Af hverju er kjörum öryrkja og aldraðra haldið niðri? Björgvin Guðmundsson skrifar 15. júní 2017 09:45 Vinur minn einn á Facebook skrifaði eftirfarandi færslu þar: Af hverju þurfa öryrkjar og aldraðir alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir lífi sínu? Hvers vegna eiga stjórnvöld aldrei frumkvæði að (kjara) leiðréttingum? Ég tek undir þessi orð. Eftir að ég hafði unnið í mörg ár fyrir kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík, fór ég einmitt að undrast það hvað stjórnvöld hér voru neikvæð í garð aldraðra og öryrkja. Þessu er öfugt farið í grannlöndum okkar. Þar eru stjórnvöld jákvæð i garð eldri borgara og öryrkja. Þetta breytist ekkert hér þó uppsveifla sé í hagkerfinu, hagvöxtur í hæstu hæðum og afkoma ríkissjóðs hafi stórbatnað. Stjórnvöld haga sér áfram í samskiptum við lífeyrisfólk eins og kreppa sé í landinu!Nógir peningar fyrir aðrar stéttir Launahækkanir til annarra en aldraðra og öryrkja eru hins vegar ekki skornar við nögl. Stöðugt berast fréttir af nýjum kjarasamningum embættismanna og miklum launahækkunum þeirra. Áður höfðu verið birtar fréttir af miklum launahækkunum ráðherra og alþingismanna. Það er athyglisvert við launabreytingar embættismanna og stjórnmálamanna, að þeir fá yfirleitt allir hækkanir langt aftur í tímann allt upp í 18 mánuði. Hvers vegna fá aldraðir og öryrkjar ekki afturvirkar hækkanir á sínum lífeyri? Með hliðsjón af öllum þessum miklu launahækkunum er vissulega tímabært að endurskoða lífeyri aldraðra og öryrkja og hækka hann það myndarlega að þessir aðilar geti lifað mannsæmandi lífi og þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Í umræðunni um kjaramál aldraðra og öryrkja er vert að halda eftirfarandi til haga: Greiddir eru fullir skattar af lífeyri aldraðra og öryrkja. Lífeyrir úr lífeyrissjóði veldur skerðingu lífeyris frá almannatryggingum. Ég tel að lífeyrir aldraðra og öryrkja eigi að vera skattfrjáls. Þannig er það í Noregi. Þegar stjórnvöld birta upplýsingar um kjaramál aldraðra og öryrkja láta þau gjarnan í té upplýsingar um heildartekjur allra lífeyrisþega (og þar á meðal lífeyrissjóðstekjur). Með því að taka hæst launuðu eldri borgara með hækkar meðaltal tekna verulega og það lítur út fyrir að tekjur allra eldri borgara séu ágætar. En svo er ekki. Margir eldri borgarar og öryrkjar hafa mjög lágan lífeyri og óviðunandi kjör.Bæta þarf kjör þeirra, sem verst eru staddir Kjarabarátta eldri borgara snýst um að bæta kjör þeirra, sem verst eru staddir; þannig að þeir hafi sómasamleg kjör. Einnig er barist gegn skerðingu tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar en að þeir yllu ekki skerðingu tryggingalífeyris. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Vinur minn einn á Facebook skrifaði eftirfarandi færslu þar: Af hverju þurfa öryrkjar og aldraðir alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir lífi sínu? Hvers vegna eiga stjórnvöld aldrei frumkvæði að (kjara) leiðréttingum? Ég tek undir þessi orð. Eftir að ég hafði unnið í mörg ár fyrir kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík, fór ég einmitt að undrast það hvað stjórnvöld hér voru neikvæð í garð aldraðra og öryrkja. Þessu er öfugt farið í grannlöndum okkar. Þar eru stjórnvöld jákvæð i garð eldri borgara og öryrkja. Þetta breytist ekkert hér þó uppsveifla sé í hagkerfinu, hagvöxtur í hæstu hæðum og afkoma ríkissjóðs hafi stórbatnað. Stjórnvöld haga sér áfram í samskiptum við lífeyrisfólk eins og kreppa sé í landinu!Nógir peningar fyrir aðrar stéttir Launahækkanir til annarra en aldraðra og öryrkja eru hins vegar ekki skornar við nögl. Stöðugt berast fréttir af nýjum kjarasamningum embættismanna og miklum launahækkunum þeirra. Áður höfðu verið birtar fréttir af miklum launahækkunum ráðherra og alþingismanna. Það er athyglisvert við launabreytingar embættismanna og stjórnmálamanna, að þeir fá yfirleitt allir hækkanir langt aftur í tímann allt upp í 18 mánuði. Hvers vegna fá aldraðir og öryrkjar ekki afturvirkar hækkanir á sínum lífeyri? Með hliðsjón af öllum þessum miklu launahækkunum er vissulega tímabært að endurskoða lífeyri aldraðra og öryrkja og hækka hann það myndarlega að þessir aðilar geti lifað mannsæmandi lífi og þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Í umræðunni um kjaramál aldraðra og öryrkja er vert að halda eftirfarandi til haga: Greiddir eru fullir skattar af lífeyri aldraðra og öryrkja. Lífeyrir úr lífeyrissjóði veldur skerðingu lífeyris frá almannatryggingum. Ég tel að lífeyrir aldraðra og öryrkja eigi að vera skattfrjáls. Þannig er það í Noregi. Þegar stjórnvöld birta upplýsingar um kjaramál aldraðra og öryrkja láta þau gjarnan í té upplýsingar um heildartekjur allra lífeyrisþega (og þar á meðal lífeyrissjóðstekjur). Með því að taka hæst launuðu eldri borgara með hækkar meðaltal tekna verulega og það lítur út fyrir að tekjur allra eldri borgara séu ágætar. En svo er ekki. Margir eldri borgarar og öryrkjar hafa mjög lágan lífeyri og óviðunandi kjör.Bæta þarf kjör þeirra, sem verst eru staddir Kjarabarátta eldri borgara snýst um að bæta kjör þeirra, sem verst eru staddir; þannig að þeir hafi sómasamleg kjör. Einnig er barist gegn skerðingu tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar en að þeir yllu ekki skerðingu tryggingalífeyris. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun