Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2017 19:00 Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í 1á1 sem verður sýndur á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld. Glódís er lykilmaður í liði Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni en þangað fór hún eftir að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul hefur hún verið í landsliðinu í fimm ár. Gríðarlegur munur er á launum karla og kvenna í fótbolta en Glódís er sátt með sitt í bili. „Eins og er þá fæ ég nóg til að lifa af en auðvitað væri gaman safna í bankann og kaupa sér íbúð eða eitthvað þannig. Það væri ótrúlega gaman en kannski kemur það með næsta skrefi. Eins og er þá hef ég nóg á milli handanna til að lifa góðu lífi,“ segir Glódís Perla sem svekkir sig ekki á launamuninum í fótboltaheiminum. „Maður hugsar þetta oft en þetta er ekkert sem maður getur látið fara í taugarnar á sér. Við, sem kvenmenn, verðum að sýna að við eigum að vera á sama stigi hvað varðar áhuga og pening.“ „Þetta hefur tekið framförum undanfarið og verður betra með tímanum. Við græðum ekkert á því að væla og svekkja okkur á þessu. Við verðum bara að sýna hvað við getum inn á vellinum og það mun vonandi skila sér einhverntíma.“ „Við fáum örugglega aldrei jafnmikið og strákarnir en vonandi eitthvað meira. Ég veit að í Frakklandi og Þýskalandi eru hærri upphæðir í boði fyrir góða leikmenn þannig þetta er að koma. Það er samt enn þá mjög langt í land,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Sjáðu allt viðtalið í 1á1 á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Magnús Már í viðræðum við HK Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í 1á1 sem verður sýndur á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld. Glódís er lykilmaður í liði Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni en þangað fór hún eftir að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul hefur hún verið í landsliðinu í fimm ár. Gríðarlegur munur er á launum karla og kvenna í fótbolta en Glódís er sátt með sitt í bili. „Eins og er þá fæ ég nóg til að lifa af en auðvitað væri gaman safna í bankann og kaupa sér íbúð eða eitthvað þannig. Það væri ótrúlega gaman en kannski kemur það með næsta skrefi. Eins og er þá hef ég nóg á milli handanna til að lifa góðu lífi,“ segir Glódís Perla sem svekkir sig ekki á launamuninum í fótboltaheiminum. „Maður hugsar þetta oft en þetta er ekkert sem maður getur látið fara í taugarnar á sér. Við, sem kvenmenn, verðum að sýna að við eigum að vera á sama stigi hvað varðar áhuga og pening.“ „Þetta hefur tekið framförum undanfarið og verður betra með tímanum. Við græðum ekkert á því að væla og svekkja okkur á þessu. Við verðum bara að sýna hvað við getum inn á vellinum og það mun vonandi skila sér einhverntíma.“ „Við fáum örugglega aldrei jafnmikið og strákarnir en vonandi eitthvað meira. Ég veit að í Frakklandi og Þýskalandi eru hærri upphæðir í boði fyrir góða leikmenn þannig þetta er að koma. Það er samt enn þá mjög langt í land,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Sjáðu allt viðtalið í 1á1 á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Magnús Már í viðræðum við HK Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Sjá meira