Trump heimsækir Camp David í fyrsta sinn Atli Ísleifsson skrifar 17. júní 2017 23:30 Trump-fjölskyldan fyrr í dag við Camp David. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækir um helgina Camp David, sveitabústað forseta Bandaríkjanna, í fyrsta sinn. Trump hefur áður lýst yfir takmörkuðum áhuga á að nýta sér bústaðinn til að komast í burtu og hlaða batteríin. Þannig hefur Trump lýst staðnum sem „mjög sveitalegum“ og sagt að einungis væri hægt að þola hálftíma vist á staðnum. Trump hefur það sem af er forsetatíðar sinnar fyrst og fremst nýtt lausar stundir með því að fljúga til Flórída til að spila golf. Camp David er að finna í hinum afskekktu Catoctin-fjöllum í Maryland, stuttri þyrluferð frá höfuðborginni Washington. Trump mætti til Camp David fyrr í dag ásamt forsetafrúnni Melaníu og syni þeirra, Barron. Bandaríkjaforsetar hafa síðustu sjö áratugina sótt til Camp David. Þannig funduðu Franklin Delano Roosevelt forseti og Winston Churcill, forsætisráðherra Bretlands, þar árið 1943 þar sem þeir báru saman bækur sínar í aðdraganda innrásar bandamanna inn í Normandí. Jimmy Carter forseti bauð leiðtogum Egypta og Ísraela til Camp David til friðarviðræðna og brúðkaup Dorothy, dóttur George H.W. Bush forseta, fór þar fram. Barack Obama forseti fór 39 sinnum til Camp David á forsetaárum sínum en bauð erlendum þjóðarleiðtogum einungis tvisvar sinnum þangað – leiðtogum á G8-fundinum 2012 og svo leiðtogum ríkja við Persaflóa árið 2015 til að ræða kjarnorkusamninginn við Írani. Donald Trump Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækir um helgina Camp David, sveitabústað forseta Bandaríkjanna, í fyrsta sinn. Trump hefur áður lýst yfir takmörkuðum áhuga á að nýta sér bústaðinn til að komast í burtu og hlaða batteríin. Þannig hefur Trump lýst staðnum sem „mjög sveitalegum“ og sagt að einungis væri hægt að þola hálftíma vist á staðnum. Trump hefur það sem af er forsetatíðar sinnar fyrst og fremst nýtt lausar stundir með því að fljúga til Flórída til að spila golf. Camp David er að finna í hinum afskekktu Catoctin-fjöllum í Maryland, stuttri þyrluferð frá höfuðborginni Washington. Trump mætti til Camp David fyrr í dag ásamt forsetafrúnni Melaníu og syni þeirra, Barron. Bandaríkjaforsetar hafa síðustu sjö áratugina sótt til Camp David. Þannig funduðu Franklin Delano Roosevelt forseti og Winston Churcill, forsætisráðherra Bretlands, þar árið 1943 þar sem þeir báru saman bækur sínar í aðdraganda innrásar bandamanna inn í Normandí. Jimmy Carter forseti bauð leiðtogum Egypta og Ísraela til Camp David til friðarviðræðna og brúðkaup Dorothy, dóttur George H.W. Bush forseta, fór þar fram. Barack Obama forseti fór 39 sinnum til Camp David á forsetaárum sínum en bauð erlendum þjóðarleiðtogum einungis tvisvar sinnum þangað – leiðtogum á G8-fundinum 2012 og svo leiðtogum ríkja við Persaflóa árið 2015 til að ræða kjarnorkusamninginn við Írani.
Donald Trump Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira