreumenn slepptu nýlega í dái segja að hann hafi hlotið alvarlegan heilaskaða. 15. júní 2017 21:41
Norður-Kóreumenn sleppa bandarískum námsmanni Otto Warmbier var á síðasta ári dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í fyrir glæpi gegn norður-kóreska ríkinu. 13. júní 2017 13:46