Helgi hlúði að slösuðum í nótt Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2017 12:12 Sjúkraflutningamenn á vettvangi í nótt. Vísir/afp Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. Hann segir að allt hafi gengið vel þrátt fyrir að margir hafi slasast alvarlega. St. Mary's er næsta sjúkrahús við íbúðarblokkina sem brann í Kensington-hverfinu í Lundúnum. Hið minnsta sex eru látnir og tugir slasaðir. „Það var hringt í mig klukkan þrjú í nótt [að breskum tíma] og ég sá að það var stóratvik. Ég leit út um gluggann og fór út á svalir og þá sá ég bygginguna í logum,“ segir Helgi. Fjöldi samstarfsmanna hans svaraði einnig kallinu og segir Helgi að þeir hafi hlúð að um sextán manns. Allt hafi gengið vel fyrir sig.Vísir er með beina lýsingu og sjónvarpsútsendingu frá Bretlandi vegna brunans.Helgi segir að starfsfólk spítalans sé orðið nokkuð vant því að taka við miklum fjölda fólks í einu. Þannig hafi hluti fórnarlamba árásarinnar á Westminster-brúnni í mars síðastliðinum verið flutt á St. Mary's. Álaginu sé þó dreift milli spítala af sjúkraflutningaþjónustu Lundúna þannig að enginn einn spítali fari í yfirflæði. Helgi segir fyrirkomulagið hafa gefið góða raun. „Við tókum marga, King's hospital í Suður-London tók nokkuð marga sem og Chelsea og aðrir spítalar í kring,“ segir Helgi sem áætlar að um 64 hafi þurft aðhlynningu vegna brunans. „Hefðum við tekið alla 64 þá hefði flætt yfir hjá okkur en við höfðum nóg af fólki og gerðum þetta vel. Þetta fór allt eftir áætlun,“ segir Helgi. Margir hafi þó verið alvarlega slasaðir og stór hluti þeirra sem komu á St. Mary's hafi verið börn. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira
Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. Hann segir að allt hafi gengið vel þrátt fyrir að margir hafi slasast alvarlega. St. Mary's er næsta sjúkrahús við íbúðarblokkina sem brann í Kensington-hverfinu í Lundúnum. Hið minnsta sex eru látnir og tugir slasaðir. „Það var hringt í mig klukkan þrjú í nótt [að breskum tíma] og ég sá að það var stóratvik. Ég leit út um gluggann og fór út á svalir og þá sá ég bygginguna í logum,“ segir Helgi. Fjöldi samstarfsmanna hans svaraði einnig kallinu og segir Helgi að þeir hafi hlúð að um sextán manns. Allt hafi gengið vel fyrir sig.Vísir er með beina lýsingu og sjónvarpsútsendingu frá Bretlandi vegna brunans.Helgi segir að starfsfólk spítalans sé orðið nokkuð vant því að taka við miklum fjölda fólks í einu. Þannig hafi hluti fórnarlamba árásarinnar á Westminster-brúnni í mars síðastliðinum verið flutt á St. Mary's. Álaginu sé þó dreift milli spítala af sjúkraflutningaþjónustu Lundúna þannig að enginn einn spítali fari í yfirflæði. Helgi segir fyrirkomulagið hafa gefið góða raun. „Við tókum marga, King's hospital í Suður-London tók nokkuð marga sem og Chelsea og aðrir spítalar í kring,“ segir Helgi sem áætlar að um 64 hafi þurft aðhlynningu vegna brunans. „Hefðum við tekið alla 64 þá hefði flætt yfir hjá okkur en við höfðum nóg af fólki og gerðum þetta vel. Þetta fór allt eftir áætlun,“ segir Helgi. Margir hafi þó verið alvarlega slasaðir og stór hluti þeirra sem komu á St. Mary's hafi verið börn.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira
Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30
Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07
Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30