Ólýsanlegar aðstæður í Grenfell-turni: Talið að allt að sjötíu manns hafi látið lífið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2017 08:07 Lögreglan hefur birt myndir innan úr turninum sem sýna vel eyðilegginguna sem eldurinn olli. vísir/epa Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. Þetta kemur fram í frétt BBC þó að lögreglan hafi ekki formlega gefið út að fleiri hafi látist en 58. Samkvæmt BBC er talið öruggt að sú tala muni hækka og að yfirvöld sendi frá sér tilkynningu þess efnis í dag. Það mun þó taka vikur að bera kennsl á alla þá sem létust og ef til vill verður ekki hægt að bera kennsl á þá alla.Að minnsta kosti 58 létust í brunanum en BBC segir að talið sé að allt að 70 manns hafi farist.vísir/epaLögreglan birti í fyrsta skipti í gær myndir innan úr turninum. Við blasir gríðarleg eyðilegging en 24 hæðir voru í turninum með 120 félagslegum íbúðum. Turninn gjöreyðilagðist í eldinum og ljóst er af myndunum að dæma að aðstæður til björgunarstarfs hafa verið afar erfiðar. „Það er mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hversu erfiðar aðstæður björgunaraðilar hafi verið við í Grenfell-turninum þar sem þeir hafa verið að leita að fólki, bjarga því og koma þeim til ástvina sinna. [...] Þessar aðstæður eru í raun ólýsanlegar vegna eyðileggingarinnar og þar af leiðandi mun það taka okkur margar vikur að ljúka þessu verkefni,“ segir Stuart Cundy hjá lögreglunni í London.120 íbúðir voru í Grenfell-turni.vísir/epaEldsupptök liggja ekki fyrir en í gær var greint frá því að klæðningin sem var utan á húsinu hafi verið ólögleg í Bretlandi. Kenningar eru uppi um að klæðningin hafi orsakað það hversu hratt bruninn breiddist út en það hefur ekki enn fengist staðfest. Sakamálarannsókn er hafin á brunanum sem beinist meðal annars að því hvort að farið hafi verið eftir byggingarreglugerðum þegar ráðist var í endurbætur á turninum fyrir nokkrum árum. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17 Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15 Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. 15. júní 2017 20:18 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. Þetta kemur fram í frétt BBC þó að lögreglan hafi ekki formlega gefið út að fleiri hafi látist en 58. Samkvæmt BBC er talið öruggt að sú tala muni hækka og að yfirvöld sendi frá sér tilkynningu þess efnis í dag. Það mun þó taka vikur að bera kennsl á alla þá sem létust og ef til vill verður ekki hægt að bera kennsl á þá alla.Að minnsta kosti 58 létust í brunanum en BBC segir að talið sé að allt að 70 manns hafi farist.vísir/epaLögreglan birti í fyrsta skipti í gær myndir innan úr turninum. Við blasir gríðarleg eyðilegging en 24 hæðir voru í turninum með 120 félagslegum íbúðum. Turninn gjöreyðilagðist í eldinum og ljóst er af myndunum að dæma að aðstæður til björgunarstarfs hafa verið afar erfiðar. „Það er mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hversu erfiðar aðstæður björgunaraðilar hafi verið við í Grenfell-turninum þar sem þeir hafa verið að leita að fólki, bjarga því og koma þeim til ástvina sinna. [...] Þessar aðstæður eru í raun ólýsanlegar vegna eyðileggingarinnar og þar af leiðandi mun það taka okkur margar vikur að ljúka þessu verkefni,“ segir Stuart Cundy hjá lögreglunni í London.120 íbúðir voru í Grenfell-turni.vísir/epaEldsupptök liggja ekki fyrir en í gær var greint frá því að klæðningin sem var utan á húsinu hafi verið ólögleg í Bretlandi. Kenningar eru uppi um að klæðningin hafi orsakað það hversu hratt bruninn breiddist út en það hefur ekki enn fengist staðfest. Sakamálarannsókn er hafin á brunanum sem beinist meðal annars að því hvort að farið hafi verið eftir byggingarreglugerðum þegar ráðist var í endurbætur á turninum fyrir nokkrum árum.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17 Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15 Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. 15. júní 2017 20:18 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17
Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15
Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. 15. júní 2017 20:18