Andri Rúnar búinn að ná bronsskó síðasta árs í átta leikjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2017 10:30 Andri Rúnar hefur skorað í fimm deildarleikjum í röð. vísir/andri marinó Andri Rúnar Bjarnason, framherji spútnikliðs Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, heldur áfram að skora en hann setti tvö mörk í gær þegar Grindjánar unnu ÍBV, 3-1, í áttundu umferð deildarinnar. Hann á stóran þátt í því að Grindavík er með 17 stig í öðru sæti Pepsi-deildarinnar eftir átta umferðir en liðið verður í öðru sætinu sama hvernig fer í leikjunum fjórum í kvöld þar sem Grindavík er með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna sem er í þriðja sæti. Andri Rúnar er búinn að skora í heildina níu mörk í átta fyrstu leikjum sumarsins og væri, eins og fótboltaáhugamaðurinn Stefán Arnar Ómarsson bendir á á Twitter, nú þegar kominn með bronsskóinn á síðustu leiktíð. Króatinn Hrvoje Tokic, sem lék með Víkingi Ólafsvík síðasta sumar, fékk bronsskó Adidas fyrir að skora níu mörk í 21 leik í fyrra en sama fjölda náði Martin Lund Pedersen, frmaherji Fjölnis. Báðir gengu í raðir Breiðabliks eftir tímabilið. Andri Rúnar er með þriggja marka forskot á Steven Lennon í baráttunni um gullskóinn en hann er búinn að skora tveimur mörkum inna en FH-ingarnir Lennon og Kristján Flóki Finnbogason til saman. Þeir eru í öðru og þriðja sæti með sex og fimm mörk. Andri er búinn að skora í fimm leikjum í röð en eftir 3-1 tap á heimavelli fyrir Ólsurum í fjórðu umferð er Grindavík búið að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum og safna þrettán stigum af fimmtán mögulegum. Framherjinn magnaði, sem skoraði sjö mörk í 17 leikjum í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð, er búinn að tryggja Grindavík 1-0 sigra á Val og KR, stig á móti FH og skora þrennu á móti Grindavík og tvennu á móti ÍBV. Næsta varnarlína sem fær að spreyta sig gegn heitasta framherja deildarinnar er Breiðablik en Blikar taka á móti Grindjánum í sjónvarpsleik næsta mánudag.9.mörk til að fá bronsskóinn árið 2016. Jafnmikið og ARB99 er kominn með eftir 8.umferðir. #pepsi365 #fotboltinet— Stefan ArnarÓmarsson (@stefan_arnar) June 18, 2017 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 3-1 | Eyjamenn réðu ekkert við Andra Rúnar | Sjáðu mörkin Grindavík vann sinn fimmta sigur í Pepsi-deildinni í sumar þegar Eyjamenn komu í heimsókn. 18. júní 2017 20:15 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Andri Rúnar Bjarnason, framherji spútnikliðs Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, heldur áfram að skora en hann setti tvö mörk í gær þegar Grindjánar unnu ÍBV, 3-1, í áttundu umferð deildarinnar. Hann á stóran þátt í því að Grindavík er með 17 stig í öðru sæti Pepsi-deildarinnar eftir átta umferðir en liðið verður í öðru sætinu sama hvernig fer í leikjunum fjórum í kvöld þar sem Grindavík er með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna sem er í þriðja sæti. Andri Rúnar er búinn að skora í heildina níu mörk í átta fyrstu leikjum sumarsins og væri, eins og fótboltaáhugamaðurinn Stefán Arnar Ómarsson bendir á á Twitter, nú þegar kominn með bronsskóinn á síðustu leiktíð. Króatinn Hrvoje Tokic, sem lék með Víkingi Ólafsvík síðasta sumar, fékk bronsskó Adidas fyrir að skora níu mörk í 21 leik í fyrra en sama fjölda náði Martin Lund Pedersen, frmaherji Fjölnis. Báðir gengu í raðir Breiðabliks eftir tímabilið. Andri Rúnar er með þriggja marka forskot á Steven Lennon í baráttunni um gullskóinn en hann er búinn að skora tveimur mörkum inna en FH-ingarnir Lennon og Kristján Flóki Finnbogason til saman. Þeir eru í öðru og þriðja sæti með sex og fimm mörk. Andri er búinn að skora í fimm leikjum í röð en eftir 3-1 tap á heimavelli fyrir Ólsurum í fjórðu umferð er Grindavík búið að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum og safna þrettán stigum af fimmtán mögulegum. Framherjinn magnaði, sem skoraði sjö mörk í 17 leikjum í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð, er búinn að tryggja Grindavík 1-0 sigra á Val og KR, stig á móti FH og skora þrennu á móti Grindavík og tvennu á móti ÍBV. Næsta varnarlína sem fær að spreyta sig gegn heitasta framherja deildarinnar er Breiðablik en Blikar taka á móti Grindjánum í sjónvarpsleik næsta mánudag.9.mörk til að fá bronsskóinn árið 2016. Jafnmikið og ARB99 er kominn með eftir 8.umferðir. #pepsi365 #fotboltinet— Stefan ArnarÓmarsson (@stefan_arnar) June 18, 2017
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 3-1 | Eyjamenn réðu ekkert við Andra Rúnar | Sjáðu mörkin Grindavík vann sinn fimmta sigur í Pepsi-deildinni í sumar þegar Eyjamenn komu í heimsókn. 18. júní 2017 20:15 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 3-1 | Eyjamenn réðu ekkert við Andra Rúnar | Sjáðu mörkin Grindavík vann sinn fimmta sigur í Pepsi-deildinni í sumar þegar Eyjamenn komu í heimsókn. 18. júní 2017 20:15