Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 15. júní 2017 09:30 Stjórn Strætó samþykkti þjónustustefnu í byrjun maí sem nú er í innleiðingu. Allar rekstrareiningar innan fyrirtækisins munu þannig setja sér markmið um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna við farþega. Markmiðið er að farþegar upplifi sig velkomna og örugga í vögnum og ferðaþjónustu Strætó. Nýjar og rýmri reglur eru einnig í vinnslu um hvað má taka með sér í vagnana, bæði til að auka notagildi þeirra og ferðaánægju. Þannig sjáum við fyrir okkur að gæludýr, kaffi og í raun flest það sem einstaklingar geta borið með sér, án teljandi óþrifnaðar eða óþæginda fyrir aðra farþega, verði velkomið í vagna Strætó. Til skoðunar hefur einnig verið kvöld- og næturstrætó, eins og flestir vita og er það erindi nú til umsagnar hjá sveitarfélögunum sem standa að Strætó.Strætó fyrir alla Í náinni framtíð vill Strætó einungis notast við vagna með rampi til að tryggja bætt aðgengi og við höfum óskað eftir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu komi sér saman um hönnunarstaðla á stoppistöðvum. Við viljum merkja þær sem eru aðgengilegar í leiðakerfinu svo fólk geti auðveldlega skipulagt sín ferðalög. Í byrjun árs var framkvæmd þjónustukönnun meðal notenda ferðaþjónustu fatlaðra og verða niðurstöður hennar nýttar við áframhaldandi betrumbætur og þróun þeirrar þjónustu. Við viljum vinna að því í samvinnu við sveitarfélögin að minnka bilið á milli ferðaþjónustu fatlaðra og venjulega Strætó. Það er hægt að gera með mörgum leiðum eins og t.d. auknum upplýsingum, aðgengilegum stoppistöðvum, upplýsingaskiltum í vögnunum og fleiru. Þá býður Reykjavíkurborg nú árskort fyrir ungmenni í ferðaþjónustu fatlaðra sem gilda einnig í almenningsvagna Strætó. Ef reynslan af slíku fyrirkomulagi verður góð standa vonir til að þetta verði innleitt fyrir fleiri hópa.Stafrænn Strætó Strætó leggur mikla áherslu á að nýta nýjustu tækni til að auka upplýsingastreymi til farþega og auðvelda þeim notkun þjónustunnar. Ekki síst á þetta við um rauntímaupplýsingar um ferðir vagnanna og væntanlega brottfarartíma frá stoppistöðvum. Strætó-appið er í stöðugri þróun hvað þetta varðar og sérstakt Strætó-app fyrir ferðaþjónustu fatlaðra er að fæðast. Ný heimasíða Strætó fór einnig í loftið í lok síðasta árs með margs konar nýbreytni. Þá er með ýmsum hætti unnið að því að auka stundvísi vagnanna og tryggja forgang þeirra í umferðinni. Í sumar verða til að mynda teknar í notkun forgangsreinar á Hringbraut við Klambratún og sífellt fleiri umferðarljós veita vögnum Strætó tölvustýrðan forgang á annatímum.Strætó – besta leiðin Íbúar höfuðborgarsvæðisins gera og eiga að gera miklar kröfur á Strætó. Við öll eigum Strætó og það er hagur okkar allra að við nýtum almenningssamgöngur í auknum mæli. Eftir því sem fleiri ferðast saman í stórum bílum fækkar smáum bílum á vegunum og þar með verður minni þörf á samgöngumannvirkjum og bílastæðum, öryggi íbúa eykst auk þess sem loftgæði verða meiri og losun gróðurhúsalofttegunda minnkar. En til að við öll getum notað Strætó þarf þjónustan að vera vinsamleg, örugg, aðgengileg fyrir alla og áreiðanleg. Þangað stefnum við öruggum skrefum. Verkefnin hjá stjórn Strætó hafa verið fjölbreytt yfir síðastliðið ár. Ásamt hefðbundinni stefnumótun hafa stjórnarmeðlimir fylgt eftir rekstrarúttekt hjá fyrirtækinu og farið kerfisbundið í gegnum alla starfsemi Strætó. Tilgangur þessara aðgerða er að fá betri yfirsýn yfir starfsemi fyrirtækisins og gera rekstur Strætó hagkvæmari en um leið umhverfisvænni og þægilegri valkost fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins. Með hagræðingaraðgerðum náðum við að lækka rekstrarkostnað um 250 m.kr. og skiluðum einnig 180 m.kr. afgangi á síðasta ári. Kjarnastarfsemi Strætó eru gulu Strætóvagnarnir sem keyra um hér á höfuðborgarsvæðinu en við sinnum einnig ferðaþjónustu fyrir fatlað og eldra fólk og umsjón og upplýsingagjöf með strætóakstri um landið fyrir landshlutasamtök. Mér finnst hagræði að því að hafa þessa þjónustu alla undir sama þaki því þá getum við tengt á milli þjónustuleiða. Stjórn Strætó hefur samþykkt þjónustustefnu sem er í innleiðingu hjá öllum rekstrareiningum Strætó því hvort sem þú ert í Strætó, ferðaþjónustu fatlaðra eða að taka Strætórútu út á landi áttu að geta treyst þjónustunni. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Strætó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Sjá meira
Stjórn Strætó samþykkti þjónustustefnu í byrjun maí sem nú er í innleiðingu. Allar rekstrareiningar innan fyrirtækisins munu þannig setja sér markmið um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna við farþega. Markmiðið er að farþegar upplifi sig velkomna og örugga í vögnum og ferðaþjónustu Strætó. Nýjar og rýmri reglur eru einnig í vinnslu um hvað má taka með sér í vagnana, bæði til að auka notagildi þeirra og ferðaánægju. Þannig sjáum við fyrir okkur að gæludýr, kaffi og í raun flest það sem einstaklingar geta borið með sér, án teljandi óþrifnaðar eða óþæginda fyrir aðra farþega, verði velkomið í vagna Strætó. Til skoðunar hefur einnig verið kvöld- og næturstrætó, eins og flestir vita og er það erindi nú til umsagnar hjá sveitarfélögunum sem standa að Strætó.Strætó fyrir alla Í náinni framtíð vill Strætó einungis notast við vagna með rampi til að tryggja bætt aðgengi og við höfum óskað eftir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu komi sér saman um hönnunarstaðla á stoppistöðvum. Við viljum merkja þær sem eru aðgengilegar í leiðakerfinu svo fólk geti auðveldlega skipulagt sín ferðalög. Í byrjun árs var framkvæmd þjónustukönnun meðal notenda ferðaþjónustu fatlaðra og verða niðurstöður hennar nýttar við áframhaldandi betrumbætur og þróun þeirrar þjónustu. Við viljum vinna að því í samvinnu við sveitarfélögin að minnka bilið á milli ferðaþjónustu fatlaðra og venjulega Strætó. Það er hægt að gera með mörgum leiðum eins og t.d. auknum upplýsingum, aðgengilegum stoppistöðvum, upplýsingaskiltum í vögnunum og fleiru. Þá býður Reykjavíkurborg nú árskort fyrir ungmenni í ferðaþjónustu fatlaðra sem gilda einnig í almenningsvagna Strætó. Ef reynslan af slíku fyrirkomulagi verður góð standa vonir til að þetta verði innleitt fyrir fleiri hópa.Stafrænn Strætó Strætó leggur mikla áherslu á að nýta nýjustu tækni til að auka upplýsingastreymi til farþega og auðvelda þeim notkun þjónustunnar. Ekki síst á þetta við um rauntímaupplýsingar um ferðir vagnanna og væntanlega brottfarartíma frá stoppistöðvum. Strætó-appið er í stöðugri þróun hvað þetta varðar og sérstakt Strætó-app fyrir ferðaþjónustu fatlaðra er að fæðast. Ný heimasíða Strætó fór einnig í loftið í lok síðasta árs með margs konar nýbreytni. Þá er með ýmsum hætti unnið að því að auka stundvísi vagnanna og tryggja forgang þeirra í umferðinni. Í sumar verða til að mynda teknar í notkun forgangsreinar á Hringbraut við Klambratún og sífellt fleiri umferðarljós veita vögnum Strætó tölvustýrðan forgang á annatímum.Strætó – besta leiðin Íbúar höfuðborgarsvæðisins gera og eiga að gera miklar kröfur á Strætó. Við öll eigum Strætó og það er hagur okkar allra að við nýtum almenningssamgöngur í auknum mæli. Eftir því sem fleiri ferðast saman í stórum bílum fækkar smáum bílum á vegunum og þar með verður minni þörf á samgöngumannvirkjum og bílastæðum, öryggi íbúa eykst auk þess sem loftgæði verða meiri og losun gróðurhúsalofttegunda minnkar. En til að við öll getum notað Strætó þarf þjónustan að vera vinsamleg, örugg, aðgengileg fyrir alla og áreiðanleg. Þangað stefnum við öruggum skrefum. Verkefnin hjá stjórn Strætó hafa verið fjölbreytt yfir síðastliðið ár. Ásamt hefðbundinni stefnumótun hafa stjórnarmeðlimir fylgt eftir rekstrarúttekt hjá fyrirtækinu og farið kerfisbundið í gegnum alla starfsemi Strætó. Tilgangur þessara aðgerða er að fá betri yfirsýn yfir starfsemi fyrirtækisins og gera rekstur Strætó hagkvæmari en um leið umhverfisvænni og þægilegri valkost fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins. Með hagræðingaraðgerðum náðum við að lækka rekstrarkostnað um 250 m.kr. og skiluðum einnig 180 m.kr. afgangi á síðasta ári. Kjarnastarfsemi Strætó eru gulu Strætóvagnarnir sem keyra um hér á höfuðborgarsvæðinu en við sinnum einnig ferðaþjónustu fyrir fatlað og eldra fólk og umsjón og upplýsingagjöf með strætóakstri um landið fyrir landshlutasamtök. Mér finnst hagræði að því að hafa þessa þjónustu alla undir sama þaki því þá getum við tengt á milli þjónustuleiða. Stjórn Strætó hefur samþykkt þjónustustefnu sem er í innleiðingu hjá öllum rekstrareiningum Strætó því hvort sem þú ert í Strætó, ferðaþjónustu fatlaðra eða að taka Strætórútu út á landi áttu að geta treyst þjónustunni. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Strætó.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun