Brask og bakreikningar Oddný G. Harðardóttir skrifar 19. júní 2017 07:00 Bankakerfið verður að geta staðið af sér fjármálaáföll. Framtíðarskipan þess þarf að miða að því að kerfið verði öruggt, skilvirkt og hæfilega umfangsmikið með ódýrri sjálfsagðri þjónustu við fólk og fyrirtæki. Sparifjáreigendur hafa ekki veð í bönkunum en verða að geta treyst því að sparifé þeirra sé öruggt og aðgengilegt til að greiða með regluleg útgjöld. Hér eru innstæður tryggðar að lágmarki um 1,7 milljónir króna. Evróputilskipun frá 2014 hefur ekki enn verið tekin upp hér á landi um mun hærri tryggingu eða 12 milljónir króna. Stjórnvöld hafa hins vegar gefið það út að sparifé landsmanna sé ekki lengur tryggt að fullu og því er staða sparifjáreigenda hér á landi ekki ásættanleg. Í nýlegri skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins fjallar starfshópur um kosti og galla við aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Þar segir að löggjöf þurfi að tryggja að áhætta af fjárfestingarbankastarfsemi skapi ekki kerfisáhættu þannig að innviðum fjármálakerfisins, efnahagskerfinu, almenningi og ríkissjóði stafi hætta af slíkri starfsemi. Ég tel að hagur almennings sé best varinn með því að fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi verði aðskilin með lögum. Fjárfestingarbankar taka áhættu í hagnaðarskyni langt umfram það sem viðskiptabankar gera. Viðskiptabankastarfsemi tekur lágmarksáhættu við ávöxtun sparifjár almennings og sér um nauðsynlega greiðslumiðlun. Sú bankastarfsemi er samfélagslega mikilvæg og ómissandi þjónusta við almenning. Þess vegna hefur bankastarfsemi notið stuðnings ríkisins beint og óbeint. Þegar fjárfestingarbankastarfsemi er blandað saman við nauðsynlega þjónustu við almenning nýtur áhættusækin fjármálastarfsemi stuðnings ríkisins um leið. Sagan sýnir okkur að sú starfsemi ýtir bæði undir græðgi og skammtíma hagsmuni þeirra sem taka mikla áhættu. Ef þessi blöndun viðgengst þá munu braskarar eiga áfram greiðan aðgang og afnot af sparifé almennings. Seðlabankinn á ekki að styðja braskið. Fjárfestar sem njóta alls ávinnings af áhættu ef vel tekst til, eiga líka að bera allan kostnað þegar verr gengur. Honum má ekki velta yfir á almenning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Bankakerfið verður að geta staðið af sér fjármálaáföll. Framtíðarskipan þess þarf að miða að því að kerfið verði öruggt, skilvirkt og hæfilega umfangsmikið með ódýrri sjálfsagðri þjónustu við fólk og fyrirtæki. Sparifjáreigendur hafa ekki veð í bönkunum en verða að geta treyst því að sparifé þeirra sé öruggt og aðgengilegt til að greiða með regluleg útgjöld. Hér eru innstæður tryggðar að lágmarki um 1,7 milljónir króna. Evróputilskipun frá 2014 hefur ekki enn verið tekin upp hér á landi um mun hærri tryggingu eða 12 milljónir króna. Stjórnvöld hafa hins vegar gefið það út að sparifé landsmanna sé ekki lengur tryggt að fullu og því er staða sparifjáreigenda hér á landi ekki ásættanleg. Í nýlegri skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins fjallar starfshópur um kosti og galla við aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Þar segir að löggjöf þurfi að tryggja að áhætta af fjárfestingarbankastarfsemi skapi ekki kerfisáhættu þannig að innviðum fjármálakerfisins, efnahagskerfinu, almenningi og ríkissjóði stafi hætta af slíkri starfsemi. Ég tel að hagur almennings sé best varinn með því að fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi verði aðskilin með lögum. Fjárfestingarbankar taka áhættu í hagnaðarskyni langt umfram það sem viðskiptabankar gera. Viðskiptabankastarfsemi tekur lágmarksáhættu við ávöxtun sparifjár almennings og sér um nauðsynlega greiðslumiðlun. Sú bankastarfsemi er samfélagslega mikilvæg og ómissandi þjónusta við almenning. Þess vegna hefur bankastarfsemi notið stuðnings ríkisins beint og óbeint. Þegar fjárfestingarbankastarfsemi er blandað saman við nauðsynlega þjónustu við almenning nýtur áhættusækin fjármálastarfsemi stuðnings ríkisins um leið. Sagan sýnir okkur að sú starfsemi ýtir bæði undir græðgi og skammtíma hagsmuni þeirra sem taka mikla áhættu. Ef þessi blöndun viðgengst þá munu braskarar eiga áfram greiðan aðgang og afnot af sparifé almennings. Seðlabankinn á ekki að styðja braskið. Fjárfestar sem njóta alls ávinnings af áhættu ef vel tekst til, eiga líka að bera allan kostnað þegar verr gengur. Honum má ekki velta yfir á almenning.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun