Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júní 2017 21:17 Frá mótmælunum í dag. vísir/afp Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. Mótmælendur ruddust inn á skrifstofur hverfisráðsins en eftirlifandi íbúar sem bjuggu í turninum og aðstandendur þeirra sem létust í eldsvoðanum gagnrýna yfirvöld harðlega fyrir skort á stuðningi og aðstoð við þá sem nú eiga um sárt að binda. Í Grenfell-turni voru 120 félagslegar íbúðir á vegum hins opinbera en talið er að þar hafi búið á milli 400 og 600 manns. Staðfest er að þrjátíu manns hafi látist í brunanum og þá kemur fram á vef BBC að talið sé að um 70 manns sé enn saknað.Grenfell-turninn í einu fátækasta hverfi Englands Kensington-hverfi þar sem Grenfell-turninn stendur, eða réttara sagt rústir hans, er þekkt fyrir að vera heimili ríka og fræga fólksins. Staðreyndin er hins vegar sú að sá hluti hverfisins sem Grenfell-turninn er í er eitt fátækasta svæði á gjörvöllu Englandi. Margir telja að þetta spili inn í þann harmleik sem varð aðfaranótt miðvikudags en eins og greint hefur verið frá höfðu íbúar margítrekað bent á að brunavörnum í húsinu við dræmar undirtektir yfirvalda. Kusai Rahal er einn af þeim sem mættu í mótmælin í dag. Hann segir að Grenfell-turninn sé eins og stytta sem minni á að fólkið sem bjó þar dó vegna þess að það var fátækt. „Það sem gerðist þarna var morð. Þetta voru ekki mistök, þetta var einfaldlega morð. Það er ríkisstjórninni að kenna og niðurskurðarins sem hún hefur staðið fyrir síðastliðin sjö ár þar sem hún hefur selt land til einkaaðila sem er nákvæmlega sama um fólkið og hugsa bara um að græða,“ segir Rahal í samtali við Guardian."#GrenfellTower is like a statue reminding us that these people died because they were poor." Kusai Rahul at the #GrenfellTowerprotest pic.twitter.com/m2D7UrxCDT— Damien Gayle (@damiengayle) June 16, 2017 „Ríkisstjórninni er sama um fátækt fólk“ Á meðal þess sem hefur sætt gagnrýni er sú staðreynd að Theresa May, forsætisráðherra, hefur ekki gert sér ferð að turninum til þess að ræða við þá sem bjuggu þar og misstu allt sitt sem og aðstandendur sem sumir hverjir hafa ekki fengið neitt staðfest frá yfirvöldum um afdrif ástvina sinna. May kom ekki og hitti almenning af öryggisástæðum en Elísabet Englandsdrottning virtist ekki setja það fyrir sig þegar hún heilsaði upp á fólkið við Grenfell-turn í dag ásamt Vilhjálmi, hertoga af Cambridge, og erfingja krúnunnar. „Theresa May kom ekki einu sinni hingað til að hitta fólkið heldur átti bara lítinn einkafund. Þú sérð Jeremy Corbyn koma hingað og hitta fólkið. Þegar upp er staðið þá hafa íhaldsmenn misst það og Theresa May hefur líka misst það. Hún verður að fara frá,“ segir Rahal og bætir við að þetta sé raunveruleikinn: „Turninn er eins og stytta sem verður í langan tíma og minnir okkur á að fólkið sem lét lífið dó vegna þess að það var fátækt. Ríkisstjórninni er sama um fátækt fólk.“ Búið er að boða til annarra mótmæla í Kensington og Chelsea á morgun klukkan 12. May hefur sagt að fimm milljónir punda verði settar í að aðstoða þá sem eiga um sárt að binda vegna brunans.Byggt á umfjöllun Guardian og BBC. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Þrjátíu nú sagðir látnir í brunanum í háhýsinu í London Lögreglan í London hefur staðfest að þrjátíu hafi látist í það minnsta í brunanum í Grenfell-turninum í Norður-Kensington á aðfaranótt miðvikudags. Bretadrottning og Vilhjálmur prins heimsóttu neyðarskýli fyrir íbúa háhýsisins í morgun. 16. júní 2017 11:34 „Maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði" Kristín Ólafsdóttir hefur tekið þátt í að aðstoða þá sem misstu heimili sín í London og segir mikinn samhug vera í samfélaginu. 15. júní 2017 07:00 Fyrsta fórnarlamb brunans í London nafngreint Mohammed Alhajali, 23 ára sýrlenskur flóttamaður, lét lífið í brunanum í Grenfell-turninum í Norður-Kensington aðfaranótt gærdagsins. 15. júní 2017 14:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. Mótmælendur ruddust inn á skrifstofur hverfisráðsins en eftirlifandi íbúar sem bjuggu í turninum og aðstandendur þeirra sem létust í eldsvoðanum gagnrýna yfirvöld harðlega fyrir skort á stuðningi og aðstoð við þá sem nú eiga um sárt að binda. Í Grenfell-turni voru 120 félagslegar íbúðir á vegum hins opinbera en talið er að þar hafi búið á milli 400 og 600 manns. Staðfest er að þrjátíu manns hafi látist í brunanum og þá kemur fram á vef BBC að talið sé að um 70 manns sé enn saknað.Grenfell-turninn í einu fátækasta hverfi Englands Kensington-hverfi þar sem Grenfell-turninn stendur, eða réttara sagt rústir hans, er þekkt fyrir að vera heimili ríka og fræga fólksins. Staðreyndin er hins vegar sú að sá hluti hverfisins sem Grenfell-turninn er í er eitt fátækasta svæði á gjörvöllu Englandi. Margir telja að þetta spili inn í þann harmleik sem varð aðfaranótt miðvikudags en eins og greint hefur verið frá höfðu íbúar margítrekað bent á að brunavörnum í húsinu við dræmar undirtektir yfirvalda. Kusai Rahal er einn af þeim sem mættu í mótmælin í dag. Hann segir að Grenfell-turninn sé eins og stytta sem minni á að fólkið sem bjó þar dó vegna þess að það var fátækt. „Það sem gerðist þarna var morð. Þetta voru ekki mistök, þetta var einfaldlega morð. Það er ríkisstjórninni að kenna og niðurskurðarins sem hún hefur staðið fyrir síðastliðin sjö ár þar sem hún hefur selt land til einkaaðila sem er nákvæmlega sama um fólkið og hugsa bara um að græða,“ segir Rahal í samtali við Guardian."#GrenfellTower is like a statue reminding us that these people died because they were poor." Kusai Rahul at the #GrenfellTowerprotest pic.twitter.com/m2D7UrxCDT— Damien Gayle (@damiengayle) June 16, 2017 „Ríkisstjórninni er sama um fátækt fólk“ Á meðal þess sem hefur sætt gagnrýni er sú staðreynd að Theresa May, forsætisráðherra, hefur ekki gert sér ferð að turninum til þess að ræða við þá sem bjuggu þar og misstu allt sitt sem og aðstandendur sem sumir hverjir hafa ekki fengið neitt staðfest frá yfirvöldum um afdrif ástvina sinna. May kom ekki og hitti almenning af öryggisástæðum en Elísabet Englandsdrottning virtist ekki setja það fyrir sig þegar hún heilsaði upp á fólkið við Grenfell-turn í dag ásamt Vilhjálmi, hertoga af Cambridge, og erfingja krúnunnar. „Theresa May kom ekki einu sinni hingað til að hitta fólkið heldur átti bara lítinn einkafund. Þú sérð Jeremy Corbyn koma hingað og hitta fólkið. Þegar upp er staðið þá hafa íhaldsmenn misst það og Theresa May hefur líka misst það. Hún verður að fara frá,“ segir Rahal og bætir við að þetta sé raunveruleikinn: „Turninn er eins og stytta sem verður í langan tíma og minnir okkur á að fólkið sem lét lífið dó vegna þess að það var fátækt. Ríkisstjórninni er sama um fátækt fólk.“ Búið er að boða til annarra mótmæla í Kensington og Chelsea á morgun klukkan 12. May hefur sagt að fimm milljónir punda verði settar í að aðstoða þá sem eiga um sárt að binda vegna brunans.Byggt á umfjöllun Guardian og BBC.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Þrjátíu nú sagðir látnir í brunanum í háhýsinu í London Lögreglan í London hefur staðfest að þrjátíu hafi látist í það minnsta í brunanum í Grenfell-turninum í Norður-Kensington á aðfaranótt miðvikudags. Bretadrottning og Vilhjálmur prins heimsóttu neyðarskýli fyrir íbúa háhýsisins í morgun. 16. júní 2017 11:34 „Maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði" Kristín Ólafsdóttir hefur tekið þátt í að aðstoða þá sem misstu heimili sín í London og segir mikinn samhug vera í samfélaginu. 15. júní 2017 07:00 Fyrsta fórnarlamb brunans í London nafngreint Mohammed Alhajali, 23 ára sýrlenskur flóttamaður, lét lífið í brunanum í Grenfell-turninum í Norður-Kensington aðfaranótt gærdagsins. 15. júní 2017 14:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Þrjátíu nú sagðir látnir í brunanum í háhýsinu í London Lögreglan í London hefur staðfest að þrjátíu hafi látist í það minnsta í brunanum í Grenfell-turninum í Norður-Kensington á aðfaranótt miðvikudags. Bretadrottning og Vilhjálmur prins heimsóttu neyðarskýli fyrir íbúa háhýsisins í morgun. 16. júní 2017 11:34
„Maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði" Kristín Ólafsdóttir hefur tekið þátt í að aðstoða þá sem misstu heimili sín í London og segir mikinn samhug vera í samfélaginu. 15. júní 2017 07:00
Fyrsta fórnarlamb brunans í London nafngreint Mohammed Alhajali, 23 ára sýrlenskur flóttamaður, lét lífið í brunanum í Grenfell-turninum í Norður-Kensington aðfaranótt gærdagsins. 15. júní 2017 14:45